Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 20
Þær Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir og Þórunn Hannesdóttir eru hönnuðirnir á bak við North limited. North limited er þverfaglegt hönnunarteymi þar sem hönnunin er innblásin af íslenskri náttúru og umhverfi og hefur hönnunarteymið unnið markvisst að því að kynna íslenska hönnun á erlendri grundu. Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir hannar undir vörumerkinu bybibi fyrir North Limited. Sigríður sýnir vörulínuna Kjarna, umbreytingu hluta, sem er vörulína gerð úr steypukjörnum og náttúrusteinum sem falla til við iðnaðarvinnu. Markmiðið er að taka afgangsefni, vinna það sem minnst en þó til fulls og á einfaldan máta, þannig að það nýtist á sem margvíslegastan hátt. Kjarna vörulínan er í stanslausri þróun. Leitast er við að nota sama formið en vinna með ólík efni og raða þeim sam- an í einn heildstæðan hlut til að fá ólík litarblæbrigði. Kerta- stjakar eru gerðir úr marmara, hrauni, tré, messing, gler og leir. Salka, sem einnig er til sýnis, er hluti af Family-vörulínu sem hefur verið framleidd úr postulíni um nokkurt skeið og nú er nýr litur kominn í safnið, kóbalt blár. Einfalt og nota- legt formið hentar bæði fyrir heita og kalda drykki, eftir- rétti eða eitthvað allt annað. „Steypukjarninn er einfalt og fallegt form sem býður upp á ótal möguleika og út frá honum hafa þessar hugmyndir kviknað sem ég nota á þessari sýningu en markmiðið hefur ávallt verið að hanna einfalda hluti sem hafa margþætt notagildi,“ útskýrir Sigríður spurð hvernig hugmyndin hafi kviknað. „Verkefnið, umbreyting hluta er í stöðugri þróun en núna er ég að skoða mismunandi nálganir og vinnsluaðferðir, sem eru enn á byrjunarstigi. Ég er mjög ánægð með sam- starfið okkar í MUN og hlakka til að vinna áfram úr þeim hugmyndum sem hafa komið upp varðandi rýmið sem við erum með.“ Aðspurð hvað sé mikilvægast við að taka þátt í Hönn- unarMars segir Sigríður ótalmargt mikilvægt við viðburð- inn en trúlega séu það tækifærin sem skapast hjá þátttak- endum sem eru mörg og margvísleg. „HönnunarMars er ekki síður mikilvægur fyrir neytand- ann þar sem hann getur á einni helgi fengið góða innsýn í hvað er að gerast bæði í hönnun og framleiðslu á Íslandi í dag. Ég tel að HönnunarMars verði sífellt betri með hverju árinu sem líður. Hann er alltaf kærkominn, fullur af góðri orku sem er vel þegin eftir langan vetur.“ Þórunn Hannesdóttir hönnuður sýnir vörumerkið FÆRIÐ fyrir North Limited. „Ég er að sýna nýjustu línuna af Basalt speglunum mínum. Þetta er önnur línan sem ég hanna fyrir Basalt speglana og í þetta sinn eru speglarnir innblásnir af íslenskum sögum og gerðir úr blágrýti og gleri,“ útskýrir Þórunn en verkin virka sem margbreytilegur nytjaskúlptúr. Hönnunin á bak við speglana er unnin út frá línu sem kemur út á árinu frá FÆRIÐ. „Línan er unnin út frá sögum og hugarheiminum sem umkringir íslenskar þjóðsögur af huldufólki og mig langaði að skoða margbreytileg náttúruleg efni fyrir sömu línuna til þess að skapa einskonar upplifun fyrir heimilið. Þannig vinn ég með blágrýti í speglunum og litaða spegla til þess að túlka bergið og dulúðina í sögunum.“ Aðspurð segir Þórunn vörurnar skapaðar til þess að fara á markað og verða þar á meðal til sölu í MUN. „Á næstu mánuðum verða spennandi breytingar í gangi hjá okkur í FÆRID og við munum kynna enn fleiri nýjar vörur á mark- aðinn svo það verður spennandi að sjá hvernig við þeim verður tekið.“ Þórunn segir jafnframt HönnunarMars einstakan að því leyti að hann er alls ekki eins og aðrar hönnunarvikur úti í heimi. „HönnunarMars er mun aðgengilegri að mínu mati, og þjóðin tekur virkan þátt í hátíðinni. Því er mikilvægt fyr- ir hönnuði að taka þátt í þessari hátíð og bjóða alla vel- komna í umræðuna um íslenska hönnun og nýta tækifærið og gleðjast saman.“ Kertastjakar gerðir úr marmara, hrauni, tré, messing, gleri og leir. Innblástur úr íslenskri náttúru og umhverfi Önnur lína Þórunnar af Basalt speglunum sem að þessu sinni eru innblásnir af íslenskum sögum og gerðir úr blágrýti og gleri. Sigríður segir steypukjarnann einfalt og fallegt form sem býður upp á ótal möguleika. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 HÖNNUN Um helgina má búast við miklu lífi víðsvegar um borgina þar semHönnunarMars stendur nú yfir. Það ættu allir að finna eitthvaðskemmtilegt að skoða enda mikill fjöldi viðburða opinn. Dagskrá HönnunarMars má skoða á vefsíðunni honnunarmars.is. HönnunarMars um helgina FOREST er mjúk værðarvoð frá IHönnu í stærð- inni 100x140 cm. Hannar það sem vantar á heimilið Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hjá IHönnu sýnir TILES-handklæði og FOREST-værðarvoð úr bómull á sýn- ingunni í MUN. FOREST-værðarvoð er aðeins minni en ullarværðarvoðin frá IHönnu og enn mýkri. Handklæðin eru komin á markað en værðarvoð- irnar eru í vefstólnum og koma í búð- ir á næstu vikum. „FOREST-mynstrið vísar í greni- skóg sem útfærður er á grafískan máta þar sem línur mætast og úr verður skógur. Teppið er svart og natur á lit en önnur hliðin er dagur, þar sem allt er bjart og létt en hin hliðin er nótt, þar sem er myrkur og meiri dulúð yfir. Innblástur TILES- handklæðanna kemur út frá leiðinni sem við göngum í gegnum lífið. Stundum er vegurinn grýttur en með tímanum styrkist maður og nær að fylla upp í eyðurnar á veginum.“ Handklæðin eru framleidd úr þéttri hágæða bómull í Portúgal í þremur litum og fjórum stærðum. Aðspurð hvað kveikti hugmyndina segir Ingi- björg sér finnast voðalega gaman að hanna það sem hana vantar á heim- ilið og vinnur hún oft út frá því. Ingibjörg Hanna tekur einnig þátt í samsýningunni #Endurvinnumálið sem er í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi á HönnunarMars. Á þeirri sýn- ingu var efnt til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar til þess að efla vitund almennings um mik- ilvægi flokkunar og endurvinnslu á áli. „Ákveðið var að halda söfnun áls- ins áfram og er það nú orðið varan- legur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna. Til þess að efnivið- urinn eignaðist framhaldslíf þótti kjörið að fá nokkra reynda hönnuði til þess að bregða á leik.“ Verk Ingibjargar á sýningunni er þurrkgrind á ofn fyrir vettlinga og húfur. „Það er eitthvað sem okkur fjölskylduna hefur vantað lengi,“ seg- ir hún að lokum. TILES-handklæðin eru framleidd í Portúgal og koma í þremur litum og fjórum stærðum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.