Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 27
heiminn og hannaði meðal annars
jakka fyrir New York-ballettinn og
fatnað fyrir Ólympíuleikana.
Aðspurður hvað hafi orðið til þess
að Don Cano hafi orðið svona vinsælt
á sínum tíma svarar Jan: „Við vorum
rosalega nýtt fyrirbæri. Ég hafði
hjálpað fyrirtækjum að byggja upp
merki og koma þeim á skrið þegar ég
starfaði sem ráðgjafi svo ég vissi
nokkurn veginn hvað virkaði. Þetta
er ákveðinn hæfileiki og orka að ná
að skapa þennan heim.“
Breytingar á markaði
Framleiðslan varð dýrari og erfiðara
að fá fjármagn. Jan sagði í kjölfarið
skilið við Don Cano og hélt til Banda-
ríkjanna og hóf að starfa sem ráðgjafi
fyrir stór fyrirtæki á borð við Marks
& Spencer og fleiri. Hann snéri aftur
til Íslands árið 1990, þar sem fjöl-
skyldan beið hans, og hóf að vinna
fyrir 66 norður, sem áður hafði að
mestu leyti unnið fatnað fyrir útgerð-
ina. Jan byggði upp útvistarlínu fyrir
merkið. Þaðan fór hann til þess að
stofna fyrirtækið Cintamani ásamt
Hermanni Sigursteinssyni og starf-
aði þar í nokkur ár áður en hann fór
aftur að starfa við uppbyggingu 66
norður ásamt Sigurjóni Sighvatssyni
þar sem hann vann að því að skapa þá
ímynd sem fyrirtækið hefur í dag.
Getur ekki hætt
Það var síðan fyrir fjórum árum að
Jan ákvað að endurvekja Don Cano.
„Mér fannst ég hálfpartinn hafa
stungið af á sínum tíma og mér
fannst Don Cano svolítið eiga það
inni hjá mér að halda áfram,“ út-
skýrir Jan.
Don Cano var vinsælla en nokkuð
sem hafði sést hér á
landi fyrr eða síð-
ar. „Þetta var
risastórt. Nú er
ég 73 ára gamall
og get ekki
hætt. Klæð-
skeri er alltaf klæðskeri og það er
það sem ég er. Þó að ég hafi orðið
verkfræðingur og ráðgjafi þá er
grunnur minn alltaf klæðskurður. Ég
vona líka að Karl Magnússon, fyrr-
verandi viðskiptafélagi minn frá dög-
um Don Cano, brosi frá himnum þeg-
ar hann sér hvað ég er að gera. Aldrei
að vita hvort hann sé kannski með
puttana í þessu líka.“
Aðspurður segist Jan vissulega
finna fyrir breytingum í iðnaðinum.
„Áður fyrr snérist þetta um gæði vör-
unnar og hönnunina sjálfa – ferlið að
búa til hágæðavöru. Í dag er ekkert
mál að selja drasl með réttri mark-
aðssetningu og réttum samfélags-
miðlum. Við hjá Don Cano leggjum
alltaf áherslu á að gera hágæðavöru á
verði sem allir geta keypt hana á.“
Markmiðið er að kynna Don Cano
fyrir nýjum kúnnum. „Mín gleði
kemur frá því að sjá fallega vöru sem
uppfyllir mína drauma um fallega
hluti. Ég lifi fyrir að skapa fallega
hluti, ég elska að búa til föt og það
held ég að sé ástæða þess að merki
gengur vel.“
Áherslurnar eiga
ekki að breytast
Ferlið að hverri flík hefst með
saumavélinni úti á Granda. „Hérna
geri ég grunninn að öllum okkar flík-
um. Til þess að ná sniðinu réttu og ná
ákveðinni fullkomnun í sniðagerð
verð ég að geta búið til flíkina sjálf-
ur,“ útskýrir Jan sem lætur síðan
framleiða fatnaðinn í Kína og Lithá-
en. „Þess vegna er ég meira í Litháen
en á Íslandi, það er svo mikilvægt að
vinna með framleiðendum og ég væri
helst til í að hafa eigin verksmiðju, en
það gerist kannski áður en ég verð
100 ára,“ segir Jan og hlær.
Aðspurður hvort
áherslurnar hjá Don
Cono hafi breyst með árunum segir
Jan að þær eigi í raun ekki að breyt-
ast. Það sem Don Cano hafði upp á að
bjóða voru snið og gæði. „Ég var að-
eins kjarklaus núna í byrjun og vann
mikið með svart en nú er ég farinn að
vinna meira með liti og jafnvel þá liti
sem við unnum með á árum áður.“
Jan hefur fulla trú á merkinu og er
fullviss um að merkið eigi eftir að ná
flugi á íslenskum markaði. „Þetta var
auðveldara í gamla daga. Nú er þetta
aðeins flóknara með tilkomu sam-
félagsmiðla og netsins.“ Þá segir Jan
að í dag geti hver sem er titlað sig
fatahönnuð og ógrynni af allskonar
óvönduðum varningi sé í boði sem
hvorki sé einstakur né alvöruhönnun
til uppdráttar. „Hönnunarheimurinn
í dag snýst svolítið mikið um endur-
gerðir. Það er öðruvísi að nálgast
hönnun sem er einstök.“
Barnalína væntanleg
Að þessu sinni leggur Jan allt undir
þar sem hann hefur sjálfur lagt fjár-
muni í fyrirtækið og fjárfest í vinnu-
stofu á Fiskislóð 45.
Hann stundar skíði og syndir á
hverjum degi sem hann álítur kost
þegar kemur að því að hanna útivist-
arfatnað, að þekkja bæði vöruna og
þægindi þegar kemur að útivist. Jan
notar engar dýraafurðir í hönnun
sinni og eru allar flíkur Don Cano
bæði þá og nú ætluð fyrir bæði kyn. Í
haust kynnir Don Cano-barnalínu.
Spurður að lokum hvers vegna
hann ákvað að endurvekja Don Cano
frekar en stofna nýtt merki svarar
Jan: „Þetta er mjög erfið spurning.
Ég get svarað þessu eftir tvö ár. Hjá
Don Cano geri ég út á að úrvalið ein-
kennist af fáum og vönduðum flíkum.
Þetta er svolítið eins og með McDon-
alds. Þú veist að hverju þú
gengur. Þú manst matseðilinn
að eilífu. Og þannig á það að
vera með Don Cano.“
Ljósmyndir/John Smith
Jan Davidsson vinnur öll snið frá grunni og saumar frumgerðir í verslun og vinnustofu Don Cano við Fiskislóð 45. Jan
leggur mikinn metnað í gæði í vörum sínum og notast jafnframt ekki við neinar dýraafurðir.
Úr nýrri línu
Don Cano.
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Geysir heima
5.980 kr.
Sápa frá Tamanohada.
Nola
6.290 kr.
Rose Hibiscus-
rakasprey.
Mango.com
10.000 kr.
Hvítur síður kjóll í
þægilegu og töff sniði.
Bianco
11.995 kr.
Töff sumarskór.
Í þessari viku …
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Sumarlína Phoebe Philo fyrir Céline var
glæsileg að vanda: Hvíti liturinn, sniðin og
mínímalískt yfirbragð línunnar. Ég rakst á
síðan hvítan kjól á Mango.com í þessum anda
sem ég held að verði fallegur í sumar.
Húrra Reykjavík
17.990 kr.
Gylltur eyrnalokkur
frá Mariu Black.
Úr sumarlínu
Céline 2018.