Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 29
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 um Lübeck, en siglingar um Norð- ursjó og vestur á bóginn gegnum Hamborg. Frá Novgorod og öðrum borgum við austanvert Eystrasalt komu skinn, hunang, vax, raf og timb- ur, salt frá námunum í Lüneburg, saltsíld frá Skáni, harðfiskur frá Bergen, kopar og járn frá Svíþjóð, vefnaðarvörur og vopn frá Ghent og Brügge o.s.frv. Viðskiptasambönd Hansaborganna náðu þegar best lét til um 200 borga og bæja í Norður- Evrópu. Meðal annars stunduðu Hansakaupmenn verslun á nokkrum stöðum á Íslandi frá um 1470 til árs- ins 1602 þegar Danir komu á einok- unarversluninni. Á sextándu öld fór að halla undan fæti hjá Hansa- kaupmönnum í kjölfar landa- fundanna í Vesturheimi og harðari samkeppni við Hollendinga og Eng- lendinga. Síðasti fundur Hansa- sambandsins var haldinn í ráðhúsinu í Lübeck 1669. Sjö spíra borgin Lübeck er þekkt í Þýskalandi sem sjö spíra borgin. Er þar vitnað til sjö hárra kirkjuturna á fimm helstu kirkjunum á miðborgarhólmanum. Aðfaranótt pálmasunnudags 29. mars 1942 varð borgin fyrir loftárásum bandamanna. Flestar kirkjurnar skemmdust mikið. Þegar turn St. Petri-kirkjunnar var endurbyggður eftir stríð var opnaður rúmgóður út- sýnispallur með lyftu í 50 metra hæð. Þar er nú besti útsýnisstaður borg- arinnar. Lübeck nútímans er friðsæl og fal- leg borg þar sem hægt er að gleyma sér við að ganga um og skoða glæsi- byggingar sem eru við hvert fótmál í gamla borgarhlutanum. Allt er í göngufæri á innan við hálftíma. Varla er hægt að hugsa sér þægilegri borg að skoða. Nokkur söfn eru í borginni, það nýjasta er „Europäisches Han- semuseum“ eða Hansasafnið sem opnað var 2015. Þar er fjallað um sögu og þróun Hansasambandsins á helstu tungumálum sem komu við sögu á áhrifasvæði Hansakaup- manna, þýsku, ensku, sænsku og rússnesku. Sögusafn borgarinnar er í báðum turnum Holstentor, borg- arhliðsins fræga sem prýddi bakhlið 50 marka seðilsins fyrir tíma evr- unnar. Bókmenntaunnendur geta litið inn í Buddenbrookhaus við Mengstrasse 4. Þar er safn til minningar um rithöf- undinn Thomas Mann og fjölskyldu hans. Við Glockengiesserstrasse 21 er safn um nóbelsskáldið Günter Grass sem lést árið 2015. Grass hafði haft forgöngu um að koma á fót safni við Königstrasse 21 um Willy Brandt fyrrverandi kanslara Vestur- Þýskalands og borgarstjóra Vestur- Berlínar á tímum kalda stríðsins. Brandt fæddist í Lübeck árið 1913 og hét þá Herbert Ernst Carl Frahm. Hann flúði til Noregs þegar nasistar komust til valda og tók þá upp nafnið Willy Brandt. Hann lést árið 1992. Merkasta veitingahús borgarinnar og líklega það besta er „Schifferge- sellschaft“ eða félagsheimili sjófar- enda sem starfrækt hefur verið frá árinu 1535 við Königstrasse 2. Hátt er til lofts í stórum dimmum salnum sem er lítið breyttur frá sextándu öld. Veggir, loft og bekkir eru úr dökkum viði. Innanstokks minnir allt á skip og siglingar fyrri tíma. Frá loftinu hanga haganlega gerð líkön af skipum frá fyrri öldum. Gott úrval er á matseðl- inum. Einnig er lögð áhersla á þýsk gæðavín. Á sólríkum sumardegi er tilvalið að skreppa í „Paulaner am Dom“ við Kapitelstrasse 4-6, sem er steinsnar frá dómkirkjunni. Dæmi- gerður bjórgarður sem býður upp á ódýra, en góða bæverska rétti, svo sem Schweinshaxe (reyktur grísask- anki) og Schnitzel í ýmsum útgáfum sem skola má niður með ljúffengum Paulaner bjór frá München. Miðstöð marsipansins Virðulegasta kaffihúsið er Niedereg- ger á annarri hæð við Breitestrasse 89, andspænis ráðhúsinu. Ef maður nær sæti við vesturgluggann er þar fallegt útsýni til ráðhússins og Mar- íukirkju. Á jarðhæðinni er marsip- anstórverslun. Þar er mikið úrval af marsipankonfekti í gjafapakkningum af öllum stærðum og gerðum. Á nítjándu öld varð Lübeck ein helsta miðstöð marsipanframleiðslu í Þýskalandi. Johann Georg Niedereg- ger hóf framleiðslu árið 1806. Fyrir- tækið er það elsta starfandi í grein- inni og er nú rekið af áttundu kynslóð eigenda. Ef tertan fyllir ekki nógu vel út í eftir heimsóknina hjá Niedereg- ger er hægt að fá sér marsipanís á leiðinni út. Hann svíkur engan. Borgarhliðið Holsteintor, St. Petrikirkjan og saltgeymslurnar. Við höfnina. ’ Á sólríkum sumar-degi er tilvalið aðskreppa í „Paulaner amDom“ við Kapitelstrasse 4-6, sem er steinsnar frá dómkirkjunni. Glæsilegur stigagangurinn í ráðhúsinu. Á kaffihúsinu Niederegger ættu allir tertuaðdáendur að fá eitthvað við sitt hæfi. Heiligen Geist Hospital. Sjúkrahús heilags anda var reist árið 1286 og þykir með merkari dæmum um gotneska byggingarlist. Eftir siðaskipti var því breytt í elliheim- ili og er enn notað sem slíkt. Í forsal kirkjunnar eru jólamarkaðir á aðventunni. Gömlu saltgeymsluhúsin og borgarhliðið Holstentor sem er helsta tákn borg- arinnar, byggt á árunum 1464-1478. Ferðamannabátar leggja af stað á klukku- stundar fresti framan við Hotel Jensen við Obere Trave. Frábært útsýni er frá St. Petri kirkjunni yfir borgina. Maríukirkjan er í viðgerð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.