Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 31
hálfníræður, er ekki í vafa um að fyrrverandi landar
hans hafi verið að verki og hann er ekki bjartsýnn á
batahorfur Skripals og Yuliu. Hann vitnar til þess að
samstarfsmaður hans hafi vegna mistaka orðið fyrir
litlum skammti af þessu eitri og strax fengið rétt mót-
eitur og hafi vissulega lifað í 5 ár eftir það en verið
stórlega laskaður maður. Ummæli þessa gamla vís-
indamanns eru eftirtektarverð um margt. Hann for-
dæmir að eitrið skuli notað til hryðjuverka. Það hafi
aldrei staðið til. Þetta hafa ætíð verið hugsað sem
hernaðarvopn og stefnt að því að nota það til fjölda-
dráps á vígvelli, en ekki til hryðjuverka af því tagi sem
hér var!
Spurður um það hvort hann óttaðist ekki um líf sitt
eftir að hafa opnað sig opinberlega með þessum hætti
svaraði hann því til að hann væri gamall orðinn svo að
það tæki því ekki að hafa áhyggjur af því. En hann
upplýsti jafnframt að hann hefði birt formúluna að
eitrinu á bók sem enn mætti kaupa á Amason fyrir fá-
eina dollara og jafnframt hefði hann fyrir löngu lagt til
að eitrið væri sett á alþjóðlegan bannlista en við því
hefði ekki verið orðið!
Mirzayanov bætti því við eitrið væri þægilegt til
flutninga. Það mætti flytja í tveimur aðskildum flösk-
um og væru báðar algjörlega hættulausar. Það væri
aðeins eftir að innihaldið í flöskunum væri blandað
saman sem efnið yrði þegar stórkostlega hættulegt.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins,
sagði í andsvörum við May forsætisráðherra að full-
gildar sannanir um aðild Rússa að eiturefnaárásinni
lægju alls ekki fyrir. Því mætti ekki hrapa að álykt-
unum og að verða ætti við óskum rússneskra yfirvalda
um að senda þeim sýni af eitrinu, sem notað var, svo
þau gætu sagt álit sitt á því. Þessi viðbrögð leiðtogans
mæltust illa fyrir í þinginu og var óánægjan veruleg í
flokki Corbyns sjálfs. Skoðanakannanir í kjölfarið
sýndu að yfirgnæfandi meirihluti bresku þjóðarinnar
var ánægður með framgöngu May og að sama skapi
hneykslaður á framgöngu Corbyns. Leiðtoginn hefur
því tekið til við að draga í land með yfirlýsingar sínar
og segir nú að vissulega séu mestar líkur á því að Rúss-
land hafi staðið fyrir árásinni.
En mótrökin?
Þeir sem segja fljótaskrift á niðurstöðunni um aðild
Rússa og Pútíns sérstaklega segja að sannanir séu enn
af skornum skammti og ásakanir og aðgerðir á þeim
byggðar séu eingöngu fengnar með getgátum sem
bresk yfirvöld segi að vísu vera óyggjandi. En fyrst
viðurkennt sé að aðeins sé um líkindi að tefla en ekki
sannanir megi einnig draga fram þá þætti sem minnki
augljóslega þær líkur. Litvinenko, sem nær örugglega
hafi verið myrtur af Rússum, hafi verið njósnari
Rússa. Hann hafi fengið hæli í Bretlandi, hafið sam-
starf við bresku leyniþjónustuna og gefið út bækur um
starfsemi sinna gömlu yfirmanna og einnig veist þar að
núverandi stjórnvöldum.
Rússar hafi hins vegar sjálfir flett ofan af Skripal
njósnara og dæmt hann í 13 ára fangelsi fyrir svik hans
og þjónkun við óvinaríki. Stjórnvöld í Kreml hafi síðan,
að eigin ákvörðun, afhent hann Bretum í víðtækum
njósnaraskiptum sem fram fóru í Austurríki. Skripal
hafi þá ekki lengur búið yfir neinum gagnlegum upp-
lýsingum og hafi, ólíkt Litvinenko, haft sig hægan og
haldið sig til hlés í Bretlandi.
Pútín sé gamall njósnaforingi og hann viti því betur
en aðrir að menn afhendi ekki fanga í fangaskiptum og
sendi síðan menn á eftir þeim til að drepa þá. Slíkir
samningar verði að halda, það sé jafn mikilvægt fyrir
báða. Þá sé fráleitt að ætla að Pútín hafi gefið fyrir-
mæli um að láta drepa Skripal fáeinum vikum fyrir for-
setakosningar í Rússlandi og tekið áhættuna af því að
setja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í uppnám,
sem Rússland hafi varið miklum fjármunum til að und-
irbúa myndarlega. Mótið sé mjög mikilvægt, bæði fyr-
ir heiður Rússlands og Pútíns, ekki síst eftir það sem
gerðist varðandi Ólympíuleikana og afleiðingar þess á
Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu.
Eftir morðárásina á Litvinenko hafi Bretar átt
myndir af gerendum sem hröðuðu sér til Rússlands og
tengdu þannig árásina við landið með ótvíræðum
hætti. Ekkert slíkt hafi enn fundist í síðara tilvikinu,
þótt líklegt sé að Skripal-feðginin ættu að geta hjálpað
til við þann þátt rannsóknarinnar haldi bati þeirra
áfram. Bresk yfirvöld segjast gefa lítið fyrir skýringar
af þessu tagi enda vegi þær létt í samanburði við alla
þá þætti sem hljóti að vera afgerandi um mat á því
hvar sök á eiturefnaárásinni sé að finna. Hún sé, ásamt
árásinni á Litvinenko, fyrsta eiturefnaárás í Evrópu
frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.
Nýtt kalt stríð?
Kalda stríðið var sinnar eigin gerðar og stóð í nærri
hálfa öld. Sambúð Vesturlanda við Rússland nú er allt
annarrar gerðar. En hitt er rétt að það blása sífellt
kaldranalegri vindar og það er erfitt að sjá að nokkur
verði betur staddur herðist sá kuldi enn.
Og því miður virðist sama hljóðið í öllum nú og hjá
veðurfræðingum framan af þessu ári. „Því miður eru
djúpar lægðir eða hæðir yfir Grænlandi svo langt sem
við sjáum.“
Á sínum tíma er sagt að sr. Bjarni hafi brugðist
þannig við veðurfregnum: „Hæð er yfir Grænlandi.
Biskupinn yfir Íslandi. Verður þá vont veður?“
Þessum veðurfregnum má breyta þannig: „Trump
ræður Vínlandi. Pútín ráðskast í Rússlandi. Vandi er
um slíkt að spá.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Kalda stríðið var sinnar eigin gerðar
og stóð í nærri hálfa öld. Sambúð
Vesturlanda við Rússland nú er allt ann-
arrar gerðar. En hitt er rétt að það blása
sífellt kaldranalegri vindar og það er erfitt
að sjá að nokkur verði betur staddur
herðist sá kuldi enn.
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31