Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 8
CYNTHIA ELLEN NIXON fæddist 9. apríl 1966 og er því 52 ára. Hún er þekkt leikkona, ekki síst fyrir hlutverk sitt í Beðmálum í borginni, en nú síð- ast hefur hún vakið athygli fyrir pólitískt framlag sitt; 19. mars síðastliðinn tilkynnti hún að hún ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra í New York gegn sitjandi ríkistjóra, Andrew Cuomo. Nixon er borin og barnfædd á Manhattan. Hún er einbirni og foreldrar hennar eru báðir látnir, en hún er af enskum og þýskum ættum. Hún gekk í Hunter College sem unglingur og fór síðan í Barnard College, sem er hluti af Columbia University. Nixon var leikkona strax á barnsaldri og þurfti oft að taka frí frá skóla til að taka þátt í kvikmyndum og leika á sviði. Hún borgaði líka fyrir háskólanám sitt með leiklistinni. Fyrsta hlutverk hennar á skjánum var þegar hún var 12 ára gömul en fyrsta aðalhlutverkið var á móti Kristy McNichol og Tatum O’Neal í Little Darlings (1980). Fyrsta hlutverkið hennar á Broadway var árið 1980 sem Dinah Lord í The Philadelphia Story. Hún hefur alla tíð síðan skipt tíma sínum á milli sviðsins, hvíta tjaldsins og sjónvarpsins. Tvö leikrit á sama tíma Á fyrsta ári sínu í háskóla árið 1984 lék hún í tveimur leikritum sem slógu í gegn á Broadway, en báðum þeirra var leikstýrt af Mike Nichols. Þetta voru leikritin The Real Thing, þar sem Nixon lék dóttur Jeremy Irons og Christine Baranski, og Hurly- burly, þar sem hún lék unga konu sem lendir í ósiðsamlegum framleið- endum í Hollywood. Aðeins tvær göt- ur skildu leikhúsin að, svo að hún gat hlaupið á milli þeirra, en hlutverk hennar voru fremur stutt í báðum verkunum. Hún hefur átt farsælan feril sem leikkona og því kom það mörgum á óvart að hún skyldi hella sér út í stjórn- málin með þeim krafti sem hún hefur gert; fyrst sem baráttukona fyrir rétt- tindum LGBTQ-hópsins og síðan fyrir því að allir eigi rétt á góðu námi. Hún hefur líka beitt sér fyrir málefnum kvenna í heilbrigðiskerfinu, en sjálf greindist hún með brjóstakrabbamein í október 2006. Hún ákvað að segja ekki strax frá veikindunum opinberlega en gerði það í viðtali í þættinum Good Morning America í apríl 2008. Vill berjast gegn Trump Nixon segir að ástæða þess að hún sé að láta til sín taka í stjórnmálum sé að hún vilji berjast gegn þeim gildum sem Donald Trump boðar í embætti sínu sem forseti Bandaríkjanna. Hún eins og svo margir varð fyrir áfalli þegar Trump náði kjöri. Hún hafði tekið þátt í mótmælagöngum og þess háttar en fannst það ekki nóg. „Ég fékk á tilfinninguna að stjórnmál væru orðin per- sónulegri,“ sagði hún í samtali við New York Magazine. „Mér fannst að ef við vildum berjast gegn Trump þyrftum við að gera allt sem í okkar valdi stæði til að taka þátt. Þar á meðal að gefa kost á okkur til embættisstarfa,“ sagði hún. Henni fannst Cuomo ríkisstjóri ekki vera mikið betri en Trump þó að hann væri demókrati. „En í New York ríkir meiri ójöfnuður en í nokkru öðru ríki í Bandaríkjunum og þetta bil hefur bara aukist í ríkisstjóratíð Andrew Cuomo,“ sagði Nixon, sem ætlar sér að breyta þessu. Kosið verður 6. nóvem- ber. ingarun@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018 ÁSTIN Nixon var í sambandi með kennaranum Danny Mozes frá 1988-2003. Þau eiga tvö börn sam- an, Samönthu (f. 1996) og Charles Ezekiel (f. 2002). Árið 2004 byrjaði hún síðan í sambandi með bar- áttukonunni Christine Marinoni. Þær trúlofuðu sig í apríl 2009 og gengu síðan í hjónaband 27. maí árið 2012. Marinoni fæddi þeim síðan soninn Max Ell- ington árið 2011. Hvað kynhneigð sína varðar sagði Nixon í viðtali árið 2007: „Mér finnst ég ekki hafa breyst. Ég hef ver- ið með karlmönnum allt mitt líf og ég hafði aldei ver- ið ástfangin af konu. En þegar það gerðist var það ekkert skrýtið. Ég er bara kona sem elska aðra konu,“ sagði hún. Marinoni hefur sérstaklega barist fyrir mennta- málum og almenningsskólum en líka fyrir réttindum LGBTQ-fólks. Hún starfaði fyrir borgarstjóra New York-borgar, Bill de Blasio, en sagði starfi sínu lausu skömmu áður en Nixon tilkynnti að hún ætlaði að bjóða sig fram til ríkisstjóra. AFP Finnst hún ekkert hafa breyst Nixon og Marinoni. SJÓNVARP Nixon er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Miranda Hobbes í hinum vinsælu þáttum HBO Beð- málum í borginni (Sex and the City) sem voru framleiddir á árunum 1998- 2004. Hún fékk Emmy-verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í gamanþáttum árið 2004. Þættirnir segja frá Miröndu og vinkonunum Carrie Bradshaw (Sarah Jessica Par- ker), Charlotte York (Kristin Davis) og Samantha Jones (Kim Cattrall). Sögusviðið er New York og efniviður- inn ástarlíf, sambönd og frami vin- kvennanna. Tvær kvikmyndir sam- nefndar þáttunum voru framleiddar síðar. Miranda í Beðmálum Miranda (Nixon) og Carrie (Parker) í Beðmálum í borginni. BARÁTTUMÁL Eitt af bar- áttumálum Nixon er að lög- leiða notkun kannabisefna til eigin nota. Hún segir þetta vera nauðsynlegt skref til að berjast gegn kynþáttamismunum. Hún segir að 80% þeirra sem eru handteknir í New York í tengslum við notkun marijúana séu svartir eða af suður- amerískum uppruna þrátt fyrir að notkun efnisins sé álíka mikil hjá þessum hópum og hvítu fólki. Samkvæmt skoð- anakönnunum eru 62% skráðra kjósenda í New York sammála Nixon. Í sviðsljósi fjölmiðla. AFP Baráttukona í borginni Nixon tilkynnti 19. mars að hún ætlaði að bjóða sig fram til rík- isstjóra New York. Mynd frá Tony-viðburði 2017. Glæsilega klædd á rauða dreglinum á Tony-verðlaunahá- tíðinni 2017. ’Mér fannst að ef við vildumberjast gegn Trump þyrftum viðað gera allt sem í okkar valdi stæðitil að taka þátt. Þar á meðal að gefa kost á okkur til embættisstarfa. Vill lögleiða kanna- bisefni ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.