Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Page 12
ur leit mátti sjá afleiðingar stríðsins. Heilu hverfin
voru rústir og gígar í vegunum eftir sprengjur sem
hafði verið varpað úr fjöllunum um kring. Við töl-
uðum við fólk sem hafði misst sína nánustu í til-
gangslausum morðum. Heilu fjölskyldurnar höfðu
verið þurrkaðar út. Sorgin lá yfir borginni eins og
ský.
Ég man eftir því að hafa staðið í kirkjugarðinum í
Sarajevo með kökkinn í hálsinum, horfandi yfir enda-
lausar breiður af leiðum. Þetta var ekki bara kirkju-
garður, heldur líka tveir fótboltavellir sem höfðu ver-
ið teknir undir fórnarlömb þessa hræðilega stríðs. Á
krossunum voru dagsetningar, nema það vantaði á
flest leiðin töluna 9. Hún kláraðist.
Ég man eftir því að hafa staðið þarna og fundið
fyrir þrúgandi samviskubiti yfir því að hafa aldrei svo
mikið sem nennt að kynna mér um hvað þetta sner-
ist. Fyrir að hafa ekki hlustað á allar þessar fréttir
og ekki gert neitt til að láta einhvern vita að mér
stæði ekki á sama.
Að sama skapi kenndi þetta mér að fréttir eiga að
snúast um fólk. Ekki hershöfðingja, staði og ein-
hverja pótintáta hjá ESB og Sameinuðu þjóðunum.
Ekki fréttir af fundum þjóðarleiðtoga og ráðstefnum
á fínum hótelum. Þær segja okkur ekki neitt um það
hversu ömurleg stríð eru.
Að standa yfir gröfum barna á aldur við manns
eigin segir manni líka hvað maður er vitlaus og eig-
ingjarn að leyfa sér að vera alveg sama.
Næst þegar við heyrum fréttir af stríði, hvort sem
það er í Sómalíu, Sýrlandi eða Súdan, skulum við
hafa hugfast að stríð snýst um fólk. Oftast fólk sem
hefur ekkert gert af sér, vildi ekkert hafa með stríð
gera og syrgir börnin sín. Alveg eins og við.
Frá því ég man eftir mér hef ég hlustað á fréttiraf stríði og borgarastyrjöldum um allan heim.Frá Ísrael til Afganistan. Frá Suður-Afríku til
El Salvador. Á stöðum sem ég vissi ekki að væru til,
eins og Falklandseyjar og Nagorno Karabakh.
Lengi vel voru þessar fréttir allar eins. Þungbúinn
þulur að segja mér að einhver hópur hefði náð ein-
hverju þorpi á sitt vald og svo og svo margir hefðu
fallið í loftárásum. Andlitslaust fólk í fjarlægum lönd-
um. Og smám saman myndast mótefni við þessum
fréttum og þær hætta að heyrast. Vopnaskak verður
að suði sem hreyfir ekki við manni enda mest dap-
urleg tölfræði í bland við framandi landafræði. Suð.
Ég var kominn á þann stað að bara orðið Ísrael
náði að slökkva á flestum skilningarvitum og eins vel
og ég fylgdist með fréttum hefði ég ekki getað sagt
um hvað fréttin væri. Jafnvel þótt ég hefði lesið hana
sjálfur.
Þetta breyttist allt í nóvember 1996. Þá, fyrir al-
gjöra tilviljun, fór ég með í ferð til Bosníu sem var
skipulögð til að færa stúdentum námsgögn sem hafði
verið safnað á Íslandi. Ég var búinn að heyra þúsund
fréttir en þurfti samt að fletta því upp til að vita al-
mennilega um hvað þessi blóðuga styrjöld snerist.
Umsátrið um Sarajevo hafði staðið í tæp fjögur ár og
nú var loksins kominn á friður.
Það var útgöngubann í borginni og hvert sem mað-
Stríðsónæmi
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Á krossunum voru dagsetningar, nema þaðvantaði á flest leiðin töluna 9. Hún kláraðist.
VETTVANGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
Tómleiki hið innra
„Mér sýnist einhver tómleiki vera
innra með honum og þörf fyrir við-
urkenningu sem ég hef aldrei séð hjá
fullorðinni manneskju.“
James Comey, fyrrverandi forstjóri
bandarísku alríkislögreglunnar, um
Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Versti forstjóri sögunnar
„Hinn flugháli James Comey, maður sem
alltaf fer illa fyrir og er úti á túni (hann er
ekki klár!) verður í sögulegu samhengi
metinn sem versti forstjóri FBI, lang-
versti.“
Donald Trump Bandaríkja-
forseti um James Comey.
Ég skal þjálfa hunda
„Mér finnst þetta spennandi verkefni. Fyrir
mér skiptir engu máli hvort ég þjálfa karla eða
konur. Ég skal þjálfa hunda eða mótorhjól sé
því að skipta. Þjálfun er þjálfun.“
Sebastian Alexandersson, nýráðinn þjálfari
kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta.
Engin efnavopn, takk
„Við megum ekki leyfa því að gerast að notkun
efnavopna verði eðlileg, hvort sem það er í Sýr-
landi, á götum Bretlands eða annars staðar.“
Theresa May, forsætisráðherra Breta.
Hressir leiðtogar
Vel fór á með Jacindu Ardern,
forsætisráðherra Nýja-Sjálands,
og Angelu Merkel Þýskalands-
kanslara, þegar þær stungu saman
nefjum í vikunni.
AFP
VIKAN SEM LEIÐ
UMMÆLI VIKUNNAR
„Ég er svo vel menntuð að ég geri
mér grein fyrir að við erum villi-
menn, en í villimennskunni býr
þróttur.“
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Trjáklippur
Mikið úrval af trjáklippum,
greinaklippum og
greinakurlurum.
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu