Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Blaðsíða 26
Nýlega fórum við Vera Páls-dóttir ljósmyndari í heim-sókn í höfuðstöðvar Swar-
ovski-fyrirtækisins í París.
Eins og margir vita er Swarovski
fyrirtæki sem framleiðir kristal.
Kristallinn er notaður til margra
hluta; Swarovski framleiðir kristalla
til að nota í tískuvörur, en er einnig
með eigin skartgripaframleiðslu.
Skartgripirnir frá fyrirtækinu eru
seldir út um allan heim, til dæmis í
stórmagasínum og fríhöfnum.
Yfirmaður hönnunar skartgripa-
deildarinnar er íslenskur, Ragnar
Hjartarson að nafni. Hann er búinn
að vinna mjög lengi í lúxusbrans-
anum í París, meðal annars hjá tísku-
húsum á borð við Cartier, Hermes og
Boucheron, og hjá Georg Jensen í
Kaupmannahöfn. Við báðum hann
um að taka á móti okkur og sýna okk-
ur smávegis af þessu merka fyr-
irtæki.
Merkileg saga
Danile Swarovski var frá Bæheimi, í
Tékkóslóvakíu, þar sem faðir hans
rak lítið glerskurðarfyrirtæki. Þetta
svæði var búið að að vera lengi fram-
arlega í gler- og kristalsframleiðslu í
Evrópu. Hann fór að gera tilraunir
með að búa til litla kristalla, eins og
demanta, og fékk einkaleyfi á því.
Hann flutti starfsemina til Týrol í
Austurríki 1895.
Kristall var auðvitað löngu kominn
til sögunnar, til dæmis fyrir glös og
ljósakrónur, en Daniel Swarovski
hannaði tæki sem skáru kristal á
miklu fíngerðari hátt.
Síðan tók hann þátt í heimssýning-
unni í París árið 1900, og þá fór hann
að vinna með þekktustu kjólahönn-
uðum þeirra tíma, englendingnum
Charles Frederic Worth og frakk-
anum Jeanne Paquin.
Eftir það fór allur franski tísku-
heimurinn að nota kristalla á föt og
aðra tískuvöru. Þessir kristallar urðu
vinsælir strax og þeir komu á mark-
aðinn fyrir um það bil 120 árum.
Síðan hafa nánast allir tískuhönn-
uðir heims notað þessa kristalla.
Ragnar Hjartarson á skrifstofu sinni. Kristals-
gluggatjöld í baksýn. Mikki mús til vinstri þakinn
kristöllum. Helmingi minni Mikki kostar um það
bil 8.000 evrur eða eina milljón íslenskra króna.
Töfraskógur
Swarovski
Flestir kannast við fyrirtækið Swarovski sem
framleiðir kristal í tískuvöru og skartgripi.
Yfirmaður hönnunar skartgripadeildar
Swarovski er Íslendingurinn Ragnar Hjartarson
sem er búsettur í París
Texti: Sigrún Úlfarsdóttir Ljósmyndir: Vera Pálsdóttir
Eyrnalokkar, já þetta er par, úr hringlaga
línunni. Sem er líka fyrir næsta vetur.
Veggfóðrið með glitrandi töfraskógi.
Veturinn 2018-19 verður svona.
Þessi taska kemur úr Atelier Swarovski. Hún
er fyrir sumarið 2018 og er eftir Jason Wu.
Tvær hálsfestar úr einni línunni sem
er búin til úr hringjum.
Þessi uppstilling
er fyrir línuna
næsta vetur.
Þegar við göngum inn tökum við eftir
ljósakrónu úr kristal. Nútímaleg
hönnun á kristalsljósakrónu. Það eru
margar svona í þessu rými.
Nærmynd af hinum mjög svo glam-
úrlegu kristalsgardínum.
Bleikrauðar keðjur fyrir næsta vetur.
Þær virka fljótt á litið eins og þær sé
úr flaueli. En ef skoðað er betur kem-
ur í ljós að þær eru þaktar óteljandi
kristöllum, sumum örsmáum og öðr-
um aðeins stærri.
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
Tilkynnt var í vikunni að ítalska tískuhúsið Moschino myndi hanna
línu fyrir fataframleiðandann H&M. Línan er væntanleg í verslanir
8. nóvember næstkomandi.
Moschino hannar fyrir H&M