Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Page 36
SJÓNVARP Breska sjónvarpskonan Holly Willoughby
spyr sig í samtali við The Guardian hvort #metoo-
byltingin sé þegar um garð gengin. Hún fór að velta
þessu fyrir sér kvöldið sem Brit-verðlaunin voru haldin
fyrir skemmstu. Karlar og konur mótmæltu kynbundnu
ofbeldi kröftuglega á hátíðinni en þegar Willoughby fór
út að skemmta sér með söngkonunni Ritu Ora og fleiri
vinkonum sínum á eftir sátu ljósmyndarar, svokallaðir
papparassar, fyrir þeim með vélar sínar lágt á lofti í
þeirri von að ná myndum upp undir pils kvennanna.
Ekkert hafði með öðrum orðum breyst. Willoughby
ofbauð og fjallaði um málið á Instagram. „Þetta er
ekki í lagi og á ekki að vera í lagi,“ sagði hún og
fékk mikið lof fyrir. En líka bágt: „Af hverju varstu í
svona stuttu pilsi?“
Mynda upp undir pilsin
Sjónvarps-
konan Holly
Willoughby.
AFP
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
LESBÓK
MÁLMUR Aðdáendur Judas Priest fengu
óvæntan glaðning á dögunum þegar gítar-
leikarinn Glenn Tipton steig á svið með band-
inu í uppklappi í Bandaríkjunum, og tók þrjú
síðustu lögin með félögum sínum. Tipton,
sem stendur á sjötugu, upplýsti fyrr á þessu
ári að hann væri með parkinsons-sjúkdóminn
og gæti fyrir vikið ekki túrað meira en hann
gekk til liðs við þá prestunga árið 1974. Tip-
ton á ennþá formlega aðild að bandinu en
Andy Sneap leysir hann af hólmi á tónleikum.
Judas Priest er nú að túra nýja plötu, Fire-
power, og gæti Tipton átt eftir að birtast
endrum og sinnum á sviðinu.
Tipton birtist óvænt á sviðinu
Glenn Tipton og Rob Halford, söngvari Priest.
AFP
Ævar Þór Benediktsson er duglegur
að gera efni fyrir börn.
Barnaverðlaun
RÚV Bein útsending verður á
sunnudagskvöldið kl. 19:45 frá há-
tíð, þar sem verðlaunað verður það
sem vel var gert í barnamenningu á
Íslandi árið 2017. Sögur verða í for-
grunni enda eru þær allt í kringum
okkur. Þær eru í tónlistinni, á leik-
sviðunum, í kvikmyndahúsunum, í
sjónvarpinu og í bókunum. Sögur
fyrir og eftir krakka verða verð-
launaðar og krakkarnir sjálfir ráða
ferðinni, því þeir kjósa það sem
þeim fannst bera af á seinasta ári.
RÁS 1 Hug-
myndasaga full-
veldisins er tíu
þátta röð sem
fjallar um fyrstu
öld fullveldis Ís-
lendinga í ljósi
hugmyndasög-
unnar. Í hverjum
þætti eru tilteknir
hugmyndastraumar fullveldissög-
unnar raktir til fortíðar og fram-
tíðar með hliðsjón af einum
ákveðnum viðburði sem telja má til
marks um þær hugmyndir sem um
ræðir. Á mælistiku slíkrar hug-
myndasögu eru hundrað ár örstutt-
ur tími og leitað er fanga víða. Um-
sjón hefur Marteinn Sindri Jónsson
og næsti þáttur er á dagskrá á laug-
ardag kl. 17.
Hugmyndasaga
Marteinn Sindri
Jónsson
STÖÐ 2 Ellen’s Game of Games
kallast leikja- og skemmtiþættir í
umsjón spjallþáttadrottningarinnar
Ellen DeGeneres sem sýndir eru á
laugardagskvöldum. Í hverjum
þætti keppa lið í fjölbreyttum og
frumlegum leikjum og þrautum í
von um að hreppa væna peninga-
upphæð. Leikirnir og þrautirnar
eru áhorfendum kunnar úr spjall-
þáttum Ellenar sjálfrar.
Ellen DeGeneres er alltaf hress.
Leikið við Ellen
Hann er orðinn 103 ára en ernog á róli. Reykir pípu ogfær sér viskí og ákavíti.
Segir það halda sér heilbrigðum og
harðneitar að taka öll lyf sem honum
eru rétt.“
Þannig lýsir kvikmyndagerðar-
maðurinn Helgi Felixson söguhetj-
unni í sjónvarpsmyndinni Fyrstu 100
árin eru verst sem hann er að leggja
lokahönd á, Ib Árnasyni Riis, sem
þekktastur er fyrir að hafa verið
gagnnjósnari Breta á Íslandi í seinni
heimsstyrjöldinni.
Ib er íslenskur, ættaður frá Ísa-
firði, en ólst upp í Danmörku. Eftir
stríð settist hann að í Bandaríkj-
unum og býr þar enn. Helgi hitti
hann fyrst árið 2006 og hefur verið í
reglulegu sambandi við hann síðan.
„Myndin byggir á fjórum heimsókn-
um til hans í Kaliforníu og í henni
segir hann sína sögu,“ segir Helgi, en
þess má geta að þeir Ib eru blóð-
tengdir. Faðir Ibs og afi Helga voru
bræðrasynir.
Talar fína íslensku
Helgi segir Ib hafa farið lítillega aft-
ur á þessum tólf árum sem þeir hafa
verið í sambandi en hann sé þó
merkilega brattur miðað við aldur og
fyrri störf. „Hann segir fyrstu 100
árin hafa verið verst; allt eftir það
hafi bara verið gott,“ segir Helgi
hlæjandi. Ib talar fína íslensku, sér-
staklega í ljósi þess að hann hefur
ekki búið hér á landi í meira en sjö
áratugi, en samtölin í myndinni fara
eigi að síður fram á ensku enda Ib
liðugri á þeirri tungu.
„Fókusinn í myndinni er á stríðið.
Úr því hann talaði íslensku þótti
Þjóðverjum upplagt að senda Ib
hingað til að njósna fyrir sig. Hann
var því skólaður til, drifinn í kafbát
og skotið á land á Langanesi í mars-
mánuði 1942. Í myndinni ræði ég
meðal annars við manninn sem tók á
móti honum þar, Jósep Friðriksson
frá Felli. Náði því áður en hann lést.
Hann gaf góða lýsingu á því hvernig
Ib var á sig kominn þegar hann knúði
dyra á Felli,“ segir Helgi.
Við komuna til Íslands gaf Ib sig
strax fram við Breta og var í fram-
haldinu sendur með skipi til Bret-
lands, þar sem hann var skólaður til í
gagnnjósnum. Að því búnu sneri
hann aftur til Íslands og dvaldist hér
á landi uns stríðinu lauk. Þjóðverja
virðist ekki hafa grunað neitt, alltént
verðlaunuðu þeir Ib fyrir vel unnin
störf í stríðslok.
Ekki voru allir sannfærðir um heil-
indi Ibs og löngu síðar gerðu breskir
fjölmiðlar því skóna að hann hefði átt
þátt í því að skipalestinni PQ 17 var
grandað á Atlantshafi. Ib hafnar því
alfarið og rök miðlanna voru síðar
hrakin. Í myndinni skoðar Helgi líka
meint tengsl Ibs við Goðafossmálið,
innrásina í Normandí og fleira. „Ib
var virkur í því að koma í veg fyrir
skotárásir þýskra kafbáta á íslensk
fiskiskip. Hann segir hlutverk sitt
hafa verið að senda skilaboð, stund-
um skildi hann þau og stundum ekki.
Það var óþægilegt fyrir hann að vita
ekki hvaða afleiðingar þær sendingar
kynnu að hafa en eins og við þekkjum
var mörgum mannslífum fórnað í
seinni heimsstyrjöldinni.“
Fékk bágt fyrir
Að sögn Helga fékk Ib bágt fyrir
störf sín, bæði hjá Íslendingum og
Bretum í stríðslok og svíður það enn.
Þá mun launagreiðslum hafa verið
ábótavant. „Skýringin á því er óljós
og Ib hefur aldrei áttað sig á þessu
viðmóti. Honum þótti, eins og fleir-
um, Bretarnir stífir í framkomu en
minnist Bandaríkjamannanna með
meiri hlýju. Vatnaskil hafi orðið þeg-
ar þeir tóku yfir varnir landsins,“
segir Helgi.
Myndin um Ib Árnason Riis
er um klukkustund að lengd.
Hún verður frumsýnd í Rík-
issjónvarpinu en ekki ligg-
ur fyrir hvenær.
Ib Árnason Riis með eiginkonu
sinni, Sigrúnu Þórarinsdóttur,
sem lést fyrir nokkrum árum.
Ljósmynd/Helgi Felixson
Persónulegir hagir Ibs Árna-
sonar Riis fléttast inn í mynd-
ina, en hann var giftur ís-
lenskri konu, Sigrúnu
Þórarinsdóttur, og eignuðust
þau fjögur börn. Sigrún kem-
ur við sögu í myndinni, en
hún lést fyrir fáeinum árum.
Eftir stríðið ætlaði Ib til
Danmerkur en hætti við, þar
sem honum leist ekki á
ástandið. Þess í stað lá leið
hans til Kanada og þaðan til
Kaliforníu, þar sem hann hef-
ur búið allar götur síðan.
Hann starfaði lengst sem
safnstjóri á skútu í San Franc-
isco. Ib hefur haldið góðu
sambandi við Ísland
og komið hingað
reglulega.
Árið 1991 kom
út bók um hann,
Gagnnjósnari
Breta á Íslandi,
eftir Ásgeir
Guðmundsson
sagnfræðing.
Kvæntist ís-
lenskri konu
Helgi Felixson.
Fyrstu 100 árin eru verst
Helgi Felixson er að leggja lokahönd á sjónvarpsmynd um Ib Árnason Riis, 103 ára gamlan Íslending,
búsettan í Bandaríkjunum, sem var gagnnjósnari Breta á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is