Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Ljósmyndir
Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Magnús Geir Þórðarson, útvarps-
stjóri, segir RÚV hafa staðið frammi
fyrir erfiðum valkostum þegar
ákveðið var að
ráðum lögfræð-
inga félagsins að
greiða Guðmundi
Spartakusi Óm-
arssyni 2,5 millj-
ónir í málskostn-
að og bætur út af
fréttaflutningi
RÚV vegna til-
tekinna ummæla í
fréttum af málum
hans í upphafi árs
2016. Fram hefur komið að sam-
kvæmt samkomulaginu viðurkennir
RÚV ekki sekt í málinu. Fréttirnar
vörðuðu meinta aðild Guðmundar að
fíkniefnamáli.
Spurður hvers vegna RÚV samdi
við Guðmund rifjar útvarpsstjóri upp
sögu málsins. „Á sínum tíma höfðu
verið fluttar nokkrar fréttir á árinu
2016 af þessu máli í RÚV og reyndar
öðrum miðlum. Þær byggðust að
miklu leyti á umfjöllun erlendra fjöl-
miðla en einnig erlendum heimildar-
manni. Síðar stefnir Guðmundur
RÚV og fleirum vegna þessa. Megnið
af því sem fram kom í fréttum um
málið byggðist á heimildum sem
höfðu birst opinberlega en þegar til
átti að taka kemur í ljós að heimild-
armaður RÚV er ekki tilbúinn til að
staðfesta ummæli sín með formleg-
um hætti, sem sneru að nokkrum til-
teknum atriðum í þessum fréttum.“
Sönnunarbyrðin var aukin
Magnús Geir rifjar upp að á sama
tíma hafi eldra mál frá árinu 2012 far-
ið fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu sem hnykkti á sönnunarbyrði og
dómaframkvæmd. Þar komu Svavar
Halldórsson, fréttamaður RÚV, og
Jón Ásgeir Jóhannesson athafna-
maður við sögu.
„Þar var hnekkt á dómafram-
kvæmd og sönnunarbyrðin aukin á
fjölmiðlunum. Í því tilviki var RÚV
dæmt í óhag. Lögfræðingar okkar-
töldu því að líkurnar á því að stofn-
uninyrði dæmd fyrir þessi tilteknu
atriði hefðu aukist verulega. Það var
því mat lögfræðinganna að það væri
heppilegra að semja í stað þess að
fara með málið fyrir dóm með öllu
sem því fylgir. Af þeim sökum, ekki
síst í ljósi þessarar nýju dómafram-
kvæmdar, væru líkur á því að RÚV
yrði sakfellt fyrir að geta ekki sannað
tilteknar heimildir í fréttaflutningn-
um. Í því fólst þó ekki viðurkenning
RÚV á því að fréttirnar væru rang-
ar.“
Væri í hlutfalli við kostnaðinn
„Með þessu samkomulagi var mál-
ið látið niður falla og gengið frá þess-
ari sátt. Lögfræðingar RÚV töldu að
upphæðin sem samið var um væri ná-
lægt samanlögðum málskostnaði og
mögulegri sekt,“ segir Magnús Geir.
Spurður hvað honum finnist um
þessa ákvörðun sem útvarpsstjóri,
nú þegar litið er um öxl, segir Magn-
ús Geir þetta „mjög flókið mál“. „Í
raun stóð RÚV frammi fyrir tveimur
slæmum kostum. Það eru rök fyrir
því að fara þessa leið og þá var mál-
inu lokið. Það var auðvitað horft til
þess að þessi heimildarmaður var
ekki tilbúinn til að staðfesta þessa
frásögn sína,“ segir Magnús Geir
sem telur aðspurður þetta hafa verið
það illskásta í stöðunni og bætir við
„að betra hefði verið að gera grein
fyrir forsendum samkomulagsins um
leið og það var gert en slíkt hefði ver-
ið í anda gagnsæis og upplýstrar um-
ræðu“.
Skapar ekki fordæmisgildi
Spurður hvort þessi afgreiðsla
skapi fordæmi, og hvort RÚV muni
hugsanlega fara þessa leið síðar,
kveðst Magnús Geir ekki líta svo á.
„Við munum rýna og draga lær-
dóm af þessu máli eins og öðrum sem
við þurfum að takast á við. Frétta-
stofan mun hér eftir sem hingað til
leggja höfuðáherslu á að vernda
heimildarmenn sína.“
RÚV valdi milli slæmra valkosta
Útvarpsstjóri segir RÚV hafa staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun í máli Guðmundar Spartakusar
Lögfræðingar hafi talið sáttaleið besta kostinn Heimildarmaður hafi ekki viljað staðfesta viss atriði
Magnús Geir
Þórðarson
Sunna Ósk Logadóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Þjóðskrá Íslands skoðar nú ástæður
þess að sautján manns fluttu lög-
heimili sitt í Árneshrepp, fámenn-
asta sveitarfélag landsins, dagana
24. apríl til 4. maí. Kjörskrárstofn
vegna komandi sveitarstjórnarkosn-
inga miðast við 5. maí. „Ástæðan
fyrir því að stofnunin fer að skoða
málið er hvað þetta er mikið á stuttu
tímabili og teknar voru til skoðunar
skráningar sem komu þessar síðustu
tvær vikur fyrir viðmiðunardag
kjörskrár,“ segir Ástríður Jóhann-
esdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Þjóðskrár Íslands og staðgengill
forstjóra stofnunarinnar, við mbl.is.
Oft er meira um lögheimilisflutn-
inga rétt fyrir kosningar en í annan
tíma. Skýringin getur þá verið að
fólk hefur flutt en láðst að flytja lög-
heimili sitt og vill kjósa þar sem það
er búsett. Sakir þess hve margir
hafa flutt sig í Árneshrepp að und-
anförnu vildi Þjóðskrá þó kanna
málið betur, það er í samræmi við
hlutverk sitt.
Lögmannsstofan Sókn hefur ritað
minnisblað vegna málsins að beiðni
oddvita Árneshrepps. Þar segir að
lögheimilisflutningarnir beri með
sér að vera „málamyndaskráningar“
vegna væntanlegra sveitarstjórnar-
kosninga. Eðlilegt sé að fylgjast
framvindu mála hjá Þjóðskrá og
boða hreppsnefndarfund þegar
stofnunin hefur fjallað um skráning-
arnar. Miðað við það þarf hrepps-
nefnd að fella fólk út af kjörskrá til
samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár
Íslands. Næsti fundur hreppsnefnd-
ar hefur verið boðaður nk. þriðju-
dag.
Af þeim rúmlega 40 sem höfðu
lögheimili í Árneshreppi í vetur
dvaldi um helmingur þar að jafnaði.
Spurð hvort Þjóðskrá muni almennt
óska eftir gögnum frá þessum hópi
og fara fram á sönnun á fastri bú-
setu samkvæmt skilgreiningu lag-
anna segist Ástríður Jóhannsdóttir
ekki geta svarað því nú.
Nýbúunum 17 í Árneshreppi voru
4. maí sl. send bréf þar sem þeir
voru beðnir um gögn sem sýni fram
á að núverandi lögheimilisskráning
sé rétt – það er að skráningin og
sannarleg búseta séu sín hvor hliðin
á sama peningnum. Á næstu dögum
mun Þjóðskrá fara yfir svör og gögn
og meta hvert mál fyrir sig.
Nýbúar útskýri skráningu
Óvænt fjölgun í Árneshreppi til skoðunar hjá Þjóðskrá
Heiðarbyggð
vinsælasta
nafnið
Heiðarbyggð er
líklegt nafn á
sameinað sveitar-
félag Sandgerðis
og Garðs. Það
fékk meirihluta
greiddra atkvæða
í fyrri umferð at-
kvæðagreiðslu
meðal íbúa.
Grunnskóla-
nemar höfðu einnig sett það efst í
skuggakosningu í skólunum.
Heiðarbyggð fékk 51,4% atkvæða
í fyrri umferðinni, Suðurbyggð
23,4%. Greidd eru atkvæði að nýju á
milli þessara tveggja tillagna. At-
kvæðagreiðslan er hafin og stendur
fram til miðnættis á fimmtudags-
kvöld. Atkvæðagreiðslan er ráðgef-
andi því sveitarstjórnin sem tekur til
starfa eftir kosningar ber endanlega
ábyrgð á nafngiftinni.
Þrjú önnur heiti voru í spilunum.
Útnesjabyggð sem Örnefnastofnum
mælti með féll úr leik með 15%
stuðning og Nesjabyggð og Ysta-
byggð fengu færri atkvæði.
Kjörsókn var fremur dræm því
aðeins liðlega 20% þeirra sem máttu
taka þátt greiddu atkvæði. Auk
kosningabærra íbúa geta allir fram-
haldsskólanemar og erlendir íbúar
verið með. helgi@mbl.is
Garður Hátíð hald-
in á Garðskaga.
Fjölmenni sótti Tæknidag Háskólans í Reykjavík
sem var í gær. Þar gafst fólki kostur á að kynna
sér eftirtekju verkefna og rannsókna sem unnið
sumar. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru
var vél sem brýtur saman þvott, lítil sjávar-
fallavirkjun og vélmenni í ýmsum útgáfum.
er að við tækni- og verkfræðideild skólans. Var
meðal annars kynntur Formula student-bíll sem
nemendur HR keppa í á Silverstone í Bretlandi í
Morgunblaðið/Valli
Heimasmíðaður Formúlubíll kynntur í HR
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á
sæti í stjórn RÚV. Hún var for-
maður stjórnar 2017-2018.
Hún segir útvarpsstjóra,
skrifstofustjóra RÚV og lög-
fræðing RÚV hafa tekið þessa
ákvörðun og svo kynnt hana
stjórninni. Stjórnin hafi síðan
samþykkt þessa niðurstöðu.
Kári Jónasson, formaður
stjórnar RÚV, segist ekki hafa
„komið nálægt þessu“. „Þetta
var ekki mál á minni vakt. Ég
veit um málið og hef ekki mynd-
að mér neina skoðun á þessu
máli,“ sagði Kári.
Stjórn RÚV
gaf samþykki
FYRRVERANDI FORMAÐUR