Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Í greinargerð með frumvarpi til
breytinga á tollalögum sem land-
búnaðarráðherra hefur lagt fram á
Alþingi í þeim tilgangi að leiðrétta
„ostaklúðrið“ sem svo hefur verið
nefnt er hvergi vísað til mistaka
við lagasetningu. Aðeins að ráð-
herra vilji verða við áliti meiri-
hluta atvinnuveganefndar þingsins
um að hraða innleiðingu á auknum
kvótum vegna innflutnings á sér-
ostum. Þess er ekki getið að sú
ósk var bundin skilyrðum um að
Evrópusambandið gerði það sama.
Samningur sem íslensk stjórn-
völd gerðu við Evrópusambandið
um aukna og gagnkvæma tolla á
landbúnaðarvörum í september
2015 var staðfest ári síðar með
samþykkt Alþingis á þingsálykt-
unartillögu. Þar var ákveðið að
kvóti á sérostum yrði aukinn úr 20
tonnum á ári í 230 tonn. Það átti
þó að gerast í áföngum þannig að
55 tonn bættust við árlega, í
fyrsta skipti í ár, þar til hámark-
inu yrði náð. Með sérostum er átt
við afurðir sem sérstaklega eru
verndaðir með tilliti til uppruna,
landsvæðis eða hefðbundinnar sér-
stöðu. Sem dæmi má nefna mjúk-
mygluostinn sem kenndur er við
héraðið Roquefort í Frakklandi og
harða ostinn Parmesan sem á upp-
runa sinn í kringum borgina
Parma á Ítalíu.
Lagabreyting fylgdi ekki sátt
Á sama tíma og Alþingi var að
fjalla um tollamálin var lögfesting
búvörusamnings ríkisins og bænda
til umræðu. Ostamálið snerti aug-
ljóslega þá hagsmuni sem búvöru-
samningurinn fjallaði um því þótt
þessir ostar séu ekki framleiddir
hér á landi eru frændur þeirra
framleiddir undir öðrum vöru-
merkjum, ekki síst í Búðardal.
Það var liður í einhverri sátt í
atvinnuveganefnd Alþingis við um-
fjöllun um búvörusamningana að
hraðað yrði innleiðingu á auknum
kvótum vegna innflutnings á sér-
ostum. Hún kæmi öll til fram-
kvæmda á fyrsta ári gildistíma
samningsins, það er að segja á
þessu ári. Þetta var gert með til-
mælum til ráðherra en tolla-
frumvarpinu ekki breytt. Því var
samhliða beint til ráðherra að að-
gangsheimildum á innri markaði
Evrópusambandsins fyrir mjólk-
urafurðir yrði einnig hraðað eins
og mögulegt væri enda byggðust
slík ákvæði á gagnkvæmni.
Þessi viðbót er hið raunverulega
„ostaklúður“. Menn hafa varla
hugsað þessa hugsun til enda. Það
hefði verið meiriháttar mál að fá
28 ríki Evrópusambandsins, fram-
kvæmdastjórn, ráðherraráð og
Evrópuþingið til að breyta þessum
samningi þannig að eftirgjöfin yrði
gagnkvæm og hefði tekið einhver
ár. Og fyrir færslu einhverra
tonna af osti í tíma og ekki skiptir
þetta veldi neinu máli. Vænt-
anlega hafa stjórnarráðinu fallist
hendur og ekki lagt í þá vegferð
sem þurfti til að undirbúa breyt-
ingu á tollalögum um sérostakvót-
ann.
Fleiri ostar og lægra verð
Það er hins vegar ekkert sem
bannar landbúnaðarráðherra að
láta neytendur hér á landi njóta
þess að kaupa sér fleiri osta með
flottum nöfnum, við lægra verði en
áður. Það eru rökin sem ráðherra
notar við framlagningu frumvarps-
ins nú.
Þessum ostum er ekki úthlutað
með útboði, eins og flestum öðrum
innflutningskvótum fyrir búvörur,
heldur með hlutkesti. Þeir bera
heldur engan toll. Ostarnir munu
því lækka í verði.
Eins og í mörgum öðrum hags-
munamálum landbúnaðarins eru
talsmenn bænda og innflytjenda á
öndverðum meiði í þessu máli. Fé-
lag atvinnurekenda rak mjög á
eftir því að lögunum yrði breytt til
þess að stuðla að auknu vöruúrvali
osta á íslenska markaðnum, verð-
lækkun og aukinni samkeppni við
innlendan landbúnað.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, benti hins
vegar á það í pistli að íslensk
stjórnvöld væru með þessu að
auka tollkvótann einhliða, án þess
að ESB kæmi með nokkuð á móti.
Þetta væri ekki leiðrétting á mis-
tökum heldur einhliða eftirgjöf á
kostnað íslensks landbúnaðar.
Tollfrjáls kvóti
sérosta rýmk-
aður einhliða
Ósk um að auka strax innflutning
osta var háð því að ESB gerði það sama
AFP
Frakkland Ostakaupmaður var með
marga osta á boðstólum á landbún-
aðarsýningunni í París.
Sérostar
» Tollfrjáls innflutningur sér-
osta eykst úr 20 tonnum í 230
tonn.
» Samið var um að aukningin
kæmi fram á fjórum árum.
» Landbúnaðarráðherra legg-
ur til að kvótinn komi allur til
framkvæmda í ár.
» Breytingin nær til sérosta
eins og til dæmis ítalska osts-
ins Parmesan og franska osts-
ins Roquefort, osta sem skráð-
ir eru í samræmi við reglur
Evrópusambandsins um vernd
afurðaheita sem vísa til upp-
runa, landsvæðis eða hefð-
bundinnar sérstöðu.
» Kvótinn er ekki boðinn út
heldur ræður hlutkesti hver
fær. Tollalækkunin á því öll að
skila sér í lægra verði til neyt-
enda.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í loðnuleiðangri í september í haust
er fyrirhugað að meta fjölda hvala á
loðnuslóð norður og vestur af Ís-
landi eins og reynt hefur verið að
gera þrjú síðustu
haust. Jafnframt
verða allt að 20
hnúfubakar
merktir með
gervitungla-
merkjum í leið-
angrinum. Gísli
Víkingsson,
hvalasérfræðing-
ur á Hafrann-
sóknastofnun,
segir að megintilgangur merking-
anna sé að kortleggja ferðir hnúfu-
baka og jafnvel langreyða á haustin
en ef vel takist til geti merktir hvalir
vísað á loðnugöngur þegar kemur
fram yfir áramót og frekari mæl-
ingar og veiðar á loðnu hefjast.
Vísbendingar um afrán hvala
Gísli segir að í loðnuleiðangrinum
verði ýmsum vistkerfisrannsóknum
sinnt og mat á fjölda hvala sé hluti af
því verkefni. Mat á fjölda hvala á
loðnuslóðinni á þessum tíma gefur
vísbendingu um hversu mikið hvalir
éta af loðnu þar til vertíð hefst. Slík-
ar upplýsingar um afrán hvala má
síðan hugsanlega nota við ráðgjöf á
því sem leyft verður að veiða af
loðnu, en þegar er farið að taka tillit
til afráns nokkurra fisktegunda, t.d.
þorsks. Þetta líkan er í þróun og
ekki er ljóst hvort og þá hvenær af-
rán hvala verður hluti af ráðgjöf um
loðnuveiðar
Tvö síðustu haust voru aðstæður
erfiðar vegna veðurs til að meta
fjölda hvala á loðnuslóð norður og
vestur af Íslandi og inn í grænlenska
lögsögu. Haustið 2015 voru skilyrði
betri og benti matið til að verulegur
fjöldi hvala væri á svæðinu á þessum
tíma. Þá var metið að um sjö þúsund
hnúfubakar hefðu verið þarna og um
fimm þúsund langreyðar. Gísli segir
að þessum tölum verði þó að taka
með miklum fyrirvara því byggt sé á
mun minni gögnum en í venjulegum
hvalatalningum. „Það er þó óyggj-
andi að þarna var mikið af hval,“
segir Gísli.
Mikil fjölgun hvala
Samkvæmt síðustu stóru hvala-
talningu fyrir þremur árum var talið
að yfir tíu þúsund hnúfubakar hefðu
verið á Mið-Norður-Atlantshafs-
svæðinu, þ.e. hafsvæðinu frá Aust-
ur-Grænlandi, til Íslands og Jan Ma-
yen, og fjöldinn hefði náð
stöðugleika eftir mikla fjölgun. Þeg-
ar skipulagðar hvalatalningar hófust
á svæðinu árið 1987 var metið að
innan við tvö þúsund hnúfubakar
hefðu verið þar.
Á sama svæði var talið að væru
tæplega 40 þúsund langreyðar fyrir
þremur árum og þá var talið að
33.500 langreyðar hefðu verið á af-
mörkuðu svæði frá lóðréttri línu í
gegnum Ísland vestur til Austur-
Grænlands, sem hefur verið skil-
greint sem veiðisvæði Íslendinga.
Langreyðum hefur fjölgað mikið síð-
ustu ár, en 2007 var talið að um 27
þúsund dýr hefðu verið á svæðinu
frá A-Grænlandi til Jan Mayen.
Hnúfubakar hafa áður verið
merktir við Ísland, en þá einkum í
fjörðum og flóum fyrir norðan land.
Tilgangur þeirra merkinga hefur
fyrst og fremst verið að afla upplýs-
inga um suðurfar hvalanna á æxl-
unarstöðvar í Karíbahafi. Merking-
arnar nú eru hins vegar hluti af
verkefnum sem tengjast loðnurann-
sóknum og því hvort líklegt sé að
hvalir vísi á loðnugöngur á vertíð-
inni.
Á loðnumiðum allan veturinn
„Það er mörgum spurningum
ósvarað,“ segir Gísli. „Við vitum
ekki hversu mörg dýr við náum að
merkja, ekki hversu lengi merkið
tollir í dýrunum og ekki heldur
hvort hvalirnir halda áfram að elta
loðnuna eða halda suður á bóginn.
Það er alls ekki útilokað að hvalur
með gervitunglamerki komi að
gagni við loðnuleit og rannsóknir en
við vitum það, meðal annars frá
loðnusjómönnum, að talsvert er af
hnúfubak á loðnumiðum allan vet-
urinn.“
Ljósmynd/Tryggvi Sveinsson
Rannsóknir Fyrirhugað er að merkja allt að 20 hnúfubaka í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar í haust.
Vísa hvalir á loðnu-
göngur við landið?
Allt að 20 hnúfubakar merktir í loðnuleiðangri í haust
Gísli Víkingsson
Kristján Þór Júlíusson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
tók í gær við undirskriftum 50.424
einstaklinga sem krefjast þess að
Faxaflói verði lýstur griðasvæði
hvala. Fulltrúar frá IFAW (Int-
ernational Fund for Animal Welf-
are), Hvalaskoðunarsamtökum Ís-
lands og Samtökum
ferðaþjónustunnar afhentu ráð-
herra undirskriftirnar.
Við það tilefni upplýsti ráðherra
að hann hefði á fundi ríkisstjórn-
arinnar í gærmorgun gert grein
fyrir að hann hefði óskað eftir því
við Hagfræðistofnun Háskóla Ís-
lands að stofnunin mæti þjóðhags-
leg áhrif hvalveiða og áhrif þeirra á
aðrar atvinnugreinar. Stofnunin
skilaði slíkri skýrslu árið 2010 en
þá kom fram að þjóðhagslega hag-
kvæmt teldist að halda hvalveiðum
áfram, segir í fréttatilkynningu.
Fæðuþörfin metin
Þær niðurstöður og aðrar verða
því endurmetnar miðað við þróun
síðustu ára og er áætlað að skýrsl-
unni verði skilað til ráðherra í sept-
ember á þessu ári. Jafnframt hefur
ráðherra óskað eftir því við Haf-
rannsóknastofnun að stofnunin
meti fæðuþörf hvala og vægi þess í
lífríki sjávar hér við land.
„Framangreind vinna mun meðal
annars nýtast við ákvörðun ráð-
herra um hvort gefinn verði út
áframhaldandi kvóti til hvalveiða
þegar núverandi kvótatímabili lýk-
ur við lok þessa árs,“ segir í frétta-
tilkynningu frá sjávarútvegsráðu-
neytinu.
Úttekt verður gerð á þjóð-
hagslegum áhrifum hvalveiða
Faxaflói verði griðasvæði Krafa 50 þúsund einstaklinga