Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Vélar fyrir
atvinnumenn
og
handverksfólk
Yfir 40 ára frábær
reynsla á Íslandi Rennibekkur
Lata
Verð 139.800,-
Tifsög
Deco-flex
Verð35.520,-
Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla
Opið virka daga 9-18
laugardaga 10-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
pónsuga 2 stærðir
Verð frá 69.880,-
Slípivél BTS800
Verð 38.490,-
Fræsari
Verð 49.980,-
Hefill
HMS850
Verð frá 54.870,-
Súluborvél
2 stærðir
Verð frá 24.770,-
Tifsög SD1600V
Verð 22.980,-
Smabyggð vél
Combi 6
Verð 227.900,-
SRennibekkur DMT 460
Verð 58.190,-
Iðnaðarsuga
HA1000
Verð 21.520,-
Bandsög 2 stærðir
Verð frá 45.150,-
Slípivél
OSM100
Verð37.850,-
Ný
vefverslun
brynja.is
Reykjavík er borgin
mín og raunar er hún
borg allra landsmanna
enda höfuðborg lands
og þjóðar. Í sannleika
sagt þykir mér óendan-
lega vænt um þennan
fallega höfuðstað okkar
allra. Sjálf ólst ég upp í
miðbæ Reykjavíkur en
undanfarin 20 ár hef ég
búið í Árbænum og
þótt ég beri taugar til
miðbæjarins þykir mér jafnframt
mjög vænt um úthverfin okkar og
þær náttúruperlur sem umlykja þau.
Þess vegna verð ég svo hrygg þeg-
ar ég heyri áætlanir núverandi meiri-
hluta í borginni um þau byggingar-
áform á grænum reitum eins og
Elliðaárdalnum. Við eigum að standa
vörð um Elliðaárdalinn og hætta við
öll áform um uppbyggingu þar. Í mín-
um huga er nauðsynlegt að draga til
baka vilyrði fyrir nýjum byggingum í
dalnum.
Framsýnt fólk stendur
vörð um græn svæði
Við verðum jafnframt að vernda
Elliðaárnar, því hvergi í heiminum
rennur laxveiðiá í gegnum höfuðborg
nema í höfuðborginni okkar Reykja-
vík, þetta er einstakt. Rétt er að
hvetja borgarbúa til að fá sér göngu-
túr í dalnum í sumar, fylgjast með
löxunum stökkva með fram bökkum
árinnar og virða fyrir sé þá auðlind
sem dalurinn er. Við eigum að halda
áfram að hugsa um dalinn okkar,
bæta við vel merktum
hjólastígum og halda
dalnum hreinum.
Mikill fjöldi íbúa í
Árbæ, Breiðholti og víð-
ar nýtir sér dalinn dag-
lega til útivistar. Það er
nauðsynlegt að íbúar
Reykjavíkur fái að njóta
náttúrufegurðar dalsins
áfram.
Sjálf er ég þekktur
fagurkeri og elska fal-
lega náttúru og fallega
hluti og því finnst mér
svo mikilvægt að vernda grænu svæð-
in í borginni okkar. Ég hef ferðast
víða og er full aðdáunar þegar ég sé
hversu framsýnir stjórnmálamenn
voru sem stóðu vörð um grænu svæð-
in í borgum og höfuðborgum víða er-
lendis. Í því samhengi má nefna borg-
ir á borð við London, New York,
Kaupmannahöfn og París.
Borgarbúar sitja á gulli, við skulum
ekki henda því heldur reyna að gera
okkar besta í þeirri viðleitni að ávaxta
það með verndun. Friðlýsing Elliða-
árdalsins er liður í þeirri ávöxtun, það
mun skila sér margfalt til baka
Verndum grænu
svæðin í Reykjavík
Eftir Evu Dögg M.
Sigurgeirsdóttur
Eva Dögg M
Sigurgeirsdóttir
» Það er nauðsynlegt
að íbúar Reykjavík-
ur fái njóta náttúrufeg-
urðar dalsins áfram.
Höfundur er formaður Félags sjálf-
stæðismanna í Árbæ og situr í 29.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir
komandi borgarstjórnarkosningar.
Sá tími nálgast þegar
laxinn snýr til baka til
árinnar sem hann klakt-
ist í til að taka þátt í
hrygningunni. Flestir
finna sína á, en um 5%
fara í aðra. Þetta skiptir
máli, það hindrar skyld-
leikaræktun, sem hætta
er á séu fáir fiskar í
ánni. Skyldleikaræktun
er ógn við laxastofna.
Sloppnir eldislaxar í Noregi synda
sumir einnig upp í ár til hrygningar
með sínum villtu ættingjum. Mjög nei-
kvætt, segja yfirvöld. En eru til sér-
stök eldislaxagen sem eru óheppileg,
eða eru genin bara venjuleg, gagnleg
laxagen?
Bara brot þeirra laxa sem synda til
hafs úr hverri á kemur aftur og í sum-
um ám er fjöldinn ótrúlega lítill.
Stærsta ógn laxastofna er því veiðin í
ánni. Með vissu má því segja að vilji
maður bjarga villta laxinum þá eigi
maður að leggja veiðistönginni. Sumir
segja hægt að veiða laxinn og sleppa
honum aftur. Það er dýraníð, en úr því
laxinn gefur ekki frá sér hljóð þá er
það kannski í lagi?
Villtur lax er tegund sem við berum
ábyrgð á að vernda, ekki síst vegna
þess að fiskeldi er atvinnuvegur sem
verður sífellt þýðingarmeiri. Það er
mikilvægt fyrir framtíðina að gæta
erfðafræðilegs fjölbreytileika Atlants-
hafslaxins. Þegar norskt laxeldi byrj-
aði um 1970 voru menn sérstaklega
uppteknir af þessu. Því var tekinn lax
úr 40 norskum ám, frá Norður-Noregi
til Oslófjarðar, sem og einni sænskri.
Ein kynslóð laxa er um fjögur ár og
því hefur laxinn nú verið kynbættur
með undaneldi í 12 kynslóðir. Til að
byrja með var kynbætt með áherslu á
t.d. vaxtarhraða, sem mörg gen stýra.
Í seinni tíð er alið meira með tilliti til
sjúkdómaviðnáms og viðnáms gegn
laxalús.
Það eru ekki til nein
„eldislaxagen“
Atlantshafslaxinn er milljóna ára
gömul tegund sem fann leiðina til
heimkynna við Norður-Atlantshaf
þegar ísinn hvarf fyrir 10.000 árum.
Vísindamenn hafa kortlagt erfðamengi
laxins og birt niðurstöðuna í hinu virta
vísindatímariti Nature. Þeir fundu að
sjálfsögðu ekki nein „eldislaxagen“.
Í norskum ám er mikil áhersla lögð
á að aflífa stóran kynþroska fisk með
svokölluð „eldisgen“. Þetta er lax með
gen frá öðrum ám eða lax sem sloppið
hefur úr kvíum, sem hefði getað skap-
að aukinn líffræðilegan fjölbreytileika í
ánni. Vanþekking í stjórnun ýtir þann-
ig undir skyldleikaræktun og tap á
fjölbreytileika.
Stjórnvöld, ásamt veiðiréttarhöfum
og orkufyrirtækjum, hafa frá því löngu
áður en fiskeldi kom til sögunnar, rekið
klakstöðvar og sleppt laxaseiðum í ár.
Þetta var lengi gert án tillits til þess úr
hvaða ám klaklaxinn kom eða í hvaða ár
seiðum var sleppt. Hafbeit var áður
stunduð í stórum stíl og milljónum seiða
af alls kyns uppruna úr hinum og þess-
um ám var sleppt og rötuðu svo upp í
hinar ýmsu ár. Hvaða erfðafræðiþekk-
ing segir að gen úr laxi úr einni á séu
óheppileg í hvaða annarri á sem er?
Rannsóknir á atferli, hrygningu,
vexti, gæðum, lit og svo framvegis sýnir
mun á villtum löxum og eldislaxi. Þessir
eiginleikar eru ætíð taldir jákvæðir í
villtum laxi. En það má einnig segja að
þeir séu jákvæðir hjá eldislaxi, sem hef-
ur sloppið og getur skilað sínum genum
í laxaá.
Veiðin á villtum laxi í ám er umhugs-
unarverð og má líta á sem umhverfis-
fjandsamlega. Það er tímabært að yfir-
völd skoði stjórnun á erfðaefni laxa og
laxveiðiáa. Yfirvöld ættu að spyrja
stofnanir sínar um hvaða markmið þær
hafa sett um stjórnun erfðafjölbreyti-
leika og það ætti að gilda um öll dýr,
ekki bara um lax.
Viltu bjarga laxinum?
– leggðu þá flugustönginni
Eftir Erik Slinde
og Harald Kyvi » Atlantshafslaxinn ermilljóna ára gömul
tegund sem fann leiðina
til heimkynna við Norð-
ur-Atlantshaf þegar ís-
inn hvarf fyrir 10.000
árum.
Erik Slinde
Höfundar eru prófessorar við
Háskólana að Ási og í Bergen.
Harald Kyvi