Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 ✝ EyvindurÁrnason Scheving fæddist í Kópavogi, 26. des- ember 1968. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. apríl 2018. Móðir hans er Hrafnhildur Rós Smáradóttir, f. 19. desember 1949. Faðir hans var Árni Eyvindsson, f. 16. febrúar 1949, d. 8. mars 2018. Uppeldis- faðir Eyvinds er Jóhann Schev- ing, f. 22. maí 1950. Systkini Ey- vinds eru Hildur Scheving, f. 20. apríl 1968, Fjóla Valdís Árnadóttir, f. 16. september 1974, Smári Scheving, f. 15. jan- úar 1974 og Regína Scheving, f. 15. júlí 1977. Eyvindur ólst upp í Mosfellsbæ fram á unglingsár en þá flutti fjöl- skylda hans til Bandaríkjanna og settist þar að. Ey- vindur lærði tölv- unarfræði í háskóla og starfaði við tölv- ur vítt og breitt í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Árið 2003 kvæntist hann Ann Bur- fete Scheving, kennara, f. 15. september 1968, og bjuggu þau í Philadelphia. Börn þeirra eru Anna Charlotte, f. 5. september 2007, og Harrison Johann, f. 29. apríl 2011. Útför Eyvinds fer fram í New Port Richey, Florida, BNA, 12. maí 2018. Eyvi! Nafnið þitt er okkur svo kært. Það læðist bros fram á varir okk- ar þegar við heyrum það en um leið herðir verkinn í hjarta okkar og það koma tár í augun. Hvernig má það vera að þú sért farinn? Við köllum á þig: – Eyvi, Eyvi, hvar ertu? Og þú svarar: – En vitið þið það ekki? Ég er ekki langt undan. Ég er á ströndinni og í öldum hafsins. Við hrópum: – En Eyvi, það er að flæða að og straumurinn er svo sterkur! Og þú segir: – Ekki kvíða neinu, hér getur ekkert unnið mér mein. Aftur hrópum við: – En Eyvi, hvar ertu? Við getum ekki fundið þig. Og þú segir: – Ég er á fjalls- tindi. Við hrópum upp: – En Eyvi, gættu þess að meiða þig ekki á klettunum! Og þú segir: – Hafið ekki áhyggjur, hér býr enginn sárs- auki. Við hrópum á ný: – Eyvi, hvar ertu? Og þú svarar: – En vitið þið það ekki, ég er svo nálægt ykkur. Skiljið þið ekki, að ég mun alltaf vera nálægt ykkur. Ég verð alltaf í hjarta ykkar. Ég ætla mér aldrei að fara þaðan. Og svo þegar við hittumst á ný, þá mun ég taka ykkur með mér á ströndina og inn í öldurnar og upp á hæstu fjalls- tindana. Og við segjum: – Auðvitað, nú skiljum við. Og okkur verður rórra. Og við segjum: – Eyvi, hlust- aðu vandlega á okkur. Við sökn- um þín, við söknum þín, við sökn- um þín. Við elskum þig, við elskum þig, við elskum þig. Og þú hlærð og segir, bros- andi: – Ég veit það, ég elska ykk- ur líka. Og við segjum við okkur sjálf: – Já, lífið er meira en við vitum. Guð geymi þig, elsku drengur- inn minn, og styðji og styrki ást- vini þína á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Marfríður (Mara). Elsku Eyvi frændi. Það er sárt að þurfa að skrifa þessi orð því að fráfall þitt er svo ótímabært og óskiljanlegt. Þó svo að við hittumst ekki oft í gegnum tíðina, þar sem við bjuggum alla tíð sitt í hvoru landinu, var alltaf jafn skemmtilegt þegar það gerð- ist og aldrei vandræðalegt eins og við mætti búast. Ég held að það hafi að mestu leyti verið vegna þess hversu opinn, hlýr og skemmtilegur þú varst. Sérstak- lega minnist ég góðra stunda þeg- ar þú, Ann og Regína komuð í heimsókn til Íslands og við ferð- uðumst um landið í frábæru veðri og áttum margar góðar stundir með stórfjölskyldunni. Einnig á ég góðar minningar frá ferð minni og systra minna til Bandaríkj- anna þar sem við dvöldum hjá þér og þinni yndislegu fjölskyldu í Philadelphiu sumarið 2010. Þess- um góðu stundum gleymi ég ekki. Missir þinnar nánu fjölskyldu er mikill og vona ég að góður Guð geti hjálpað þeim í gegnum þessa miklu raun. Ástarkveðjur, Dana Björk Erlingsdóttir Eyvindur Árnason Scheving Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Frænka okkar, HELGA ÁSLAUG ÞÓRARINSDÓTTIR handavinnukennari, sem lést mánudaginn 23. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 15. maí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Systkinabörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÓLFS ÞORSTEINSSONAR, Laugartúni 19a, Svalbarðseyri. Anna Jóhannesdóttir Þórdís Þórólfsdóttir Þorvaldur Vestmann Árný Sveina Þórólfsdóttir Tryggvi Jónsson Eva Dís, Bjarki Þór og Anna Stella Daníel Snær og Aríana Ísis Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR DÓRU MAGNÚSDÓTTUR, Nökkvavogi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og velvilja í hennar garð. Sigmar Steinar Ólafsson Sigríður Maggý Hansdóttir Halldór Ólafsson Líneik Jónsdóttir Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir Sigurður Albert Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Holtateigi 24, Akureyri. Sérstakar þakkir fyrir hlýhug til Heimahlynningar á Akureyri og Heimahjúkrunar HSN svo og læknanna Friðbjörns R. Sigurðssonar og Signýjar Völu Sveinsdóttur. Stefán G. Jónsson Jón Viðar Þórisson Stefanía Auðbjörg Halldórsd. Jóhanna Bára Þórisdóttir Ármann Helgi Guðmundsson Kristjana Þórisdóttir Sigurður Gunnarsson Jón G. Stefánsson Hafdís Inga Haraldsdóttir Helgi Heiðar Stefánsson Ásdís Ármannsdóttir Sigurður Örn Stefánsson Sigrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN INGIMARSDÓTTIR frá Laugarási, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 15. maí klukkan 13. William Þór Dison Kristín Guðmundsdóttir Bjarni Brandsson Anna María Valdimarsdóttir barnabörn og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ÞÓRÖNNU HANNESDÓTTUR frá Neskaupstað, til heimilis að Boðaþingi 22. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 14E Landspítala og líknardeild Landspítalans, Kópavogi, fyrir kærleika og einstaka umhyggju. Hanna Sigr. Jósafatsdóttir Hannes Fr. Guðmundsson Atli Már Jósafatsson Andrea Þormar Karl H. Jósafatsson Hrafnhildur Steinarsdóttir Birgir Þór Jósafatsson Jóhanna Harðardóttir Smári Jósafatsson Ívar T. Jósafatsson Arna Kristjánsdóttir Friðrik Jósafatsson Freyja Friðbjarnardóttir og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Grund, lengst af Holtagerði 52, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 15. Valdimar Guðmundsson Rebekka María Sigurðardóttir Árdís Brekkan Einar Brekkan Elín Rósa Guðmundsdóttir Jón Rafn Valdimarsson Elfa Hrönn Guðmundsdóttir Eyjólfur Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA AÐALHEIÐUR HANNESDÓTTIR frá Núpsstað, Árskógum 6, Reykjavík, lést mánudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta líknardeildina í Kópavogi njóta þess. Snorri Þ. Tómasson Kristjana U. Valdimarsdóttir Hannes Tómasson Hong Thanh Bui Thi Ágúst Tómasson Elísabet Þ. Guðmundsdóttir Hörður I. Tómasson Sigrún R. Jónsdóttir Pálmi Tómasson Sigríður Poulsen barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og hlýhug við andlát og útför FRIÐBJARNAR GUNNLAUGSSONAR skólastjóra. Sveinbjörg Friðbjarnardóttir Garðar Sigurvaldason Gunnlaugur Friðbjarnarson Freyja Friðbjarnardóttir Friðrik Jósafatsson Ása Fönn Friðbjarnardóttir og fjölskyldur Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES BRIEM, Hlíðarhúsum 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13. Björn Briem Anna Steinunn Hólmarsdóttir Sigurður Þráinn Sigurðsson Jóhannes Rúnar Björnsson Briem Í dag kveðjum við Dúdda afa. Við eldri systkinin eigum minningar um ömmu og afa þegar þau bjuggu á Vall- argötunni. Amma var ávallt að elda eða baka eitthvað og kallaði svo á afa þegar maturinn var tilbúinn og svo lagði hann sig í sófanum eftir matinn. Svona var þetta þá; hún húsmóðirin og hann húsbóndinn. Hann missti mikið þegar amma dó alltof ung árið 1982 og líka þeg- ar Sigga dóttir hans dó fyrir sex ár- um. Hann afi var skondinn maður. Hraustur, þrjóskur og fór sparlega með. Eitt skiptið þegar við heim- sóttum hann bauð hann upp á app- elsín og möndluköku. Svo ber hann á borð og hellir úr bjórflösku. Það ✝ ÞórhallurGíslason skip- stjóri fæddist 14. maí 1916. Hann lést 25. apríl 2018. Útför Þórhalls fór fram 11. maí 2018. var enginn bjór held- ur appelsín, sem hann hafði hellt á milli flaskna og var að nýta appelsínið. Appelsínið var alveg flatt og vont en við hlógum að þessari sparsemi hans og næst þegar við kom- um fengum við okkur bara vatn. Elsku afi, við eig- um eftir að sakna þín en yljum okk- ur við góðar minningar. Þú varst fyrir löngu tilbúinn að fara yfir í sumarlandið. Við erum viss um að það hafa orðið miklir fagnaðar- fundir þegar Adda amma og Sigga frænka tóku á móti þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Þórhallur, Fjóla og Berglind. Þórhallur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.