Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Erum flutt
í nýja glæsilega verslun
Skútuvogi 2
Verið
velkomin!
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760
Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga
Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands,á fimmtíu ára afmæli í dag. Hún tók við því starfi síðasta sum-ar, en áður hafði hún rekið galleríið Spark Design á Klappar-
stíg og þar á undan var hún prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla
Íslands.
„Þetta er ótrúlega spennandi starf og við erum að vinna í því að
gera safnið meira lifandi. Við erum að flytja lífið af skrifstofunni og
fram í sal, og erum að skrá verk eftir Einar Þorstein Ásgeirsson arki-
tekt fyrir opnum tjöldum. Svo erum við með lifandi sýningar, t.d. síð-
asta sumar þar sem hönnuðirnir voru að vinna niðri í anddyrinu við
að eima plöntur og unnu úr því ýmsar ilmtengdar vörur. Núna er
vöruhönnuður að prjóna húfur með stafsetningarvillum í. Við erum
líka með stóra sýningu á skóm frá Kronkron.“ Hönnunarsafnið er til
húsa á Garðatorgi í Garðabæ.
Sigríður hefur einnig ásamt manninum sínum, Halldóri Lárussyni
hagfræðingi, verið að gera upp hús í Innbænum á Akureyri í sam-
vinnu við Minjavernd, nánar tiltekið í Aðalstræti 4 og kallast húsið
Gamla apótekið. „Við köllum þetta verkefni Place to read og húsið er
allt hannað með það í huga að það sé gott að vera þar og lesa og við
leigjum það út. Þar er gott bókasafn, þægilegir stólar, góð lýsing,
gufubað og útisturta.“
Utan vinnu finnst Sigríði gaman að fara á hestbak, skíði og veiða.
„Ég er algjör frístundahestakona og fer í reiðtúra þegar ég hef tíma,
svo hef ég gaman af fluguveiði, en fer bara svona einu sinni á ári í
hana.“ Sigríður ætlar að halda afmælisveislu í kvöld fyrir nánustu
vini og ættingja.
Börn Sigríðar og Halldórs eru Ísafold Kristín 16 ára og Markús
Ívar 12 ára.
Ljósmynd/Birta Ólafsdóttir
Í Síerra Leóne Þar var Sigríður í fyrra á vegum Aurora velgerðasjóðs
í samstarfi íslenskra hönnuða og handverksfólks frá Síerra Leóne.
Stýrir lifandi safni
Sigríður Sigurjónsdóttir er fimmtug í dag
G
ylfi Arnbjörnsson
fæddist í Keflavík
12.5. 1958 og ólst þar
upp. Hann var í
Barnaskóla Keflavíkur
og Gagnfræðaskóla Keflavíkur,
stundaði nám við Samvinnuskól-
anum að Bifröst 1976-78 og lauk
MSc-prófi í hagfræði við Versl-
unarháskólann í Kaupmannahöfn
CBS 1986.
Gylfi var deildarstjóri viðskipta-
deildar við Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki 1986-88, hagfræðingur
hjá kjararannsóknarnefnd 1989-92,
hagfræðingur ASÍ 1992-97, fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf. 1997-2001,
framkvæmdastjóri ASÍ 2001-2008
og hefur verið forseti ASÍ frá
2008.
Gylfi situr í stjórn NFS, nor-
rænna samtaka heildarsamtaka
launafólks og var formaður NFS
2015, situr í stjórn ETUC, Evrópu-
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ – 60 ára
Fjölskyldan í gönguferð Gylfi og Arnþrúður með börnum, tengdabörnum og barnabörnum á göngu í Heiðmörk.
Sækir þrótt og þor í
hina óspilltu náttúru
Veiðimaðurinn Gylfi skoðar tarf sem hann hefur skotið upp til fjalla.
Akranes Sóley Birta
Gunnarsdóttir fæddist
17. júní 2017 kl. 15.59 á
Landspítalanum. Hún
vó 1.624 g og var 42,5
cm löng. Foreldrar
hennar eru Stefanía
Sunna Róbertsdóttir
og Gunnar Gunnars-
son.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is