Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 46

Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 46
Úrslitin í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fara fram í Lissabon í kvöld. Tugir þjóða munu mætast í poppvænni sjóorrustu svo stuðst sé við líkingamál keppninnar í ár. Hver mun standa að lokum hnarreistur í stafni og hvurjir þurfa að ganga plankann? TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég lofa þér, lesandi góð-ur, að þessi pistill verðurnæstum því jafn skemmti- legur og lýsingar kollega míns Gísla Marteins frá Lissabon. Ég ætla líka að reyna (en get ekki lofað) að hafa hann í styttra lagi svo að sem flestar ljósmyndir komist fyrir með honum – sem væri táknrænt því að fyrst og síð- ast á þessi keppni, sem einatt er kölluð „Júróvisjón“ á götum úti, að snúast um myndríka gleði, stuð, fjör og flipp. Það á ekkert að masa of mikið. Góð og eftir- Siglt um sönghöfin sjö Eldur Eleni Foureira söng um eld fyrir Kýpur. minnileg lög eru sosum þegin með þökkum líka og þegar ég segi að það eigi ekki að masa er ég úti á túni. Því að um fáa tón- listarviðburði er masað jafn mik- ið. Og allir hafa á honum skoðun! Orðin hlaðast upp, Guð minn almáttugur, og því ætla ég að eyða restinni af sjóræningjapúðr- inu í að lýsa því sem helst hefur vakið athygli mína síðustu tvö undanúrslitakvöld. Ég hef ábyggilega einhvern tíma haldið langa tölu um að lagið skipti máli fyrst og síðast, umbúðirnar engu, en eftir að hafa horft á þessa undankeppni hef ég algerlega skipt um skoðun. Þau atriði sem ég naut mest voru þau sem voru með seinni þáttinn tiltölulega íburðarmikinn – og ef jafnvægi næst á milli lags og sviðsetn- ingar, enn betra. En alls ekki nauðsynlegt. Búlgaría var að gera gott mót hjá mér. Sia/Lady Gaga syngur í evrópoppsútgáfu af Dead Can Dance. Snilld. Alexand- »Danir voru þá ífullkominni flat- neskju með víkingana sína, í takt við lands- lagið þar, og það þýðir ekkert að hrópa eftir hærri jörð á bjagaðri ís- lensku. Logandi Úkraínskur sonur Drakúla átti góðan sprett. 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Danski myndlistarmaðurinn Per Kirkeby er látinn, 79 ára að aldri. Hann var kunnasti og áhrifamesti myndlistarmaður Dana, og mögu- lega Norðurlanda, undanfarna hálfa öld, og er minnst í fjölmiðlum sem eins merkasta myndlistarmanns Evrópu. Í dönskum miðlum má sjá hann kallaðan „konung danskrar myndlistar“. Per Kirkeby var afar fjölhæfur listamaður þótt hann sé þekktastur fyrir tjáningarrík málverk sem kennd hafa verið við ný-expressjón- ískan stíl. Það var honum eðlislægt, sagði hann iðulega, að takast á við landslag og náttúru sem grunn- efnivið verka þar sem hann lauk mastersgráðu í jarðfræði norður- hjarans, með áherslu á Grænland þar sem hann vann iðulega. En á sama tíma og hann útskrifaðist sem jarðfræðingur, árið 1964, var Kirke- by farinn að nema og sýna myndlist og einbeitti sér að henni upp frá því, þótt hann skrifaði iðulega um jarð- fræðileg áhugamál sín í tengslum við listsköpunina. Auk málverkanna vann Kirkeby skútlpúra, gjörninga, innsetningar og kvikmyndir og var afar mikil- virkur grafíklistamaður; hann vann fjölmörg upplagsverk með stein- þrykki og einnig þurrnál og ætingu. Á sýningunni Ýmissa kvikinda líki – Íslensk grafík, sem var opnuð í Listasafni Íslands í gær, má meðal annars sjá hluta einnar af þremur grafíkmyndröðum sem Kirkeby vann hér á landi, með svokallaðri þurrnál, og tekst þar á fínlegan en blæbrigðaríkan hátt á við upplifanir sínar af íslensku landslagi. Samkvæmt fréttum danskra fjöl- miðla féll Kirkeby úr stiga árið 2013 og hlaut heilaskaða af. Tveimur ár- um síðar var tilkynnt opinberlega að ferli hans sem myndlistarmanns væri lokið eftir fimm áratuga þrot- laust starf. Verk Pers Kirkeby voru oft á sýn- ingum hér á landi. Þegar sýning á verkum hans var opnuð í Listasafn- inu á Akureyri árið 2001, skrifaði Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur grein í Lesbók Morgunblaðs- ins um kynni sín af listamanninum og verkum hans. Þar segir meðal annars að ljóst megi vera að Kirkeby hafi „komist eins langt og nokkur myndlistarmaður getur náð í virkt- um og viðurkenningu, án þess að það hafi í nokkru breytt alþýðlegu upp- lagi hans. Segja má að framinn hafi í engu breytt innhverfri afstöðu hans til lífsins og tilverunnar. Hann hóf feril sinn undir formerkjum popp- listarinnar undir miðjan sjöunda áratuginn og þá þegar toguðust á tvær ólíkar leiðir í list hans. Annars vegar voru það klassískir mynd- byggingarstuðlar sem mæltu fyrir um yfirvegun, skýra skiptingu flata og hreint litaval í samræmi við form- teikninguna. En þó svo að mjög ákveðin formteikning gæfi til kynna skuggamyndir persóna, bílhluta eða hvers kyns mynstur höfðu litirnir til- hneigingu til að yfirstíga allar teikn- aðar hindranir og dreifast frjálst út um allan flötinn.“ Og það var undir áhrifum frá ólíkum listamönnum eins og Mario Merz, Georg Baselitz, Claude Monet og Jackson Pollock fann Kirkeby sína leið og ríkti um nokkurra áratuga skeið yfir nor- rænni myndlist, með blæbrigðaríkri og hrífandi myndsköpun. efi@mbl.is Konungur danskrar myndlistar allur  Danski mynd- listarmaðurinn Per Kirkeby lát- inn, 79 ára gamall AFP Áhrifamikill Danski myndlistarmaðurinn Per Kirkeby í vinustofu sinni árið 2001. Hann var einn áhrifamesti myndlistarmaður Evrópu frá seinna stríði. Landslagsstemning Hluti af einni grafíkmyndanna sem Kirkeby gerði á Ís- landi árið 2005, í sjö mynda upplagi, og eru sýndar í Listasafni Íslands. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 13. maí: Fullveldisleiðsögn kl. 14. Vaðið um veðurfarssöguna með Trausta Jónssyni, veðurfræðingi List án landamæra: Sýning Atla Más Indriðasonar stendur til 16. maí. Heiðnar grafir í nýju ljósi – ný sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 14-17 nema mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.