Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 49
Mikið verk að baki Sýningarstjórarnir Ingibjörg Jóhannsdóttir, lengst til hægri, og við hlið hennar Pari Stave.
Morgunblaðið/Eggert
» Ýmissa kvikinda líki – Íslensk grafík nefnist sýning sem opnuð var í gær í Lista-safni Íslands en á henni má sjá yfir 100 grafíkverk 27 ólíkra listamanna, m.a.
Megasar, Dieters Roths, Bjarkar og Richards Serra. Listamennirnir unnu verk
sín í ólíka miðla grafíklistarinnar og eiga sameiginlegt að vera þekktari af annars
konar listsköpun en grafík. Sýningarstjórar eru Ingibjörg Jóhannsdóttir og Pari
Stave og var sýningin sett upp í Alþjóðlegu prentmiðstöðinni í New York (IPCNY)
í fyrravor og bar þá titilinn Other Hats: Icelandic Printmaking og hefur nú verið
aðlöguð að hinu nýja sýningarrými í Listasafni Íslands. Leifur Ýmir Eyjólfsson og
Sigurður Atli Sigurðsson verða með innsetningu í formi grafíkverkstæðis á sýning-
unni og munu óvæntir gestir koma í heimsókn og þrykkja með þeim grafíkverk.
Sýning á grafíkverkum 27 listamanna var opnuð í gær í Listasafni Íslands
Myndrænt Mæðginin
hárprúðu Hrafnkell Örn
Guðjónsson, sem margir
kannast við úr hljóm-
sveitinni Agent Fresco,
og móðir hans Ragn-
heiður Arnardóttir,
virða hér fyrir sér verk
á sýningunni.Spenntir Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson bjóða gestum til sín á grafíkverkstæði á sýningunni.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Fimm tveggja milljóna króna
ferðastyrkir til tónlistarfólks í út-
rás voru afhentir úr sjóðnum
Reykjavík Loftbrú í fyrradag. Af-
hendingin fór fram í Iðnó og tók
rappsveitin Reykjavíkurdætur, sem
hlaut einn styrkjanna, lagið við af-
hendinguna. Aðrir sem hlutu styrki
eru Anna Þorvaldsdóttir og hljóm-
sveitirnar Hugar, AdHd og Mamm-
út.
Stjórn sjóðsins samþykkti í mars
síðastliðnum breytingar á áherslum
og umfangi sjóðsins sem fela í sér
að í stað smærri mánaðarlegra út-
hlutana í formi farmiða verður
framvegis úthlutað einu sinni á ári
úr sjóðnum, fimm verkefni valin úr
umsóknum sem fá tveggja milljóna
króna gjafabréf hvert sem hægt
verður að nota að vild í ferðir og
aukafarangur með Icelandair.
Aðilar að Reykjavík Loftbrú eru
Icelandair, Reykjavíkurborg, Félag
íslenskra hljómlistarmanna, Félag
hljómplötuframleiðenda og Samtök
tónskálda og eigenda flutnings-
réttar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjavíkurdætur Rappsveitin hlaut tveggja milljóna króna styrk.
Hlutu ferðastyrki
ICQC 2018-20
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105, kata@mbl.is
Blaðið verður með góðum
upplýsingum um garðinn,
pallinn, heita potta,
sumarblómin, sumar-
húsgögn og grill ásamt
girnilegum uppskriftum.
Garðar &grill
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. maí
SÉRBLAÐ
Kátir Þeir félagar Megas og Páll Baldvin Baldvinsson létu sig ekki vanta.