Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 52
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Hverjir voru ekki valdir?
2. HM-hópurinn - bein lýsing
3. Harmleikur í Ástralíu
4. Reið vegna falsfrétta af ástandinu
Stórsveit Reykjavíkur frumflytur
nýja íslenska tónlist, sem sérstaklega
var samin fyrir sveitina, á tónleikum í
Silfurbergi Hörpu á morgun, sunnu-
dag, kl. 20. Tónhöfundar eru Agnar
Már Magnússon, Kjartan Valdemars-
son, Haukur Gröndal, Sigurður Flosa-
son og Eiríkur Rafn Stefánsson.
Stjórnandi er Snorri Sigurðarson.
Stórsveitin frum-
flytur íslenskt efni
Alexander
Smári Kristjáns-
son Edelstein
kemur fram á
píanótónleikum í
Hömrum í Hofi á
Akureyri á morg-
un, sunnudag, kl.
20. Hann lauk
námi frá Tónlistarskólanum á Ak-
ureyri vorið 2017 og stundar núna
nám við Listaháskóla Íslands undir
handleiðslu Peters Máté og útskrif-
ast úr Menntaskólanum á Akureyri í
vor.
Alexander Edelstein
leikur í Hömrum
Griðastaður eftir Matthías Tryggva
Haraldsson í leikstjórn höfundar
verður frumsýndur í Smiðjunni í dag
kl. 17. Verkið er eitt af útskriftar-
verkum af sviðshöfundabraut LHÍ
sem frumsýnd eru um þessar mundir.
Í verkinu leikur Jörundur Ragnarsson
mann sem tekst á við einmanaleika,
bældar tilfinningar og fjölda-
framleiðslu húsgagna, enda
staddur í Ikea. Næstu sýn-
ingar eru 15. maí kl.
20 og 18. maí kl. 21.
Aðgangur er ókeypis
en panta þarf miða á
tix.is.
Nýr íslenskur ein-
leikur frumsýndur
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjart með köflum á Suður- og Vesturlandi, en stöku skúrir síðdeg-
is. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast suðvestantil á landinu.
Á sunnudag Austan 8-13 m/s og rigning suðaustantil á landinu, en 3-8 og víða bjart veð-
ur norðan- og vestanlands. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag Snýst í suðvestan og vestan 5-10 með rigningu, en þurrt norðaustan- og
austanlands. Kólnandi veður.
Næsti nýliði íslenska kvennalands-
liðsins í knattspyrnu gæti orðið hin
24 ára gamla Cloé Lacasse. Þessi
mikli markahrókur, frá Sudbury í Ont-
ario-fylki í Kanada, hefur fest rætur í
Vestmannaeyjum og vonast til þess
að fá íslenskan ríkisborgararétt á
þessu ári. Lacasse fer yfir sviðið í
spjalli við íþróttablað Morgunblaðs-
ins í dag . »2-3
Lacasse vonast eftir
ríkisborgararétti
„Þrátt fyrir meiðsli lykil-
mannanna Arons Einars
Gunnarssonar og Gylfa Þórs
Sigurðssonar ákváðu þeir
Heimir Hallgrímsson og
Helgi Kolviðsson að velja 23
leikmanna hóp sinn nú
en ekki hafa hópinn
stærri. Þar með er
ljóst á hvaða leikmenn
verður stólað í Rússlandi í
sumar,“ segir m.a. í umfjöll-
un um HM-hóp Íslands. » 1
23 menn valdir
fyrir HM nú þegar
„Í Vesturdeildinni hefur allt gengið út
á óhjákvæmilega baráttu Houston
Rockets og Golden State Warriors í
úrslitum þar. Við NBA-eðjótar höfum
fengið það sem við vildum vestan
megin,“ segir Gunnar Valgeirsson um
gang mála í úrslitakeppni NBA-
körfuboltans í pistli sínum frá Los
Angeles í blaðinu í
dag. » 4
Fengu ósk sína upp-
fyllta vestan megin
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margir Íslendingar eru í kór og
sumir jafnvel í tveimur en örugglega
eru ekki margir í fimm kórum eins
og Þorsteinn Þorsteinsson.
„Eiginlega hafa bara þrír þessara
kóra verið virkir í vetur,“ segir Þor-
steinn og vísar til þess að hann æfi
og syngi reglulega með Kammerkór
Reykjavíkur, Kammerkór Seltjarn-
arneskirkju og Valskórnum. Auk
þess er hann í Kammerkórnum
Opus 12 og Drengjakór Þorgeirs-
bræðra í Oddfellowreglunni, en þeir
hafa að mestu verið í dvala að und-
anförnu. Ennfremur hefur hann
sungið með hinum og þessum kórum
við ýmis tækifæri.
Kórstarf Þorsteins hófst í Árnes-
ingakórnum í Reykjavík 1987. Barí-
tónsöngvarinn Sigurður Bragason
var stjórnandi og þegar hann hætti í
kórnum stofnuðu þeir Þorsteinn
ásamt Pétri Guðmundssyni Kamm-
erkór Reykjavíkur 2002.
Þorsteinn ólst upp við söng heima
hjá sér og Ingi Vilhjálmsson, frændi
hans, fékk hann í Árnesingakórinn á
sínum tíma. Í kjölfarið fór hann í
söngnám hjá Sigurði Bragasyni og
fór í Nýja tónlistarskólann. „Ég var
langt kominn með 7. stigið en námið
var krefjandi með fullri vinnu og ég
tók mér pásu sem enn
stendur, þótt ég hafi farið
á nokkur söngnámskeið,“
segir hann.
Tónlistin
gefandi
Mikill áhugi á tónlist
heldur Þorsteini við
efnið. „Þetta er mjög
gefandi starf, ég mæti
þreyttur á kóræfingar og
kem úthvíldur heim, eins
og kórsöngvarar segja oft.
Öndunin er rétt í söngnum og þessi
slökunaröndun er af hinu góða.
Vissulega er erfitt að vera í svona
mörgum kórum, en ég reyni að
koma í veg fyrir að verkefni stangist
á, þótt stundum hafi ekki mátt
miklu muna.“
Þorsteinn segist hafa söngárátt-
una frá móður sinni, sem hafi sungið
við öll möguleg tækifæri, og allt
verði að tónlist í huga sér. „Inni í
mér syngur vitleysingur, eins og
segir í texta Sigur Rósar,“ segir
bassasöngvarinn með barítónrödd-
ina. „Söngurinn er ástríða og ég hef
sérstaklega gaman af því að syngja
sönglög.“ Hann bætir við að Bryn
Terfel frá Wales sé helsta átrún-
aðargoðið að ónefndum mörgum ís-
lenskum söngvurum. „Draum-
urinn er að fara æ meira út í að
syngja einsöng, en kórstarfið
verður áfram stór hluti af lífinu,“
segir Þorsteinn.
Syngur í fimm kórum
Þorsteinn mæt-
ir þreyttur á kór-
æfingar og kemur
úthvíldur heim
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngvarinn Þorsteini þykir gaman að syngja og tekur gjarnan lagið í vinnunni, en hann er sölustjóri hjá Rými.
Oddrún Sigurgeirsdóttir, móðir Þorsteins, söng mikið og byrjaði að læra
á píanó 1938, níu ára gömul. Hann segir að fjárráðin hafi ekki verið mikil,
en píanó hafi verið keypt og það sé í hans eigu. „Ömmu datt í hug að
finna sjómann, sem væri í siglingum og seldi fisk í Bretlandi, til að kaupa
píanó ytra. Í húsinu á móti við Þórsgötuna
var nýfluttur einstæður faðir með mörg börn
og ungmenni þar sem eldri bræðurnir á heim-
ilinu voru allir orðnir sjómenn. Hún ræddi mál-
ið við elstu systurina, sem hún hafði kynnst.
Skömmu síðar fór einn bróðirinn í siglingu og
var honum falið þetta verkefni. Píanóið var
flutt heim í lest skipsins og var víst ansi
skítugt, þó aðallega af sóti frá Englandi.
Móðir mín stundaði síðan píanónám í nokkur
ár og giftist svo unga manninum, Þorsteini
Auðunssyni skipstjóra og síðar pabba mínum,
sem keypti píanóið níu árum áður!“
Móðirin gaf tóninn á píanóinu
TÓNLIST Í HÁVEGUM HÖFÐ HJÁ FJÖLSKYLDUNNI