Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 13
skynsamlegt – og alls ekki nísku- legt – að hella vínglös aldrei meira en hálfull, helst bara að einum þriðja,“ svo vitnað sé í bókina. Robinson leggur sig í líma við að forða fólki frá að láta blekkjast og borga reiðinnar býsn fyrir vín, til dæmis á veitingastöðum þar sem það er stundum selt 100 til 300% yfir kostnaðarverði, enda oft undir- staða hagnaðar veitingahúsanna. Með tilkomu snjallsímanna og til- tekinna vefsíðna sé hægðarleikur að kynna sér hvers virði vínið raun- verulega er. „Ekki skammast ykkar fyrir að panta eitthvað af ódýrari vínunum á listanum, það eru aðeins ríkis- bubbar og olíuauðmenn sem finnst frábært að fá að borga of mikið og einblína á dýrari enda listans,“ ráð- leggur hún og víkur á öðrum stað að tengingu milli verðs á víni og gæða þess. „Mörg vín eru verðlögð of hátt vegna uppblásinnar mark- aðseftirspurnar, metnaðar, græðgi, eða bara vegna þess að markaðs- manneskjan sér færi á að skapa einhvers konar „táknvín“ í þessum flokki. Gæðamunurinn á dýrustu og ódýrustu vínunum hefur aldrei verið minni en verðmunurinn er í sögu- legu hámarki.“ Útúrdúr um svikahrapp Meiri spámenn en þið, lesendur góðir, hafa látið blekkjast þegar fín og minna fín vín eru annars vegar. Margir hlökkuðu til dæmis yfir því þegar annálaðir vínsmakkarar gengu í gildru svikahrappsins Rudy Kurniawan rétt upp úr aldamót- unum. Kurniawan taldi þeim trú um að hræódýr vín sem hann setti á flöskur með fínum miðum væru fá- gæt og verðmæt eðalvín. Svo fag- mannlega bar hann sig að við smökkunartilburðina og fagurgala að bragðlaukarnir virtust algjörlega hafa svikið viðskiptavinina. Ekki komst upp um kauða fyrr en löngu síðar. „Græðgin rak hann áfram. Fólk bauð í og keypti. Efnahagslífið var gott og fólk spurði ekki margra spurninga,“ sagði fyrrverandi að- stoðarsaksóknari í New York í mál- inu á hendur Kurniawan. En þetta er útúrdúr. Flettum aftur upp í Litlu vínbókinni. Horfa og lykta, munnfylli og eftirbragð Bragðlaukarnir hennar Jancis Robinson eru ábyggilega óbrigðulir eftir að hafa haft atvinnu af að smakka vín og fjalla um vín í fjóra áratugi. Hún er„ofursmakkari“ eins og hún sjálf skilgreinir þá sem eru með einstaklega þétta og næma bragðlauka fyrir sterku bragði og áferð. Hún rekur hvernig hennar líkar bera sig að við vínsmökkun og það kemur á óvart hversu fyrirhafn- arlítið er að gera það hversdagslega og án allrar tilgerðar. Skrefin eru fjögur, þeir horfa á vínið, lykta af víninu, taka munnfylli og meta loks eftirbragðið svokall- aða, því í góðu víni helst bragðið nefnilega þægilega í munninum eft- ir að búið er að kyngja því. Allt er þetta gert eftir kúnstarinnar reglum, sem hún leiðir lesendur í gegnum. Fjölda vínsmökkunar- hugtaka er lýst, orð eins og beiskt, biturt, eðalmygla, graskennt, fram- hleypið, máttlaust, tannískt og trén- að koma fyrir og nánari skýringar fylgja. Í kaflanum Að para saman vín og mat segir Robinson að léttleiki vínsins á tungunni og áhrifin sem það hefur á bragðlaukana skipti mun meira máli en litur þess. Sem þýðir að reglan um rautt með kjöti og hvítt með fiski og hvítu kjöti er enn ein vitleysan um vín. Robinson er vantrúuð á „hið fullkomna par“ en gefur engu að síður ráð sem hún segir virka fyrir sig um vín með alls konar forréttum, aðalréttum og sætmeti. Þótt Robinson hangi ekki á úr- eltri formfestu varðandi vín, gefur hún góð ráð um réttar veigar fyrir ýmis tilefni og heppileg vín til gjafa. Ef gnægtarborð væri í boði með 20 af þeim dásamlegu og, að hennar sögn, fáránlegu dýru vínum, sem hún hefur gefið hæstu einkunn, 20/ 20, myndi hún fyrst fá sér Equipo Navazos, No 15 Macharnudo Alto, La Bota de Fino NV sérrí. Ekki fylgir sögunni hvað valið segir um persónuleika hennar, en í bókinni er listi af því taginu: Prosecco: Skemmtileg, félagslynd, vesenislaus. Kampavín: Nautnaseggur. Albarinño, Rueda, Vermentino, Savagnin: Ævintýragjarn hvítvíns- sælkeri. Fair Trade-vín: Hjartagóður. Vín í þungum flöskum: Fórnar- lamb auglýsinga. Ensk/kanadísk vín: Enskur/ kanadískur föðurlandsvinur. Þungt ástralskt Shiraz: Þori að veðja að hann sér um grillið. Náttúruleg vín, sérrí: Hipster. Búrgundarvín: Masókisti (lík- urnar á mistökum eru töluvert miklar). Vín í skrautlegum flöskum á okurverði: Ginningarfífl. Litlu vínbókinni er ætlað að hjálpa fólki að læra grunnatriði um vín og vínmenningu og gagnast hún efalítið mörgum sem slík. Hér hefur ekki verið farið ofan í saumana á innihaldinu, og ýmislegt ótalið, t.d. umfjöllun um þrúgur og vínhéruð heimsins. En kannski er slík vitn- eskja fyrir þá sem ætla sér að taka fleiri „fullkomin skref“ inn í heim vínsins. Tilefni Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar fólk fyrir sólríkum sumardegi, aðrir dreypa pent á í fínum veislum eins og Camilla hertogaynja, Svisslendingar keppa í víntunnurúlli og íþróttafólk fagnar sigrum. AFPGetty Images/Thinkstock DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Vín er ljúf- fengasti, mest örvandi, fjölbreyttasti og flóknasti drykkur í heimi. Það hressir þig við, gerir vini þína skemmtilegri og bragðast dásamlega með mat. Jancis Robinson Vín er áfengur drykkur sem búinn er til með því að gerja safa úr nýtíndum þrúgum í uppruna- héraði samkvæmt staðbundnum hefðum og venjum. Opinber skilgreining ESB Sínum aug- um lítur hver silfrið ÚR LITLU VÍNBÓKINNI Barnaþing verður haldið í Landa- kotsskóla kl. 8.30 - 12 á morgun, fimmtudaginn 17. maí, með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. og 5. bekk. Umboðsmaður barna og UNI- CEF skipuleggja viðburðinn með skólanum og er markmiðið að hlusta eftir sjónarmiðum barna. Nemendur læra aðferðir til að ræða málefni sem brenna á þeim og þeir gætu haft áhrif á. Unnið verður út frá hugmynda- fræði um lýðræðiskaffi (e. world café). Rætt verður í litlum hópum um þau málefni sem börnin velja, í tengslum við skólastarfið. Nem- endur koma sínum hugmyndum og óskum á framfæri og draga saman niðurstöður. Skólinn mun nýta þær þegar kemur að stefnumótun um málefnin sem rædd voru. Barnaþing verður fastur liður í starfi Landa- kotsskóla. Barnaþing í Landakotsskóla Morgunblaðið/Jim Smart Fastur liður Barnaþing verður fastur liður í starfi Landakotsskóla. Hlustað eftir sjónarmiðum barnanna Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Bubbi Morthens segir frá ljóðum sínum og les upp úr nýjustu ljóða- bók sinni í stofunni í Bókasafni Kópavogs kl. 12.15 í dag, miðvikudaginn 16. maí. Þótt Bubbi hafi frá unga aldri samið texta, steig hann ekki fram á sjónar- sviðið sem ljóðskáld fyrr en árið 2015 með ljóðabók- inni Öskraðu gat á myrkrið. Í fyrra sendi hann frá sér sína aðra ljóðabók, Hreistur. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins sagði þessar bækur kallast á en ljóðin í Hreistri væru efnislega fjær í tíma. Fyrri bókin fjallar um fíknina en í Hreistri er ljóðmælandinn verkamað- ur í verbúð í litlu þorpi sem sukkar milli þess sem hann vinnur í frystihúsinu og skýst á sjó. Kröftug, myndrík og grípandi ljóðabók að margra mati, sem málar veröld þorpsins býsna gráa. Yfirskrift erindisins er Þorpsskáld nýrrar aldar og er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bubbi á mjúku nótunum - Menning á miðvikudögum í Kópavogi Þorpsskáld nýrrar aldar Ljósmynd/Rune Koldborg Jensen Ljóðskáld stígur fram Bubbi Morthens þegar hann kynnti fyrstu ljóðabók sína, Öskraðu gat á myrkrið, árið 2015 í Hagkaupum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.