Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 www.heimavellir.is Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtíma- leigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Til leigu fyrir 55 ára og eldri VANDAÐAR ÍBÚÐIR Glæsilega hannaðar íbúðir með áherslu á birtu og rými, 79-148 m2 að stærð. Vandaðar innréttingar, góð tæki, parket á gólfum en flísar á baðherbergjum ogþvottahúsi. Í eldhúsi fylgja uppþvottavél og ísskápur. Svalir eru á hverri íbúð en íbúðir á jarðhæð hafa aðgang að útipalli. Fullfrágengin sameign og lóð með hita í stéttum. EINFALDAÐU LÍFIÐ Heimavellir bjóða nýjan valkost á húsnæðismarkaði – örugga langtímaleigu fyrir 55 ára og eldri. Þú einfaldar lífið með því að greiða fasta leigufjárhæð mánaðarlega og losnar við allt umstang t.d. við húsfélag, þrif á sameign og viðhald á húsi. NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRUNA Boðaþing er staðsett í fallegu um- hverfi þar sem stutt er að fara til að njóta náttúrunnar við Elliðavatn og í Heiðmörk. Þá er Boðinn þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í nágrenni íbúðanna. Þar er hægt að sækja fjölbreytta þjónustu þegar fram líða stundir. 60 nýjar íbúðir til langtímaleigu í Boðaþingi í Kópavogi Opið hús Boðaþingi 18-20 mið. 16. maí kl. 16-18. Samgöngustofa hefur unnið drög að nýrri reglugerð um starfrækslu far- þegabáta og annarrar leyfisskyldrar starfsemi í atvinnuskyni á sjó, ám og vötnum. Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið hefur nú sett umrædd drög inn á Samráðsgátt stjórnvalda þar sem öllum gefst kostur á að senda inn umsögn fram til 25. maí. Þar segir að tilurð þess- arar nýju reglugerðar sé sú að á undanförnum áratug hafi orðið mik- il þróun á umhverfi útsýnis- og skoð- unarsiglinga með ferðamenn. Lagt er til að útgerðir farþega- báta hafi öryggisstjórnunarkerfi. Kerfið sæti samþykki og úttekt Sam- göngustofu sem geti gefið út starfs- leyfi til allt að fimm ára í senn. Áður en leyfi er gefið út mun Samgöngu- stofa framkvæma heildarúttekt á allri starfsemi hins leyfisskylda aðila og á gildistíma fer fram að minnsta kosti ein heildarúttekt að auki. Sam- göngustofa getur raunar einnig ákveðið að framkvæma fleiri úttekt- ir á starfsemi fyrirtækja sem sækj- ast eftir umræddum leyfum. Þannig getur stofnunin framkvæmt skyndi- skoðanir. Ný lög um farþegabáta  Samgöngustofa gefur út starfsleyfi Morgunblaðið/Hari Hvalaskoðun Eftirlit með slíkum farþegaskipum verði aukið. Ábendingar um að neysluvörur hafi minnkað þrátt fyrir að verð á þeim standi í stað hafa borist bæði Neytendastofu og Neytenda- samtökunum. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu hafa framleiðendur ekki lagalega skyldu til að greina frá því ef umfang vöru er minnkað, að því gefnu að nákvæmt magn sé gefið upp á umbúðum. Evrópskir neytendur létu í sér heyra þegar svissneska súkkulaðið Toblerone fór að skreppa saman fyrir nokkrum misserum. Forsvars- menn fyrirtækisins sögðu breyt- inguna vera til þess gerða að halda súkkulaðinu á viðráðanlegu verði. Rannsókn bresku hagstofunnar rennir frekari stoðum undir grun- semdir neytenda þess efnis að vörur séu sífellt að minnka. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC að niðurstaða rannsóknar stofnunarinnar sé sú að 2.592 vörur í stórmörkuðum þarlendis hafi minnkað eða lést á fimm ára tíma- bili, frá árinu 2012 til 2017. BBC segir að lögfræðingurinn Edgar Dworsky hafi lagst í ítarlega rann- sóknarvinnu og komist að því að hinar ýmsu vörur hafi orðið sífellt minni með árunum, þrátt fyrir að verð á þeim lækki ekki í samræmi við það. Vörur eru minnkaðar þeg- ar kostnaður við framleiðslu þeirra hækkar, söluvænna þykir að minnka umfang vöru en að hækka á henni verðið þar sem neytendur taki frekar eftir breytingum á verði en breytingum á þyngd eða stærð vöru. ragnhildur@mbl.is Neysluvörur minnka Scanpix Verslun Kona verslar í matvöruverslun í Osló.  Umfang ýmissa vara fer minnkandi þó verð standi í stað Vegagerðin hefur óskað eftir til- boðum í hækkun og breikkun á þrem- ur köflum hringvegar í Öræfasveit. Um er að ræða svokallað hrað- útboð því ekkert tilboð barst í verkið þegar það var auglýst í fyrra skiptið. Kaflarnir eru beggja vegna brúa yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, Hólá og Stigá, en verið er að byggja nýjar brýr yfir þær tvær síðar- nefndu. Verkinu hefur nú verið skipt í tvo verkhluta og er bjóðendum heimilt að gera tilboð í annan hvorn verkhlut- ann eða báða. Verkkaupi, Vegagerð- in, mun taka lægsta tilboði sem upp- fyllir kröfur útboðslýsingar í hvorn verkhluta fyrir sig, segir í útboðslýs- ingu á vef Vegagerðarinnar. Öllum þáttum við gerð vegar við Stigá skal lokið fyrir 20. júlí 2018 og verkinu öllu fyrir 10. september 2018. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 24. maí nk. sisi@mbl.is Hraðútboð í vegarkafla í Öræfasveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.