Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 »Glatt var á hjalla þegar nýjasta mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd í Cannes. Hún fjallar um konu sem er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Kona fer í stríð heimsfrumsýnd á Critics‘ Week í Cannes við góðar viðtökur Ljósmyndir/ Pierre Caudevelle/57e Semaine de la Critique Stjarna Halldóra Geirharðsdóttir brá á leik á frum- sýningardag. Kvik- myndarýnar Gu- ardian og Variety hrósa frammistöðu hennar í myndinni. Gleði Leikstjórinn, aðalleikkonan og hljómsveit kvikmyndarinnar ásamt prúðbúnum söngdísum. Töffarar Halldóra og Benedikt tóku sig vel út á rauða dreglinum. Fagnaðarlæti Kvik- mynd Benedikts Erlings- sonar var vel fagnað að frumsýningu lokinni í Cannes um helgina. Viðtökur nýjustu kvikmyndar danska leikstjórans Lars Von Trier, The House that Jack Built, á kvikmyndahátíðinni í Cannes voru vægast sagt misjafnar. Fréttaritari Independent segir áhorfendur hafa verið varaða við því fyrirfram að í myndinni væru hryllilegar senur en hún mun fjalla um fjöldamorð- ingja sem hlutar fórnarlömb sín sundur. Þrátt fyrir viðvörun er sagt að yfir eitthundrað gestir hafi gengið út af myndinni. „Þetta er viðbjóður,“ hefur blaðamaðurinn eftir konu sem gekk út og karl sem horfði á myndina til enda líkti upp- lifuninni við „tvo tíma í víti“. Engu að síður fékk leikstjórinn von Trier, sem áður hefur gert um- deildar myndir eins og Nymphom- aniac og Antichrist, standandi lófa- tak í lokin Margir gengu út af kvikmynd von Trier Stjörnurnar Leikarar og leikstjóri: Sofie Gråbøl, Bruno Ganz, Lars Von Trier, Matt Dillon og Siobhan Fallon Hogan. Kanadíska leikkonan Margot Kidd- er, sem öðlaðist frægð í hlutverki Lois Lane, kærustu Súperman, í kvikmyndum á áttunda og níunda áratugnum, er látin 69 ára að aldri. Kidder lék í um 130 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum frá því seint á sjöunda áratugnum en sló fyrst í gegn þegar hún lék á móti Christ- opher Reeve í Superman árið 1978 og var myndin sú næst vinsælasta það árið, á eftir Grease. Í kjölfarið fylgdu þrjár kvikmyndir til um Súperman, á næstu níu árum. Kidder var einnig í aðalhlutverki í hryllingsmyndinni The Amityville Horror (1979) sem einnig sló í gegn og meðal annarra þekkta mynda sem hún lék í má nefna The Great Waldo Pepper (1975) með Robert Redford, The Reincarnation of Pet- er Proud (1975) og Some Kind of Hero (1982) þar sem hún lék á móti Richard Pryor. Seinna varð glíma Kidder við geðhvarfasýki þekkt en hún fjallaði oft um veikindi sín á op- inberum vettvangi. Margot Kidder, sem lék Lois Lane, látin Vinsæl Árið 2005 áritaði Kidder myndir af þeim Súperman á ofurhetjuhátíð. )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.