Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Styrmir Gunnarsson bendir á „aðsamfélag okkar hefur breytzt mikið á hálfri öld.    Margt til hinsbetra en ann- að til hins verra.    Fyrir nokkrumvikum birtust fréttir um að þjófa- gengi kæmu hingað tímabundið frá útlöndum til þess að fremja innbrot á heimili fólks.    Almannarómur telur að fíkni-efnaneyzla hafi aukizt veru- lega og í kjölfar hennar gamal- kunnar aðferðir sem við þekkjum úr bíómyndum til þess að tryggja að viðskiptin gangi greiðlega fyrir sig.    Almennir borgarar hafa orðiðfyrir eignaspjöllum, þegar handrukkarar láta til sín taka og hótunum um að lengra verði gengið ef …    Hér hafa mjög sennilega orðiðtil undirheimar, sem smátt og smátt hafa bæði neikvæð og skað- leg áhrif á samfélagið.    Í baráttu lögreglunnar gegnfíkniefnum hafa höfuðpaurar sjaldan eða aldrei náðst.    Það er merkilegt í svona fá-mennu samfélagi.    Það má vel vera að það sé kom-inn tími á að stórauka fjár- framlög til lögreglunnar, fjölga liðsmönnum hennar og hefjast handa“.    Eitthvað þarf að gera. Styrmir Gunnarsson Tapaður slagur? STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 8 súld Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 27 heiðskírt Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 23 heiðskírt Dublin 14 rigning Glasgow 14 skúrir London 20 heiðskírt París 19 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 13 þrumuveður Vín 12 rigning Moskva 18 léttskýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 14 skúrir Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 14 alskýjað Montreal 15 skúrir New York 17 þoka Chicago 19 skýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:09 22:40 ÍSAFJÖRÐUR 3:48 23:11 SIGLUFJÖRÐUR 3:30 22:55 DJÚPIVOGUR 3:32 22:16 Sigurður Krist- insson, fyrrver- andi eigandi verk- takafyrirtækisins SS húsa, neitaði sök að hluta við fyrirtöku máls gegn honum vegna meintra meiri háttar skattalagabrota við Héraðsdóm Reykjaness í gær, en gekkst þó við hluta þeirra brota sem honum voru gefin að sök samkvæmt ákæru. Í þeim hluta ákærunnar er Sigurður neitar, eru honum gefin að sök skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum þar sem innskattur af þjónustu- kaupum var offramtalinn á grundvelli tilhæfulausra sölureikninga og um leið vanframtalinn virðisaukaskattur. Sá hluti ákærunnar sem Sigurður gekkst við varðar annars vegar van- skil á virðisaukaskatti á árinu 2015. Hins vegar að hafa ekki á lögmæltum tíma staðið skil á skilagrein félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og ekki staðið skil á staðgreiðslu op- inberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna á tilteknu tíma- bili. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem lamaðist á heimili þeirra á Spáni fyrr á þessu ári. Játaði sök að hluta  Var ákærður fyrir skattalagabrot Sigurður Kristinsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einkaleyfum í gildi hér landi hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þau nú orðin tífalt fleiri en árið 2007. Þetta kemur fram í nýút- komnu tölublaði ELS-tíðinda sem Einkaleyfastofan gefur út. Þar er tilkynnt um skráningu 250 vörumerkja og hafa þá samtals ver- ið skráð 938 vörumerki það sem af er árinu. Í blaðinu er jafnframt til- kynnt um endurnýjun 265 vöru- merkja. Þar með talin eru 61.290 vörumerki skráð hér á landi og hafa þau aldrei verið fleiri, að því er fram kemur í ELS-tíðindum. Einkaleyfi á aðferð til að þætta kápufléttað reipi Í blaðinu eru alls 15 hönnunar- skráningar auglýstar. „Þeirra á meðal er nýr landsliðsbúningur ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu. Á sama tíma er auglýst endurnýjun 14 hönnunarskráninga,“ segir þar. Eitt landsbundið einkaleyfi er auglýst veitt að þessu sinni. Það er í eigu Hampiðjunnar og lýsir nýrri aðferð til að þætta kápufléttað reipi. Samtals er svo tilkynnt um veitingu 106 evrópskra einkaleyfa í blaðinu og þriggja útgefinna við- bótarvottorða, að því er segir blaðinu. Einkaleyfi orðin tífalt fleiri en 2017  Aldrei verið fleiri vörumerki á skrá  Hönnun landsliðsbúningsins auglýst Morgunblaðið/Eggert Kynning Hulunni var svipt af nýja landsliðsbúningnum í mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.