Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 ✝ GuðrúnMagnea Aðalsteinsdóttir fæddist í Odda á Húsavík 23. desem- ber 1927. Hún and- aðist á dvalarheim- ilinu Grund 24. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Her- vör Frímannsdóttir, f. á Kvíslarhóli á Tjörnesi 20.8. 1894, d. 6.12. 1981, og Aðalsteinn Guðmundsson, verkamaður, f. í Grímsey 11.9. 1884, d. 25.8. 1953. Guðrún Magnea var næstyngst barnanna, eldri voru Guðrún, f. 1915, d. 1917, Guðmundur Krist- ján, f. 1916, d. 1946, Þorkell Frí- mann, f. 1919, d. 1980, Gunnar, f. 1921, d. 1986, og Hermann Þór, f. 1923, d. 2011. Yngri systir kona Guðmundar Rúnars var Gunnhildur Friðþjófsdóttir, f. 30.10. 1961. Dóttir hennar og fósturdóttir Guðmundar er Soffía Tinna, f. 25.9. 1988. 2) María, leikskólastjóri, f. 9.2. 1954, gift Auðuni Eiríkssyni, f. 17.10. 1953. Börn þeirra: Daði, f. 27.12. 1980, Alma, f. 14.4. 1984 og Arna, f. 10.11. 1989. 3) Aðal- heiður Hervör, leikskólaliði, f. 21.5. 1956, gift Arnmundi Kristni Jónassyni, f. 3.6. 1955, d. 12.12. 2013. Börn þeirra: Arn- fríður Inga, f. 21.4. 1976, Sig- hvatur Hilmar, f. 25.7. 1978, Erla Guðrún, f. 17.7. 1980, Gyða Rut, f. 11.1. 1992 og Arnar Sölvi, f. 20.6. 1994. Langömmubörnin eru 20. Guðrún gekk í Barna- og unglingaskóla Húsavíkur og vann á yngri árum sem húshjálp og á Hótel Húsavík í nokkur ár. Eftir það var hún húsmóðir á stóru heimili um árabil, en síðar útivinnandi og starfaði þá lengst af hjá Kjötvinnslu Sambandsins á Kirkjusandi. Útför Guðrúnar er gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. hennar er Þorgerð- ur Kristjana, f. 1931. Eiginmaður Guð- rúnar var Sig- hvatur Bergsteinn Kjartansson, múr- arameistari, f. í Hvammi í Þistilfirði 14. ágúst 1919, d. 26.8. 1980. For- eldrar hans voru hjónin María Sig- fúsdóttir, f. 2.2. 1892, d. 10.7. 1928, og Kjartan Þorgrímsson, f. 4.4. 1889, d. 2.1. 1971. Börn Guðrúnar og Sighvats eru: 1) Guðmundur Rúnar, kenn- ari og skólastjóri, f. 12.10. 1951, d. 19.3. 2018. Guðmundur kvænt- ist Ragnheiði Jónsdóttur, en þau slitu samvistir. Börn þeirra: Sig- ríður Hrönn, f. 30.10. 1978, og Atli Örn, f. 15.7. 1980. Sambýlis- Að mömmu og ömmu frátöld- um var Gunna Magga sú mann- eskja sem ég kynntist fyrst í þessari veröld. Þær héldu sam- an heimili á Húsavík, mamma, amma og hún, með börn og buru, á meðan Sighvatur maður hennar var langdvölum að heim- an vegna vinnu. Svo fluttust þau búferlum til Reykjavíkur, en við í Reykjadal. Snemmsumars var Gunna Magga þó yfirleitt komin norður ásamt frændsystkinum mínum, þorði ekki að fljúga, en lagði á sig að taka næturrútuna sem tók meira en hálfan sólarhring á sjöunda áratugnum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá þau í heimsókn og seinna fékk ég inni hjá þeim í borginni. Frænka mín stjórnaði stóru og annasömu heimili. Í gríni kallaði Guðmundur sonur henn- ar hana herforingjann, því hún vildi hafa allt í röð og reglu. Heimilið var stundum eins og hálfgert hótel og hún bjó að þeirri reynslu að hafa unnið á Hótel Húsavík. Auk þeirra hjóna vorum við þar fjögur ung- menni, bróðir Sighvats var í fæði og svo passaði Gunna Magga börn á daginn. Hún hafði yfirsýn og undirtök og var snill- ingur í matargerð. Hjá henni smakkaði ég fyrst grillaðan kjúkling á teini og heimagerðar franskar kartöflur, hamborgar- hrygg og svo hvalkjötið sem hún meðhöndlaði í mjólkurbaði svo úr varð hreinasta lúxussteik. Heimilið var smekklegt og pláss fyrir alla. Amma kom að norðan og dvaldi í nokkrar vikur. Oft var sofið í stofunni og ættingjar, vinir og venslafólk voru aufúsu- gestir. Gunna Magga var heima- vinnandi í orðsins fyllstu merk- ingu. Sjaldan eða aldrei fór hún sjálf í búð, hvorki matvöruversl- un né aðrar búðir. Hún skipu- lagði, en Sighvatur sá um inn- kaupin. Einu sinni urðu honum á mistök, þegar hann rambaði ekki á réttu skóna handa henni á útsölu. Þeir enduðu ónotaðir í geymslunni. Frænka mín var alltaf vel til fara, fór reglulega í hárgreiðslu og fylgdist með tísk- unni. Stundum gripum við í spil, oftast brús, sem ég lærði af þeim hjónum. Og kæmi Stjana frænka úr Keflavík í heimsókn upphófst mikil spilagleði. Gunna Magga og Sighvatur gerðu sér sjaldan dagamun, en árlega fóru þau á Þingeyingamótið og mér var jafnan boðið með. Þau voru bundin heimahögunum fyrir norðan sterkum tryggðabönd- um. Engan vissi ég sem vildi jafn lútsterkt kaffi og Gunna Magga. Löngu áður en ítölsk kaffimenn- ing varð almenn í Reykjavík var hennar smekkur í ætt við espressó. Þegar ég varð stúdent var efnt til veislu. Þá göldruðu þær mæðgur, Maja og Gunna Magga, fram nýjung sem kall- aðist pizza. Sighvatur fussaði yf- ir þessu ómeti, en fáum árum síðar var fyrsta pizzerían opnuð í Reykjavík. Seinna í lífinu vann Gunna Magga í Kjötvinnslu Sambands- ins og fann sig í því starfi. Hefði auðvitað átt að vera verkstjóri með alla sína reynslu. Hún brá sér líka í utanlandsferðir með vinkonum, sagði sögur af því þegar reynt var að byrla henni áfengi á Klörubar og hvernig kaupin gerðust í búðinni þar sem Spánverjinn kunni svolitla íslensku. Hún lét þó ekki plata sig, enda fylgin sér að eðlisfari. Gunna Magga var mín nán- asta frænka og eignaðist hlut í mér, einsog hún orðaði það sjálf. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Guðrún Magnea Aðalsteinsdóttir Magdalena Thor- oddsen – sýslu- mannsfrú okkar Ís- firðinga eins og við minnumst hennar, var eftir- minnilegur persónuleiki. Ef við ættum að lýsa í fáum orðum þeim eiginleikum sem ríkjandi voru í fari hennar, koma tvö orð upp í hugann: Hagorð og málsnjöll. Reyndar má kveða fastar að orði. Hún var fljúgandi skáldmælt. Leiðir okkar lágu saman á Ísa- firði á áttunda áratugnum. Við vorum, ásamt góðu fólki að byggja upp Menntaskólann á Ísa- firði. Magdalena var hin gest- risna húsfreyja yfirvaldsins. Þetta voru uppgangsár. Skuttog- araöld var gengin í garð. Það voru uppgrip til lands og sjávar. Herskari unglinga, sem sótti framhaldsskólana, og ungir menntamenn, sem komu til kennslustarfa, settu svip á bæ- inn. Sveitarfélög voru sameinuð. Það var hröð uppbygging rífandi gangur, líf og fjör. Margir lögðu leið sína til Ísa- fjarðar á þessum árum. Ýmsir þeirra áttu erindi við hið milda yfirvald, Þorvald Kjerúlf, sýslu- mann, eiginmann Magdalenu. Gestrisni hennar var við brugðið. Til marks um það er eftirfarandi saga. Móðurbróðir minn, Friðfinnur Ólafsson, landskunnur lífskúnst- ner og gleðimaður, átti erindi vestur að heimsækja dóttur sína, Elínu Þóru, sem kenndi við grunnskólann í Bolungarvík. Honum dvaldist nokkuð á heim- leiðinni á Ísafirði. Þeir Þorvarður höfðu verið skólabræður og reyndar herbergisfélagar á heimavist Menntaskólans á Ak- ureyri forðum daga. Þeir voru Magdalena Thoroddsen ✝ MagdalenaJóna Steinunn fæddist 7. febrúar 1926. Hún lést 3. maí 2018. Útför Magdalenu var gerð 14. maí 2018. aldavinir. Sýslu- mannsfrúin hefði slegið upp veislu af minna tilefni. Skóla- meistarinn ungi fékk að fljóta með, fyrir frændsemi- sakir sem og kona hans. Þetta er með eft- irminnilegri veislum, sem við höfum setið. Meðan borð svignuðu undan krásum, snerist tal okkar eingöngu um skáldskap. Aldrei höfum við heyrt vitnað í jafnmörg höfuð- skáld á jafn skömmum tíma. Það fór ekki framhjá okkur, að þótt frændi væri bæði víðlesinn og fjölvís, kom hann ekki að tómum kofanum hjá húsfreyju, þegar skáldskaparmál voru á dagskrá. Lengi vel hallaði ekki á með þeim. Þar kom, að þau fóru að kveðast á. Fyrri partar flugu af munni fram og botnað samstund- is. Þvílíkt neistaflug af yddaðri hugsun (og reyndar smáflími inn á milli). Þetta gekk lengi kvölds að máltíð lokinni með kaffi og ko- níaki. Smám saman fór að halla á okkur frændur. Þótt ég laumað- ist í Íslensk úrvalsljóð af bóka- hillu hjónanna og gaukaði stik- korðum að frænda, dugði það að lokum ekki til. Við urðum að játa okkur sigraða. Það var ekki lærdómur hins norðlenska skóla, sem sannaði yf- irburði sína þessa kvöldstund. Það var menningararfurinn frá Vatnsdal í Rauðasandshreppi sem átti ekki sinn líka. Ég hef horft og hlustað á ýmsa þiggjendur Nóbelsverðlauna í bókmenntum í kóngaveislum í Stokkhólmi. Enginn þeirra jafn- ast á við þessa veislu Magdalenu Thoroddsen. Við Bryndís sendum okkar innilegustu samhygðarkveðjur til Ólínu og Halldóru, nemenda okk- ar, afkomenda þeirra, aðstand- enda, vina og venslafólks. Jón Baldvin og Bryndís. ✝ Bragi Þór Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1949. Hann lést á Landspítala 2. maí 2018. Foreldrar hans voru Ásta Ásmundsdóttir, f. 25. júlí 1923 á Bíldudal, d. 29. ágúst 2000, og Stef- án Sörensson, f. 24. október 1926 á Kvíslarhóli á Tjörnesi, d. 7. jan- úar 2010. Hálfsystir Braga sam- feðra er Auður, f. 1946, búsett á Akureyri. Hún er gift Herbert B. Jónssyni og eiga þau þrjá syni. Bragi kvæntist 1971 Svölu Karlsdóttur, f. 1951 á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Davíð Þór, f. 1969 og embættisprófi í læknis- fræði 1979. Auk hefðbundins náms var Bragi í tónlistarskóla þar sem hann lærði á píanó og hélt hann því áfram á Akureyri. Á ung- lingsárum lagði hann stund á frjálsar íþróttir og keppti í ýms- um greinum. Bragi flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur eftir stúdentspróf 1969. Bragi og Svala fluttu ásamt börnum til Akureyrar 1979, þar sem hann lauk kandídatsári á FSA og starfaði við heilsugæslu til 1982. Haustið 1982 fékk Bragi stöðu héraðslæknis á Dalvík og bjó fjölskyldan þar allt til ársins 2005. Þá var flutt til Hafnar- fjarðar og Bragi hóf störf við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samhliða starfaði hann auk þess á fleiri stöðum á landsbyggðinni, m.a. á Grundarfirði. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, mið- vikudaginn 16. maí, kl. 13. 1973, kvæntur Con- nie Lee og eiga þau synina Jamie Frey og Jónas. 2) Ásta, f. 1976, sem á börnin Unu og Elí, faðir þeirra er Trausti Óskarsson. 3) Eva Björk, f. 1978. Hún á synina Hákon Frey, faðir hans er Leó Örn Þorleifs- son, og Heiðar Óla, faðir hans er Helgi Njálsson. 4) Kristján Karl, f. 1982, kvæntur Hafdísi Vigfúsdóttur, synir þeirra eru Breki og Sindri. 5) Stefán, f. 1991. Bragi flutti með foreldrum sínum til Húsavíkur árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MA Elsku Bragi. Þeir segja að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur og nú fyrst skil ég meininguna. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því hvað mér þótti innilega vænt um þig fyrr en núna. Síðustu dagar hafa verið súrrealískir og sorgin nístir hjartað. Þú varst sannar- lega stoðin og styttan í fjöl- skyldu þinni og þínu nærsam- félagi. Um áratuga skeið sinntir þú læknisstarfinu af slíkri alúð að eftir var tekið og um allt land ert þú syrgður af skjól- stæðingum þínum. Þegar við Kiddi (Kristján Karl) fórum að vera saman í ársbyrjun 2006 var ég fljótlega kynnt fyrir fjöl- skyldunni. Við stefndum þá bæði á að gera tónlistina að ævistarfi okkar og það er mín stóra gæfa í lífinu að hafa kynnst honum Kidda þínum. Við bjuggum er- lendis í átta ár, flökkuðum milli borga í Evrópu og menntuðum okkur í tónlist og þú komst að heimsækja okkur ófá skiptin. Minningar úr þessum ferðum eru afar dýrmætar núna. Eins allir tónleikarnir sem þú komst á til að heyra okkur spila og þar hittumst við síðast, á flaututón- leikum. Ég náði ekki að spjalla mikið við þig og ég sá að það lá ekkert sérlega vel á þér. En þú náðir nú samt að gefa mér falleg en beinskeytt komment eins og þér einum var lagið. Við Kiddi vorum hálfgerð hjón frá fyrsta degi þó við höf- um ekki gift okkur fyrr en síð- astliðið sumar, á 35 ára afmæl- isdegi Kidda. Við erum óendanlega þakklát fyrir að þú hafir verið með okkur þennan dag. Samband ykkar Kidda var náið og sérstakt og þó þið hafið verið mjög ólíkir karakterar þá hefur hann marga sína góðu mannkosti frá þér. Píanóið tengdi ykkur sterkum böndum og þið deilduð ástríðu og áhuga á góðri og vel fluttri tónlist. Kiddi er fjölskyldumaður fram í fingurgóma eins og þú, Bragi. Börnin þín deila góðum minn- ingum frá uppvaxtarárunum á Dalvík þar sem tónlist, íþróttir og útivist gegndu stóru hlut- verki, sérstaklega fjallgöngurn- ar. Þá minnast þau þess að hafa farið með þér í vitjanir um sveit- irnar og verið með þér á heilsu- gæslustöðinni. Þannig varstu kannski stærri fyrirmynd og meiri áhrifavaldur í lífi þeirra en þú gerðir þér grein fyrir og þau hafa valið sér bæði lækningar, tónlist og íþróttir sem starfs- vettvang. Á síðustu árum höfum við Kiddi heimsótt Dalvík marg- sinnis vegna tónleikahalds og í hverri heimsókn vorum við beð- in fyrir ófáar kveðjurnar. Minn- ing þín lifir í hugum og hjörtum Dalvíkinga og mun gera um ókomin ár. Vegir lífsins eru sannarlega órannsakanlegir, það höfum við nú reynt og þrátt fyrir sára sorg og söknuð er ég ákveðin í að láta ótímabæran dauða þinn, elsku Bragi, vera áminningu um að ekkert í þessu lífi er sjálfgefið. Enginn maður er óbrigðull og það eina sem við getum er að njóta þess sem við höfum og þess sem okkur er gefið. Þótt mikið sé frá fjölskyldunni tekið hefur hún margt að þakka fyrir, minningar um góða samveru og örlæti þitt. Þú hjálpaðir þínum nánustu gegnum súrt og sætt og það reynum við að gera núna, hugga og styðja hvert annað í djúpri sorg. Ég held þú yrðir stoltur sæirðu til okkar og auð- vitað stoltastur af Svölu þinni, því hennar missir er sárastur. Hún hefur staðið sig eins og hetja á óbærilegum tímum. Við munum minnast þín fyrst og fremst sem elskandi eigin- manns, föður, tengdaföður og afa og sem læknis sem sinnti starfi sínu af lífi og sál. Hvíldu í friði, elsku Bragi, og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Hafdís Vigfúsdóttir. Bragi Þór Stefánsson Ég man ekki hve- nær ég sá Eyva frænda í fyrsta skiptið. Þrátt fyrir að við hefðum aldrei búið í sama landi var hann samt alltaf í huga mínum. Flestar æskuminningar mínar um hann eru sögurnar sem mamma mín sagði mér. Um leið og hann kom í heiminn var hún dolfallin og eyddi ótalmörgum klukkutímum með hann í fanginu; hann lá þar og greip í hárið á henni og hún söng fyrir hann. Hann var hennar allra mesta uppáhald. Þegar ég var um 11 ára byrjuðum við Eyvi að skrifast á enda vorum við tvö þau einu af þrettán barna- börnum ömmu og afa sem ólust upp í útlöndum og við tengdumst því sérstaklega út af því en líka út af sterkum tengslum hans og mömmu. Ég var alltaf svo spennt þegar ég fékk bréf frá Bandaríkj- unum sem voru oft nokkurra blað- síðna löng. Einu sinni sendi hann mér appelsínugulan tie-dye bol sem ég notaði oft í gegnum ung- Eyvindur Árnason Scheving ✝ EyvindurÁrnason Scheving fæddist 26. desember 1968. Hann varð bráð- kvaddur 27. apríl 2018. Útför Eyvinds fór fram 12. maí 2018. lingsárin og henti ekki fyrr en það var lítið eftir af honum. Þegar ég var í kring- um tvítugt vorum við Eyvi loksins á leið til Íslands á sama tíma og þá fórum við frændsystkinin á djammið niður í bæ. Minningin frá því er skýr en við fórum á Hressó, þar sem for- eldrar okkar vörðu mörgum klukkustundum áður fyrr. Eyvi stóð við barinn, var að fara að borga og dró upp veskið sitt ná- kvæmlega eins og Árni gerði allt- af. Við frænkurnar hlógum svo mikið að þessu enda voru feðgarn- ir svo líkir og með svo svipað lát- bragð að það var stundum ótrú- legt. Eyvi var svo yndislegur og blíður en lífið er stundum ósann- gjarnt og fólk á við ýmis vandamál að stríða. Ég mun alltaf halda mik- ið upp á minningu mína um hann og veit að mamma mín, pabbi hans, afarnir og ömmurnar og Palli frændi eru að hugsa sérstak- lega vel um hann. Ég held áfram að hugsa hlýtt til fjölskyldu hans í Bandaríkjunum og til Fjólu, syst- ur hans, sem hefur þurft að missa pabba þeirra og bróður sinn með rúmlega mánaðar millibili. Bless- uð sé minning Eyva frænda. Lisa Marie Mahmic. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 6. maí 2018. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. maí. Sérstakir þakkir fær starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýju og alúð. Sigurður Gunnarsson Ólöf G. Ásbjörnsdóttir Óli Ragnar Gunnarsson Ragnheiður Júlíusdóttir Heimir Gunnarsson Ragnhildur Birgisdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.