Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. maí 2018, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. maí 2018 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2018, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gisti- náttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna- gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2018 Tollstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum bæta aðstöðu fyrir farþega Strætó, samkvæmt upplýsingum frá borg- inni. Loks verður hámarkshraði á Birki- mel lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/ klst. Verktaki er Bjössi ehf. sisi@mbl.is Lagfæringar á Birkimel í Reykjavík hafa staðið yfir frá í haust og nú hillir undir lok þeirra. Áætlað er að verk- inu verði lokið fyrir 1. júní nk. Fjögurra metra breiður göngu- og hjólastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar á milli Hringbraut- ar og Hagatorgs og gangstétt breikk- uð í átt að lóðamörkum. Þá hefur þrengingum verið komið fyrir á tveimur stöðum í götunni, við biðstöðvar Strætó. Um þessar þreng- ingar kemst bara eitt ökutæki í einu. Er þetta gert til að auka öryggi og Lagfæringum að ljúka  Nýr stígur á Birkimel  Gatan þrengd á tveimur stöðum Morgunblaðið/RAX Þráinn Hallgrímsson skrifstofustjóri hefur látið af störfum hjá Eflingu – stéttarfélagi en hann hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar allt frá árinu 1983 og hjá Eflingu frá stofnun félagsins. „Ég er búinn að vera 22 ár hjá félaginu og var ráðinn til Dagsbrúnar af Halldóri Björns- syni, þáverandi formanni, sem bauð mér starf skrifstofustjóra hjá Dagsbrún en ég hafði þá verið skólastjóri Mímis Tómstundaskóla. Það voru átta starfsmenn hjá gömlu Dagsrún og Halldór sagði við okkur; við þurf- um að sameina þessi félög í Reykja- vík. Það stóra verkefni hófst árið 1996,“ segir Þráinn en hann var skrif- stofustjóri í gegnum allar sameining- ar félaganna sem urðu að Eflingu – stéttarfélagi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið frá þeim tíma er Þráinn réði sig til Dagsbrúnar, sem þá var um 5.000 manna félag. Í dag eru starfandi um 40 starfsmenn hjá Eflingu og um 30.000 manns eru skráðir í félaginu. Hátt í helmingur félagsmanna er í dag útlendingar, að sögn hans. Hjá Eflingu – stéttarfélagi hefur Þráinn komið að fjölmörgum verk- efnum og stjórnun skrifstofu Efling- ar. Hann hefur tekið þátt í kjara- samningsgerð allan þann tíma sem hann hefur starfað hjá félaginu og unnið með samninganefnd Eflingar og Flóafélaganna allan þennan tíma. Þá hefur hann m.a. verið ritstjóri Fréttablaðs Eflingar. Hækkaðir með krónutölu Þráinn lætur nú af störfum í fram- haldi af kjöri nýs formanns félagsins sem hefur boðað stefnubreytingu og nýjar baráttuaðferðir hjá félaginu. Þeir sem eldri eru hafa ákveðnar efa- semdir um þetta. „En mér finnst al- veg sjálfsagt að nýtt fólk fái að sýna hvað í því býr. Þetta er hugsjónafólk sem talar fyrir þá lægst settu í þjóð- félaginu en það er þó þannig að við höfum eiginlega ekki gert neitt annað en að leggja áherslu á að hækka lægstu launin meira en önnur laun. Við höfum fylgt þeirri stefnu alla tíð og það hefur almennt verið gert með þeim hætti að annaðhvort hefur verið höggvið neðan af töxtunum eða þeir hækkaðir með krónutölu sem eru neðarlega í launakerfinu. Þetta hefur bara ekki dugað til þegar ríkisvaldið kemur svo og skerðir vaxtabætur og barnabætur og hækkar ekki skatt- leysismörkin.“ omfr@mbl.is Alltaf áhersla á lægstu launin  Félögunum fjölgaði úr 5.000 í 30.000 Þráinn Hallgrímsson Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það er ekki komið sól og sumar þó að þeir sem stjórna borginni setji á sumarlokanir,“ segir Brynjólfur H. Björnsson en hann hefur um langt skeið rekið verslunina Brynju við Laugaveg 29. Verslunin er ein af þeim sem lenda innan „sumargatnanna“ svo- kölluðu en Reykjavíkurborg hefur nú í nokkur ár lokað fyrir bílaum- ferð á vissum svæðum í borginni milli 1. maí og 1. október. „Ég skil ekki af hverju það má ekki hafa þetta bara frá júlí og fram á menn- ingarnótt. Þá eru mestar líkur á góðu veðri,“ segir Brynjólfur. Hann segist finna fyrir áhrifunum um leið og lokanirnar hefjast og þykir ráða- menn í borginni gefa veðri og vind- um alltof lítinn gaum. „Það er ennþá rigning og rok og þá er enginn á götunni.“ Sumargöturnar hafa verið til um- ræðu hjá íbúum og verslunarfólki í miðborginni frá því að Reykjavíkur- borg fór fyrst af stað með verkefnið 2011, en árið 2015 sendi umboðs- maður Alþingis frá sér álit þar sem meðal annars kom fram að skýrari lagaákvæða um heimildir sveitarfé- laga til að loka vegum tímabundið væri þörf. Þrátt fyrir það hefur lok- ununum verið haldið áfram með óbreyttum hætti og eru nú árlegur liður í skipulagi borgarinnar. Alltaf fleiri jákvæðir „Ég er mjög jákvæð gagnvart þessu. Þetta hefur ekki haft áhrif á okkur,“ segir Guðbjörg Kr. Ingvars- dóttir en hún hefur rekið skart- gripaverslunina Aurum við Banka- stræti um árabil. „Ég held að fólk sé bara að læra inn á þetta. Það kemur meiri ró yfir sumartímann en hins vegar má alveg skoða hvort þetta byrji of snemma og sé dregið of langt fram á haustið,“ segir Guð- björg en segir þó að sumarið hafi í för með sér notalegri stemningu en gengur og gerist yfir veturinn. Fleiri virðast hafa tekið göngu- göturnar í sátt en Reykjavíkurborg hefur látið framkvæma kannanir á viðhorfi til þeirra síðustu ár og hefur ánægja með þær farið stigvaxandi. „74,5% voru jákvæð gagnvart göngugötum í fyrra,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, og vís- ar þá til könnunar sem Maskína framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur í fyrra. Jafnframt kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 80% aðspurðra teldu göngugöturnar hafa jákvæð áhrif á mannlíf í miðborginni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur Ekki eru allir sammála um gagnsemi göngugatna í Reykjavík. Göngugöturnar ennþá umdeildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.