Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Blessuð blíðan Þessar nunnur gengu rösklega yfir Lækjargötuna í gær þegar sólin lét svo lítið að skína svolitla stund á borgarbúa, en Esjan náði ekki að rífa af sér öll skýin. Hari Sveitarfélögin leika æ stærra hlutverk í ís- lensku samfélagi. Hvernig til tekst við rekstur þeirra hefur ekki aðeins bein áhrif á daglegt líf okkar allra heldur veruleg óbein efnahagsleg áhrif. Á þessu ári er áætlað að heildartekjur A-hluta sveitarfélaganna verði 357 milljarðar króna og þurfa að vera skatttekjur um 280 milljarðar. Í fjár- málaáætlun til næstu fimm ára er reiknað með að heildartekjur A-hluta sveitarfélaganna verði orðnar liðlega 460 milljarðar árið 2023 eða um 103 milljörðum hærri en á þessu ári. Við þetta bætast um 107 milljarða tekjur B-hluta. Útsvarstekjur eru mikilvægasti tekjustofn sveitarfélaganna eða nær 80% af skatttekjum og 62% af heild- artekjum. Eina sveitarfélagið á höf- uðborgarsvæðinu sem leggur á há- marksútsvar – 14,52% – er Reykja- vík, en lægst er álagningin á Sel- tjarnarnesi og í Garðabæ. Af 74 sveitarfélögum er útsvarsprósentan í hámarki í 56. Í samantekt Samtaka atvinnulífs- ins [SA], sem var birt nýlega, kemur fram að frá árinu 1993 hafi útsvars- prósentan nær tvöfaldast en aðeins fjórðung hækkunarinnar megi rekja til yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Skattheimtan hefur því aukist á undanförnum árum umfram það sem réttlætist af auknum lög- bundnum verkefnum sveitarfélaga, segir SA. Sveitarfélögin hafa notið góðæris undangenginna ára og hafa skatt- tekjur hækkað verulega. Í fjármála- áætlun 2019-2023, kemur fram að útsvarstekjur hafi aukist að jafnaði um 9,9% að raunvirði á ári síðustu tvö ár og fasteignaskattar um 8,8%. Frá árinu 2011 þegar útsvar var hækkað vegna tilfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna, hafa tekjur af út- svari sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hækkað úr 7,4% í 8,1%. Reiknað er með að tekjur af útsvari haldi áfram að aukast á kom- andi árum og verði 8,3% af vergri landsfram- leiðslu árið 2023 þegar þær verða um 72 millj- örðum hærri en á þessu ári. Tekjur sveitarfélaga hafa aukist um 296 milljarða króna á föstu verðlagi frá 2011. Samtök atvinnulífs- ins benda á að þar af hafi 170 millj- örðum (57%) verið ráðstafað í aukinn launakostnað en einungis 12% hafi skilað sér í bættri afkomu. Garðabær og Seltjarnarnes bera af Í samantekt SA kemur fram að hlutfall skulda af tekjum samstæðu sveitarfélaga hafi lækkað hratt á und- anförnum árum. Ríflega helmingur lækkunarinnar er vegna hærri tekna, (hlutfallið lækkar með hærri tekjum jafnvel þótt engar skuldir séu greidd- ar), en hinn helminginn má rekja annars vegar til gengisstyrkingar ís- lensku krónunnar og hins vegar nið- urgreiðslu skulda. Staða sveitarfélaganna er misjöfn og það virðist vera samhengi milli skattheimtu og skulda. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Sterk fjár- hagsleg staða – lítil skuldsetning – gefur viðkomandi sveitarfélagi svig- rúm til að halda álögum í lágmarki en á sama tíma nýta tekjurnar í þjón- ustu við íbúana fremur en að þjónusta lánadrottna. Þannig eru þessu farið í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Í þessum sveitar- félögum eru skuldir á íbúa lang- lægstar en í þriðja sæti er Akranes og Kópavogur er í því fjórða. Reykja- vík er, ásamt Reykjanesbæ, skuldset- tasta sveitarfélagið miðað við skuldir samstæðu á hvern íbúa. Í greinargerð Samtaka atvinnulífs- ins er dregin fram sú staðreynd að Seltjarnarnes, Garðabær og Vest- mannaeyjar innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna. Akureyri, Fjarðabyggð og Reykjavík taka hlutfallslega mest til sín. Best í stakk búin Eitt er víst. Þau sveitarfélög sem eru lítið skuldsett og hafa gætt hóf- semdar í álögum á íbúana, eru betur í stakk búin en önnur til að takast á við áskoranir á komandi árum. Hvort sem þær áskoranir eru fólgnar í um- svifamiklum fjárfestingum eða efna- hagslegum þrengingum. Þar sem ekki er borð fyrir báru – skuldir mikl- ar og álögur eins þungar og lög leyfa – verður erfitt að glíma við óhagstæð ytri skilyrði s.s. lækkun tekna vegna samdráttar í efnahagslífinu og hækk- un skulda vegna gengislækkunar krónunnar. Þau sveitarfélög eiga fáa aðra kosti en að safna skuldum og/eða skera niður þjónustu við íbúana. Ekki þarf að skoða ársreikninga sveitarfélaga lengi til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hrein mýta að halda því fram að hugmynda- fræði skipti litlu eða engu þegar kem- ur að vali í sveitarstjórnir. Enginn getur efast um að ákveðin hug- myndafræði liggur til grundvallar við rekstur sveitarfélaga ekki síður en við rekstur ríkissjóðs. Það er ákveðin hugmyndafræði að byggja upp sveit- arfélag þar sem tekist hefur að sam- þætta öfluga þjónustu við íbúana, hóf- samar álögur og lágar skuldir. Fyrir launafólk skiptir miklu hvaða stefna er rekin í skattheimtu sveitar- félagsins. Útsvarsprósentan skiptir láglaunafólk meira máli en hvað ríkis- sjóður ákveður að innheimta í tekju- skatt. Sá sem hefur 300 þúsund krón- ur í mánaðarlaun greiðir helmingi meira í útsvar en í tekjuskatt til ríkis- ins (ef hann greiðir þá nokkuð). Í heild greiða Íslendingar mun meira í útsvar en tekjuskatt. Lækkun út- svars er stærra hagsmunamál fyrir flesta en að þoka tekjuskattsprósentu ríkisins niður. Með öðrum orðum: Skattastefna sveitarfélaga hefur meiri áhrif á launafólk en stefna ríkisins við álagn- ingu tekjuskatts. Lagfæringar á tekjuskattskerfi ríkisins, þar sem dregið er úr jaðarskattheimtu og skattprósenta lækkuð, er til lítils ef almenningi er síðan refsað af sveitar- félaginu með álagningu útsvars. Líkt og sést á meðfylgjandi línuriti hafa umsvif sveitarfélaganna aukist verulega á síðustu áratugum enda hafa þau tekið yfir verkefni sem áður voru hjá ríkinu s.s. grunnskóla og málefni fatlaðra. Tekjur og gjöld sveitarfélaganna eru um og yfir 13% af vergri landsframleiðslu en þetta hlutfall var innan við 12% um alda- mótin og rétt rúmlega 7% árið 1980. Það skiptir því æ meira máli hvernig til tekst við reksturinn og hefur bein áhrif á lífskjör allra. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inga eru gefin loforð um allt land – flest eru fyrirheit um aukin útgjöld. En svo eru frambjóðendur sem telja farsælast að gæta aðhalds og fremur lækka álögur á íbúana. Hugmynda- fræði þeirra er í sjálfu sér einföld. Þetta er hugmyndafræði frjálsræðis sem hefur gefist vel í þeim sveitar- félögum sem best standa fjárhags- lega og þar er ánægja íbúanna mest. En svo eru aðrir sem telja rétt að nýta alla tekjustofna til hins ýtrasta, eru áhyggjulitlir yfir skuldum (og að sífellt stærri hluti tekna fer í að þjón- usta skuldir en ekki íbúana). Þeir geta sótt fyrirmyndina til Reykjavík- ur. Eftir Óla Björn Kárason » Það er ákveðin hug- myndafræði að byggja upp sveitarfélag þar sem tekist hefur að samþætta öfluga þjón- ustu við íbúana, hóf- samar álögur og lágar skuldir. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mýtan um að hugmyndafræði skipti litlu Sveitarfélögin taka stærri sneið til sín Hlutfall tekna og gjalda A-hluta af vergri landsframleiðslu frá 1980 16% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 1980 1986 1992 1998 2004 2010 2016 Heimild: Hagstofa Íslands Tekjur % af vergri landsframleiðslu Gjöld % af vergri landsframleiðslu Skipting tekna A-hluta hins opinbera Ríki Sveitarfélög Heimild: Fjármálaáætlun 2019-2023 70% 30%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.