Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 svæðum sem Ísraelar hafa lagt undir sig í austurhluta Jerúsalem. Samein- uðu þjóðirnar líta á landtökubyggð- irnar sem brot á þjóðarétti en Ísrael- ar neita því. Með því að viðurkenna Jerúsalem formlega sem höfuðborg Ísraels hefur Trump styrkt Ísraela í deilunni um landtökubyggðirnar. „Tekin af samningaborðinu“ Þing Bandaríkjanna samþykkti ár- ið 1995 lög þar sem kveðið er á um að viðurkenna eigi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja eigi sendi- ráðið þangað. Bandaríkjaforseti fékk þó heimild til að fresta gildistöku ákvæðisins vegna öryggishagsmuna landsins. Forverar Trumps nýttu þessa heimild og frestuðu gildistöku ákvæðisins með hálfs árs millibili. Trump hefur sagt að með ákvörð- un sinni hafi hann viðurkennt þann „augljósa veruleika“ að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraels. Embættismenn hans hafa tekið undir þetta og sagt að hægt verði að semja um framtíðar- stöðu Jerúsalem í samningaviðræð- unum. Skilaboðin frá Washington eru hins vegar misvísandi í þessu máli – eins og mörgum öðrum – því að for- setinn hefur sagt að með ákvörðun- inni hafi deilan um Jerúsalem verið „tekin af samningaborðinu“. Hann hefur ekkert sagt um þá kröfu Palest- ínumanna að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg ríkis þeirra og virðist hafa tekið eindregna afstöðu með Ísr- aelum sem líta á Jerúsalem sem „ei- lífa og óskipta höfuðborg Ísraels“. Aaron David Miller, fyrrverandi samningamaður Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, segir að forverar Trumps í forsetaembættinu hafi stutt Ísraela en reynt að sýna leiðtogum Palestínumanna skilning og koma til móts við sjónarmið þeirra. Trump og embættismenn hans hafi hins vegar farið yfir strikið með stuðningi sínum við Ísraela í þessu erfiða deilumáli. Martin Indyk tekur í sama streng. „Þeir hafa hrakið Palestínumenn frá samningaborðinu og gefið þeim ástæðu til að koma ekki að því aftur,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir hon- um. Þjóðinni þjappað saman Khaled Elgindy, fyrrverandi ráð- gjafi leiðtoga Palestínumanna, telur mjög ólíklegt að Palestínumenn fall- ist á að hefja viðræður við Ísraela á grundvelli friðaráætlunar Banda- ríkjastjórnar. „Til að það geti gerst þarf Trump að minnsta kosti að hvetja Ísraela til að hætta drápum á óvopnuðum mótmælendum,“ hefur Reuters eftir honum. Leiðtogar Bretlands, Frakklands og fleiri Evrópuríkja hafa gagnrýnt manndrápin síðustu daga, sagt að Ísraelar hafi rétt til að verja landa- mæri sín en hvatt þá til að sýna still- ingu og forðast að beita of mikilli hörku. Mannréttindasamtökin Am- nesty International sögðu að mann- drápin væru „viðbjóðslegt brot á mannréttindum“, virtust hafa verið framin af ásettu ráði og Ísraelsher hefði því líklega gerst sekur um stríðsglæpi. Donald Trump skellti hins vegar allri skuldinni á Hamas-samtökin sem stóðu fyrir mótmælunum og hvöttu Palestínumenn til að ráðast yf- ir landamærin og inn í Ísrael. Leið- togar Hamas sögðu að mótmælunum yrði haldið áfram og ýjuðu að því að samtökin kynnu að gera á árás á Ísr- ael sem gæti leitt til nýs stríðs á Gaza-svæðinu. Fréttaskýrendur breska ríkis- útvarpsins segja að leiðtogar Hamas líti á ákvörðun Trumps og manndráp Ísraela sem tækifæri til að þjappa Palestínumönnum saman og beina at- hyglinni frá slæmri frammistöðu Hamas-manna á Gaza-svæðinu sem hefur verið undir stjórn samtakanna. Hamas og aðrar íslamskar hreyf- ingar Palestínumanna hafa nú fengið „þjóðernislegt og trúarlegt málefni sem þær geta sameinast um: að verja Jerúsalem,“ hefur The New York Times eftir Aaron David Miller. „Sendiráðið er orðið að áþreifanlegu tákni í þeirri baráttu.“ Friðar- horfurnar versna enn  Ákvörðun Trumps og manndráp Ísraela minnka líkur á friðarsamningi Lokað svæði Byggist á skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í júlí 2017 Lífskjörin á Gaza-svæðinu Heimild: Sameinuðu þjóðirnar 42% Lítið, þéttbýlt svæði í herkví Ísraela 362 km2 785 km2 5 km Eina raforku- verinu er lokað reglulega Erez Rafah Kerem Shalom Beit Lahiya JabaliyaGAZA Deir el-Balah Khan Yunis Khouza Rafah Flugvöllur eyðilagður árið 2002 5.479 íbúar á km2 Íbúar nú Eftirlitsstöðvar NewYorkGaza Þéttbýl svæði Flóttamannabúðir af íbúunum 26 til 46% af eftirspurninni er fullnægt 3,8% 39% Öruggt drykkjar- vatn úr vatnsbólum 47% Hlutfall þeirra sem búa við fæðuóöryggi Hlutfall fátækra Atvinnuleysi Aðgangur að rafmagni 1,42 læknar eru á hverja 1.000 íbúa Heilsugæsla Girðing Múr 202 0 201 6- 201 7 201 1- 201 2 Í mil ljón um 1.6 2 2.2 Sp á Í SRAEL 50 km Tel Avív EGYPTA-LAND JÓ RD A N ÍA VESTUR-BAKKINN M ið ja rð ar ha f Jerúsalem LÍB. Sjúkraflutningar leyfðir í sumum tilvikum (Vöruflutningaeftirlit) (Sjaldan opin) 2 milljónir Vilja óháða rannsókn » Stjórnvöld í Belgíu, Bret- landi, Sviss, Þýskalandi og fleiri ríkjum hafa hvatt til óháðrar rannsóknar á manndrápum Ísr- aelshers við landamærin að Gaza-svæðinu. » Bandaríkjastjórn kom í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um slíka rannsókn. » 60 Palestínumenn biðu bana í mótmælum við landamærin í fyrradag, þ.á m. átta börn. FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Líkurnar á því að bandarísk stjórn- völd geti knúið fram varanlegan friðarsamning milli Ísraela og Palest- ínumanna eru nú minni en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að flytja sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem og vegna drápa Ísraels- hers á tugum mótmælenda við landa- mærin að Gaza. Þetta er mat margra fréttaskýrenda og sumir þeirra telja jafnvel að líkurnar á friðarsamningi fyrir milligöngu bandarískra stjórn- valda séu nánast engar. Á meðal þeirra svartsýnustu er Martin Indyk, sem var sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar í til- raunum til að koma á friði milli Ísr- aela og Palestínumanna í forsetatíð Baracks Obama. Hann segir að yfir- lýsingar bandarískra embættis- manna um að flutningurinn á sendi- ráðinu geti stuðlað að friðarsamningi séu „fáránlegar“. Embættismenn í Washington hafa sagt að tengdasonur forsetans, Jared Kushner, og Jason Greenblatt, aðal- samningamaður Trumps í alþjóða- málum, séu að leggja lokahönd á nýja áætlun um friðarsamning milli Ísr- aela og Palestínumanna. Ákvörðun Trumps um að flytja sendiráðið frá Tel Aviv til Jerúsalem varð til þess að leiðtogar Palestínumanna sögðu að þeir myndu ekki ljá máls á viðræðum fyrir milligöngu Bandaríkjastjórnar. Brot á þjóðarétti Með ákvörðun sinni vék Trump frá stefnu sem bandarísk stjórnvöld hafa fylgt síðustu áratugi í deilu Ísraela og Palestínumanna um Jerúsalem sem gyðingar, kristnir menn og múslímar líta á sem helga borg. Hún hefur ver- ið eitt af erfiðustu deilumálum Ísraela og araba og torveldað mjög friðar- samninga. Palestínumenn hafa kraf- ist þess að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg ríkis þeirra þegar fram líða stundir. Bandarísk stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að leysa eigi deiluna um Jerúsalem í friðarvið- ræðum, eins og kveðið er á um í samningi Ísraela og Palestínumanna frá árinu 1993. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti árið 1947 áætlun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba, og samkvæmt henni átti Jerúsalem, Betlehem og nálægir helgistaðir að vera undir stjórn al- þjóðasamtakanna. Gyðingar sam- þykktu áætlunina um skiptinguna en arabaríki höfnuðu henni og hófu stríð gegn Ísrael eftir að ríkið var stofnað árið 1948. Þegar átökunum lauk ári síðar tilheyrði austurhluti borgar- innar Jórdaníu en vesturhlutinn Ísr- ael. Ísraelar hernámu austurhlutann í sex daga stríðinu 1967 og síðan hefur öll borgin verið undir stjórn Ísraels. Austurhlutinn var innlimaður í landið árið 1980 með lögum þar sem Jerú- salem var lýst sem „eilífri og óskiptri höfuðborg Ísraels“. Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna fordæmdi innlim- unina, sagði hana vera brot á þjóða- rétti, og samtökin hafa aldrei viður- kennt hana. Eftir innlimunina hafa borgarmörk Jerúsalem verið færð út með lögum sem samþykkt hafa verið á þingi Ísr- aels. Alls búa um 200.000 gyðingar á Aðalfundur Haga hf. 6. júní 2018 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinnmiðvikudaginn 6. júní 2018 og hefst hann kl. 09:00 áHilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2017/18. 4. Tillaga að eftirfarandi breytingum á samÞykktum félagsins: a) Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði með eftirfarandi viðbót við gr. 2.1 í samÞykktum félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði. Forgangsréttur hluthafa skv. gr. 2.3 í samÞykktum félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni til greiðslu fyrir hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. í samræmi við kaupsamning Þar að lútandi á genginu 47,5 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Hlutafé félagsins eftir hækkun verður kr. 1.213.333.841. Framangreind heimild stjórnar Haga hf. rennur út á aðalfundi félagsins árið 2019 sem áætlaður er Þann 7. júní. Heimild Þessi skal felld úr samÞykktum Þegar hún hefur verið nýtt.“ b) Grein 3.18 um dagskrá aðalfundar verði breytt Þannig að við dagskrá fundarins bætist við kosning tilnefningarnefndar. c) Grein 4.11 um verkaskiptingu stjórnar verði breytt, til samræmis við starfsreglur stjórnar, að stjórn kjósi sér varaformann. 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning tilnefningarnefndar. 8. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 9. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 10.Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.