Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 ✝ Jóna Aðal-heiður Hannes- dóttir fæddist á Núpsstað 30. mars 1924. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 6. maí 2018. Foreldrar Jónu voru þau hjónin Þóranna Þórarins- dóttir húsfreyja, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972 og Hannes Jónsson, land- póstur og bóndi, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968. Jóna var næstyngst í röð tíu barna þeirra hjóna. 1) Margrét, f. 1904, d. 2011. 2) Dagbjört, f. 1905, d. 1998. 3) Eyjólfur f. 1907, d. 2004. 4) Fil- ippus, f. 1909, d. 2010. 5) Mar- grét, f. 1910, d. 2006. 6) Jón, f. 1913, d. 2012. 7) Málfríður, f. 1914, d. 2002. 8) Sigrún, f. 1920, d. 1982. 9) Ágústa Þorbjörg, f. 1930. Ágústa er ein systkinanna er á lífi. Jóna sleit barnsskónum á Núpsstað og gekk í skóla þar í sveit og sinnti bústörfum. Árið 1945 fór hún til Reykjavíkur og réð sig í vist að Egilsgötu 18. Í Reykjavík kynntist hún eigin- manni sínum, Tómasi Arnfjörð Ágústssyni, f. 3.9. 1915, d. 30.4. 1964. Foreldrar hans voru Þór- Hjálmar Jónsson, f. 8.9. 1957, d. 8.2. 1922. Jóna og Línberg fluttu að Árskógum 6 árið 1993 og bjuggu þar til æviloka. Jóna starfaði við margt sam- hliða uppeldi drengjanna. Hún vann lengi hjá Póstinum og einnig sem ræstitæknir hjá Menntaskólanum við Hamra- hlíð, auk þess bar hún út dag- blöð. Jóna hafði yndi af sönglist. Hefur sungið í mörgum söng- hópum til að mynda í Skaft- fellingakórnum í Reykjavík. Hún var í hópi þeirra sem sungu við vígslu Skeiðarárbrúarinnar árið 1974. Með Gerðubergs- kórnum söng hún í yfir 25 ár, allt þangað til í desember á síð- asta ári. Hún var formaður alt- raddarinnar, var lagviss og hafði næmt tóneyra. Einnig var hún í öðrum sönghópum sem sungu m.a. í Seljahlíð, á Drop- laugarstöðum og víða við mess- ur hjá eldri borgurum. Hún unni ljóðum og var Davíð Stefánsson í uppáhaldi hjá henni. Jóna spil- aði bæði á orgel og harmonikku þó hún hafi ekki notið tónlistar- kennslu og lék á harmonikku meðal annars á dansleikjum í heimasveitinni. Eftir hana liggja mörg falleg handverk. Eitt þeirra er í bænhúsinu á Núps- stað, heklaður hvítur dúkur sem prýðir þar altarið. Tækifæris- kort hennar eru algjör lista- verk. Útför Jónu fer fram í Selja- kirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13. dís Kristjánsdóttir, f. 1.10. 1891, d. 21.3. 1957 og Ágúst Guðjón Jónsson, f. 17.8. 1893, d. 12.1. 1975. Jóna og Tóm- as stofnuðu heimili að Steinum við Laugarásveg, en fluttu síðan að Tunguvegi 76. Þau giftu sig 19.3. 1960. Synir þeirra eru: 1) Snorri Þór Tómasson, f. 6.11. 1946, kvæntur Kristjönu U. Valdimarsdóttur, f. 3.9. 1947. 2) Hannes Tómasson, f. 2.4. 1948, kvæntur Hong Thanh Bui Thi, f. 5.3. 1981. 3) Ágúst Tómasson, f. 6.9. 1949, kvæntur Elísabetu Þórdísi Guðmundsdóttur, f. 29.12. 1949. 4) Hörður Ingþór Tómasson, f. 11.12. 1953, kvænt- ur Sigrúnu Rögnu Jónsdóttur, f. 9.10. 1957. 5) Pálmi Tómasson, f. 9.9. 1958, kona hans er Sigríður Poulsen, f. 11.8. 1959. Barna- börn Jónu eru 20 og lang- ömmubörnin orðin 27. Árið 1988 kynntist Jóna Lín- berg Hjálmarssyni, f. 8.4. 1917, d. 9.5. 2003, frá Helgustöðum í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sigríður Eiríksdóttir, f. 28.6. 1883, d. 12.1. 1922 og Hún var ekki hávaxin, konan sem arkaði úr Nettó heim í Ár- skóga. Bakpokinn var úttroðinn af hveiti og mjólk til að nota í pönnukökur. Hún gekk rösklega á gödduðum skónum með göngu- stafi í höndum. Fallegt hvítt hár- ið stóð út undan fjólubláa hár- bandinu og hún pírði augun í hríðinni. Þannig voru göngu- túrar tengdamóður minnar þrátt fyrir eða vera komin yfir nírætt. Hún fór allra sinna ferða í strætó eða gangandi. Einhverju sinni var hún spurð hvort hún vildi ekki nota hnappinn sem opnaði dyrnar á byggingunni sem hún var að fara inn í. „Nei,“ svaraði hún „það styrkir hend- urnar að toga í hurðina.“ Þrátt fyrir mótlæti lét Jóna fátt stoppa sig í lífinu. Það hefur trúlega verið henni þungbært að verða ekkja nýorðin fertug, eftir sviplegt andlát Tómasar. Styrk- ur hennar fólst í jákvæðni og bjartsýni ásamt einstöku æðru- leysi. Það hefur ekki verið auð- velt að tjónka við fimm stráka á aldrinum fimm til sautján ára á þessum árum. Þegar ég innti hana eftir því hvort þetta hefði ekki verið erfitt, vildi hún sem minnst gera úr því, það hefðu líklega margir átt erfiðari daga en hún. Fyrstu jólin sem ég sat með þeim til borðs á Tunguveg- inum varð ég undrandi yfir því að húsfreyjan settist aldrei nið- ur. Hún var á þönum eftir sósu og sultu. Það var eins og hún sjálf þyrfti ekkert að borða. Síð- ustu vikurnar sem hún var heima hafði hún áhyggur af því að hafa ekki orku til að hella á könnuna handa mér. Hún var sí- fellt að hugsa um aðra en sjálfa sig. Yfir Jónu var alltaf birta og frá henni stafaði mikil hlýja. Út- geislun hennar var einstök. Bros hennar og hlátur gátu rekið burtu mörg óveðursský. Hún var mjög sjálfstæð og gat haft sterk- ar skoðanir. Hún hafði ríka rétt- lætiskennd og var meinilla við neikvæðni og skildi ekki fólk sem sífellt var að kvarta og kveina. Umhyggjan fyrir barnabörn- um og langömmubörnunum var einstök. Frá henni streymdi svo mikil hlýja og brosið náði út að eyrum þegar hún tók utan um þau, og kyssti. Sköpunargleði hennar var ótrúleg, sama hvort það pappír, garn eða útsaumur sem hún hafði milli handanna. Úr því urðu falleg listaverk. Þegar langömmubörnin komu í heim- sókn var henni ekkert eðlilegra en að sitja flötum beinum á gólf- inu og hjálpa þeim að skapa ger- semar úr Legokubbum. Gamla rokkinn hennar fengu þau að prufa með nákvæmum leiðbein- ingum um til hvers hann var not- aður á árum áður. Af tilviljun fylgdi ég henni í Gerðuberg daginn eftir 90 ára afmælið hennar með kaffibrauð sem hún vildi deila með kór- félögunum. Þarna hlustaði ég á kórinn og laumaði mér í eitt sæt- ið með sópraninum. Þannig byrj- aði ég sjálf að syngja með og hef verið þar síðan. Þetta varð til þess að með okkur tókust enn nánari bönd í gegnum sameigin- legt áhugamál, sönginn. Djúp virðing var borin fyrir henni í kórnum þar sem hún var for- maður altraddarinnar og hélt öll- um nótum til haga. Það voru fá lög í söngflórunni sem hún ekki kunni. Nú er söngur hennar hljóðn- aður. Eftir lifa bjartar minning- ar um einstaka móður og tengdamóður, sem gaf okkur svo mikið. Guð geymi hana. Kristjana og Snorri. Amma Jóna. Fyrir mörgum árum eignaðist ég ömmu sem var ein sú ömmu- legasta sem ég hafði séð. Lítil, brosmild, alltaf hlæjandi og með alveg hvítt hár. Amma Jóna var ljúf og elskuleg kona. Bros henn- ar yljaði okkur alltaf um hjarta- rætur. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara í borgina og hitta ömmu Jónu. Að koma til hennar var ævintýri. Það var vaknað snemma og farið með að bera út Morgunblaðið, te og ristað brauð þegar heim kom og ekki má gleyma pönnukökunum en amma Jóna gerði bestu pönnu- kökur í heimi. Þessi litla og kvika kona var dugleg að mæta þangað sem henni var boðið og fylgdist hún vel með öllum sínum afkomend- um og vildi vita allt um alla. Amma var ekki bara amma held- ur var hún góð vinkona líka. Hún deildi visku sinni til okkar allra og kom með góð ráð. Allir voru jafnir og mátti hún ekkert aumt sjá. Þegar ég flutti suður sem unglingur bjuggum við hjá henni fyrstu mánuðina og var sambúð- in góð. Hún kenndi mér margt um lífið og tilveruna sem hefur fylgt mér alla tíð. Ég fékk að fara með henni á kóræfingar og flækjast með henni um bæinn. Hún ferðaðist með strætó allar sínar ferðir eða þangað til að henni fannst leiðarkerfið svo flókið að það væri ekki fyrir venjulegt fólk að skilja það. Núna er komið að leiðarlokum og vil ég þakka fyrir öll árin sem við áttum saman. Það er alltaf erfitt að kveðja en þú varst tilbú- in að fara frá okkur. Þín, Fanney Björnsdóttir. Jóna Aðalheiður Hannesdóttir ✝ Katrín Egils-dóttir fæddist 24. maí 1934. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 2. maí 2018. Katrín var dóttir Guð- mundu Guðmunds- dóttur og Egils Guðmundssonar. Systur hennar eru Lea, f. 1938, og Agla, f. 1942. Katrín ólst upp í Hafnarfirði. Þann 23. desember 1954 giftist hún Baldri Sigurðssyni, f. 23. desember 1934, d. 20. janúar 1973. Eftirlifandi maki Katrínar er Sæmundur Pét- ursson, f. 10. októ- ber 1943. Börn Katrínar og Bald- urs eru: 1) G. Eygló Baldurs- dóttir, maki Gunn- ar Maack, f. 14. mars 1954, d. 8. júlí 1994, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Jó- hannsson. 2) Kjart- an Baldursson, maki Edda Aradóttir. Sonur Sæmundar er Árni Sæmunds- son. Barnabörnin eru sex og barnabarnabörnin fimm. Útför fór fram í kyrrþey. Hvernig kveður maður vin sinn og og félaga sem um leið er móðir manns? Einfaldlega með því að segja takk. Kærar þakkir fyrir allar stundirnar okkar saman. Kærar þakkir fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum þegar til þín var leitað, varst einstök amma og barnabörnin og langömmubörn- in nutu þess að vera hjá þér. Hvað gerði þig svona heilsteypta og æðrulausa? Var það upplagið, uppeldið, reynslan, ástin og sorgin, eða þetta allt? Allavega leiddi það til þess að handleiðsla þín varð okkur ómetanleg. Elsku mamma, líf þitt var stund- um erfitt, þú misstir pabba þinn mjög ung og hann pabba okkar aðeins 38 ára gömul. En hann Sæmi kom eins og himnasend- ing inn í líf okkar og það birti til á ný. Hann hefur staðið þér við hlið og reynst þér svo vel að eft- ir er tekið. Við kveðjum þig, kæra mamma, með söknuði en um leið þakklæti fyrir allar liðn- ar stundir. Megi minningin um þig vera okkur eftirlifendum vegvísir inn í komandi framtíð. Eygló Baldursdóttir og Kjartan Baldursson. Elsku amma, það er sárt að kveðja en á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig að. Í gegnum árin hefur nær- vera þín og þátttaka í lífi mínu verið ómetanleg. Þú varst mikill stuðningur á erfiðum tímum, hlý og góð og mikil fyrirmynd. Það verða seint taldir upp allir þeir mannkostir sem þú bjóst yfir. Þú varst mikill áhrifavaldur í lífi mínu og fjölskyldu minnar, kær vinur okkar allra og hjálp- arhella þegar á reyndi. Þau voru mörg ferðalögin sem við bræð- urnir fórum með ykkur afa um landið, fórum á skíði eða áttum góðar stundir í Grjótaselinu. Þetta voru góðar stundir sem skildu eftir minningar sem munu lifa og ylja okkur um ókomin ár. Elsku amma, takk fyrir að vera alltaf til staðar, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og takk fyrir að gefa okkur svona stóran part af sjálfri þér. Við kveðjum með söknuði en geymum í hug- skoti okkar mynd og minningu um góða konu. Baldur Maack og fjölskylda. Katrín Egilsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,tengdafaðir, afi og langafi. GUNNAR EGILSON, fyrrv. flugumferðarstjóri og bóndi, Grund 2, Eyjafjarðarsveit, lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 23. maí klukkan 13.30. Auður Birna Egilson Þorsteinn Egilson Bryndís Egilson Stefán Sch. Árnason Kjartan Steinarr Egilson Snæfríð Egilson Ivan Falck-Petersen Agla Egilson Jónas Kristjánsson barna og barnabarnabörn Innilegar þakkar til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, ARNÓRS AÐALSTEINS STÍGSSONAR frá Horni. Hjartans þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Eyri fyrir hlýju og góða umönnun. Stígur Arnórsson Björk Helgadóttir Svanfríður Arnórsdóttir Elfa Dís Arnórsdóttir og fjölskyldur Okkar ástkæri, REYNIR JÓNASSON, fv. aðstoðarbankastjóri, Birkihæð 12, Garðabæ, er látinn. Jarðarför verður auglýst síðar. Elín Þórhallsdóttir Gunnar Ólafur Bjarnason Sigrún Sigfúsdóttir Jónas Reynisson Hanna Lára Helgadóttir Þórhallur Haukur Reynisson Kristín Jónasdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar, RAGNAR HALLSSON frá Hallkelsstaðahlíð, lést laugardaginn 12. maí í Brákarhlíð í Borgarnesi. Útförin fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 19. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is. Sigríður Herdís Hallsdóttir Anna Júlía Hallsdóttir Sigfríður Erna Hallssdóttir Margrét Erla Hallsdóttir Sveinbjörn Hallsson Elísabet Hildur Hallsdóttir Halldís Hallsdóttir Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KATRÍN ÞÓRODDSDÓTTIR, lést á öldrunarheimilinu Hlíð sunnudaginn 13. maí. Sæmundur Þóroddsson Baldvin Þóroddsson Petra Verschüer Snjólaug Þóroddsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Kristín S. Þóroddsdóttir Guðjón S. Þóroddsson Kristín M. Magnadóttir og fjölskyldur Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIF SIGURÐARDÓTTIR kennari, Kvisthaga 27, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Atli Heimir Sveinsson Sjöfn Blöndal Auðunn Árni Blöndal Stefanía Björg Eggertsdóttir Edda Lúvísa Blöndal Páll Hólm Sigurðsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.