Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ Hulda Stein-unn Valtýs- dóttir fæddist í Reykjavík 29. sept- ember 1925. Hún lést á dvalar- heimilinu Sóltúni 6. maí 2018. Foreldrar Huldu voru Valtýr Stef- ánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Kristín Jónsdóttir listmálari. Systir Huldu var Helga, leikkona, d. 1968. Hulda giftist 27. júlí 1946 Gunnari Hanssyni arkitekt, f. 19. febrúar 1925, d. 6. janúar 1989. Foreldrar Gunnars voru Hans Þórðarson stórkaupmaður og Guðrún Sveinsdóttir hús- freyja í Reykjavík. Hulda og Gunnar bjuggu í Sólheimum 5, í húsi sem Gunn- ar teiknaði. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Kristín, f. 4. mars 1947. Hennar maður var Stefán Pétur Eggertsson, d. 8. janúar 2013. Þeirra börn eru: Hulda, f. 1972, gift Pétri Þ. Ósk- arssyni. Börn þeirra eru Stefán, f. 2002, og Steinunn Hildur, f. 2007. Dóttir Péturs er Aðal- heiður Ósk, f. 1993. Gunnar, f. 1976, kvæntur Örnu Björk Jóns- dóttur. Þeirra synir eru Pétur, f. 2007, og Jón Grétar, f. 2010. ar, var við nám í arkitektúr. Þar hóf Hulda að vinna að þýð- ingum, einkum á efni fyrir börn á öllum aldri, m.a. sögurnar um Bangsímon eftir A.A. Milne. Í Noregi kynntist hún verkum rithöfundarins Torbjörns Egen- er og hóf að þýða verk hans, m.a. Dýrin í Hálsaskógi, Karíus og Baktus og Kardemommubæ- inn. Óhætt er að segja að leik- verk hans hafi lifað með þjóð- inni frá því Þjóðleikhúsið setti þau fyrst á svið. Barnatími þeirra systra, Helgu og Huldu, í útvarpi varð mjög vinsæll og var á dagskrá Ríkisútvarpsins um árabil. Hulda sat í borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn frá 1982 til 1986 og var varaborgarfulltrúi frá 1986 til 1990. Hún var formaður umhverfismálaráðs og fyrsti formaður menningarmála- nefndar Reykjavíkur. Hulda hafði alla tíð mikinn áhuga á skógrækt og var formaður Skógræktarfélags Íslands frá 1981 til 1999. Þá var hún for- maður framkvæmdanefndar um landgræðsluskógaátakið Ár trésins, sat í stjórn Land- græðslusjóðs og í stjórn Rann- sóknastöðvarinnar á Mógilsá. Hulda var heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Íslands og Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Hún hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að skógræktarmálum. Útför Huldu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 16. maí 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Eggert, f. 1977, kvæntur Anabel Baxter. 2) Helga, f. 31. ágúst 1953. Hennar maður er Michael Dal. Dóttir þeirra er Eva Kristín, f. 1985, gift Atla Erni Sverris- syni. Þeirra sonur er Birkir Michael, f. 2015. 3) Hildi- gunnur, f. 18. apríl 1957. Hennar maður er Ásgeir Haraldsson. Þeirra börn eru: Gunnar Steinn, f. 1986, sam- býliskona hans er Sara Sigur- lásdóttir. Ragnheiður Steinunn, f. 1990, sambýlismaður hennar er Brynjar Þór Guðbjörnsson. Dóttir Ásgeirs er Tinna Laufey, f. 1975, gift Sigurði Gylfa Magnússyni. Hennar sonur er Pétur Bjarni Einarsson, f. 2002. Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945. Hún hóf snemma að starfa hjá Morgunblaðinu, var ritari föður síns um árabil og síðar blaðamaður. Frá 1989 til 2005 sat Hulda í stjórn Árvak- urs, útgáfufélags Morgun- blaðsins, og var varaformaður stjórnar frá 1989 til 1995. Hulda bjó um árabil í Kaup- mannahöfn og Þrándheimi þar sem Gunnar, eiginmaður henn- Með söknuði en einlægu þakk- læti kveð ég tengdamóður mína Huldu Valtýsdóttur. Við áttum samleið um langan tíma, hún var yndisleg kona, góðhjörtuð og vel- viljuð. Hún gladdist þegar það átti við, skynsöm og yfirveguð þegar svo bar undir. Hulda var góð kona, hún var vinur minn, góður vinur minn. Á kveðjustund streyma fram minningar. Hulda og Gunnar í Sólheimunum á góðri stundu; Hulda alltaf jákvæð og skemmti- leg. Umræður um þjóðmál; Hulda skynsöm og yfirveguð. Samræð- ur um menningarmál, umhverf- ismál eða málefni barna; Hulda áköf, brann fyrir þessum mikil- vægu málum með ákveðnar og vel ígrundaðar skoðanir. Henni fannst einnig afar mikilvægt að Morgunblaðið væri gott blað sem miðlaði þekkingu og menningu til allra. Minningar frá veiðiferðum; Hulda veiðin en naut fyrst og fremst náttúrunnar, árinnar og fjölskyldunnar. Stundirnar við veiðar með Huldu eru einstak- lega dýrmætar. Það var fróðlegt og lærdóms- ríkt að ræða við Huldu um mik- ilvæg málefni. Hún hlustaði vel á aðra, las og kynnti sér efnið og mótaði sér skoðanir að vel athug- uðu máli. Og stóð við þær af yf- irvegaðri hógværð en festu. Á þann máta náði Hulda árangri. Málefni barna voru Huldu afar hugleikin. Barnabörnin nutu þess vel. Hún þýddi Dýrin í Hálsa- skógi, Kardimommubæinn, Bangsímon og fleiri verk. Þannig má vissulega segja að Hulda hafi átt þátt í uppeldi barna á Íslandi í nokkrar kynslóðir. Sú siðfræði sem þar er boðuð á sannarlega við kynslóð eftir kynslóð. Og það er góður boðskapur sem kemur fram í fyrstu grein laga Dýranna í Hálsaskógi að öll dýrin í skóg- inum eigi að vera vinir. En til þess þarf að gaumgæfa mál, kynna sér vel og sannfæra hin dýrin. Og það er ekki alltaf auð- velt því „það er svo erfitt að vita hvað býflugur hugsa“ eins og Bangsímon sagði. Huldu var ein- staklega vel lagið að ræða mál, leggja fram rök og finna niður- stöðu. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una í Sólheimum 5 var ég mennt- skælingur með of sítt hár og skegghýjung og ástfanginn af heimasætunni! Mér var samt af- ar vel tekið af Huldu og Gunnari og rætt við mig eins og jafningja. Ég hef borið gæfu til þess að hafa átt vináttu Gunnars og Huldu alla tíð. Fljótlega tók ég eftir því að Hulda kvaddi mig jafnan með orðunum: „Farðu nú varlega!“. Ef ég var akandi: „Keyrðu nú varlega!“ Þegar ég fór á sjóinn: „Farðu varlega – og vertu ekkert að klifra í mastrinu!“ „Farðu var- lega, Ásgeir minn.“ Ég áttaði mig á því að þetta var hennar leið að segja: „Mér þykir vænt um þig.“ Með þakklæti fyrir góðar stundir kveð ég tengdamóður mína og góðan vin eftir langa samfylgd. Í huganum kveð ég hana með orðunum: „Vertu sæl, elsku Hulda – og farðu varlega, farðu mjög varlega!“ Ásgeir Haraldsson. Í dag kveð ég með miklum söknuði tengdamóður mína Huldu Valtýsdóttur. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem tóku þátt í að móta Ísland eftir að landið varð sjálfstætt árið 1944 – hlutverk sem hún sinnti og leysti af hendi með framúrskarandi hætti. Mín fyrstu kynni af Huldu voru árið 1976 þegar hún og tengdafaðir minn, Gunnar Hans- son arkitekt, heimsóttu Helgu dóttur sína til Kaupmannahafnar skömmu eftir að við Helga kynnt- umst. Þau heimsóttu okkur reglulega á meðan við bjuggum í Kaupmannahöfn og voru heim- sóknir þeirra alltaf tilhlökkunar- efni. Hulda og Gunnar voru á heimavelli í Kaupmannahöfn þar sem þau bjuggu sitt fyrsta sam- búðarár í borginni. Á meðan á heimsóknunum stóð var farið í leikhús, myndlistarsýningar skoðaðar og málefni líðandi stundar rædd. Það skorti aldrei efnivið. Árið 1982 fluttum við Helga saman til Íslands. Okkur var tek- ið opnum örmum í Sólheimum 5 þar sem við bjuggum um hríð. Þar kynntist ég fjölskyldunni og tengdist henni nánar. Maður mætti alltaf glaðlegu viðmóti og skemmtilegum umræðum. Sam- tölin snerust oft um skógrækt. Ræktunaráhugann sagðist Hulda hafa tekið í arf frá föður sínum. Eins og allt sem Hulda tók sér fyrir hendur vann hún að þessu málefni af einlægni og samvisku- semi, m.a. sem formaður Skóg- ræktarfélags Íslands. Þetta áhugamál Huldu hafði líka áhrif á okkur Helgu og við fórum að hafa gaman af því að rækta. Fljótlega uppgötvaði ég að Hulda var víðlesin og hafði m.a. áhuga á samtímabókmenntum. Gaman var að ræða bókmenntir við hana og skiptast á skoðunum um verk nýrra höfunda og sam- félagsmál almennt. Maður gat alltaf verið viss um að fá vel ígrunduð svör. Alveg frá fyrstu kynnum talaði Hulda um áhuga sinn á útgáfu- starfsemi. Hún fylgdist vel með þróun fjölmiðla víða um heim og við Helga áttum m.a. með henni mjög eftirminnilega ferð um Danmörku þar sem hún kynnti sér nýjungar í útgáfu dagblaða. Þá skoðuðum við nýbyggingar helstu dagblaða Dana og rædd- um við ritstjóra og aðra stjórn- endur. Tengsl Huldu við dætur sínar hafa alltaf verið góð. Til fjölda ára var það fjölskylduhefð að dæturnar hittust hjá mömmu sinni í hádeginu. Hér voru rædd allskonar mál. Hulda hafði alla tíð gaman af því að ferðast innanlands og er- lendis. Hún var forvitin að eðl- isfari og naut þess að skoða og upplifa menningu annarra landa. Þetta var m.a. ástæðan fyrir því að fjölskyldan ákvað að fara sam- an til Ítalíu í tilefni af 75 ára af- mæli hennar. Við leigðum hús sem rúmaði fjölskylduna alla og áttum þar saman eftirminnilegar stundir. Þetta var skemmtileg dvöl þar sem ungir sem aldnir nutu þess að vera saman. Ferðin tókst mjög vel og fimm árum seinna var ákveðið að endurtaka leikinn í Frakklandi þegar Hulda átti 80 ára afmæli. Við minnumst þessara ferða með þakklæti og væntumþykju, ekki síst vegna þess að þær sýndu okkur hvað fjölskyldan er samheldin. Nú er hún látin en ég minnist Huldu með söknuði og hlýju. Það var mikill fengur fyrir mig að eiga nána og trausta vináttu við tengdamömmu, lærdómsríkt og gefandi. Ég þakka henni innilega samfylgdina. Michael. Ein af mínum fyrstu minning- um er ljóðagerð innblásin af sam- ræðum við ömmu Systu. Ég var nýfarin að draga til stafs og amma hafði sýnt mér í bókum hvað hægt væri að gera við alla þessa stafi og öll þessi orð. Eftir að hafa bograð yfir bókstöfunum heima í Breiðholti mætti ég sigri hrósandi í Sólheima með ljóð undir hendinni. Titill þess og leið- arstef var að menn ættu að vera góðir eða eins og þar stóð, eftir minni bestu getu þá: „ME- NEKKaaðVERa Góðir.“ Ekki held ég að það hafi verið skálda- gyðjan sem knúði mig til þessara skrifa heldur hafi hvatinn fremur verið að verja vígið, ömmu mína Systu, í þeim ögrandi umskiptum sem urðu á tilverunni með til- komu bræðra minna tveggja. Að þá hafi komið sér vel að kunna stafi. En faðmur ömmu breikkaði bara, rúmaði okkur öll vel og fór sístækkandi eftir því sem fjölgaði í fjölskyldunni. Þegar afi Gunnar lést um ald- ur fram, háttaði þannig til að ég var á fyrsta ári í menntaskóla og flutti inn í Sólheima til ömmu um tíma, því það passaði okkur báð- um svo vel. Það voru ekki margar ömmur held ég sem hefðu sett sig með opnum hug inn í dogma-að- ferðina í kvikmyndagerð um miðjan 10. áratug síðustu aldar, eða fylgdust með hræringum í samtímamyndlist, leiklist, tónlist og dansi af lifandi áhuga og for- vitni. Mínar upplifanir nutu góðs af reynslu og yfirsýn ömmu um leið og vaxandi áhugi minn á þessum sviðum kveikti í henni. Við skoðuðum mikið af myndlist saman í gegnum árin. Amma Systa var jarðbundin og skynsöm um leið og henni var einkar lagið að opna heim ímyndunarafls og styðja við drauma. Þegar kom að því að velja starfsvettvang var ómetanlegt að njóta stuðnings ömmu, hvatning- ar hennar og víðsýni. Hennar lífs- sýn var sú að maður ætti aldrei að gera það næstbesta sem mað- ur gæti hugsað sér, heldur bara það besta, og gefa sig þá allan að því. Um leið og ég upplifði hvað amma brann fyrir vinnu sinni og verkefnum, komst ég í snertingu við starf listmálarans, móður hennar. Fyrir ömmu var það sjálfsagt að myndlist væri fag og starf. Henni fannst jafn sjálfsagt að fólk legði fyrir sig listir eins og verkfræði eða hvað annað. Lýs- ingar á daglegu lífi á Laufásvegi 69 voru heillandi. Þær systur, amma og Helga, komu sér fyrir í tröppu við málarastofu lang- ömmu Kristínar á ákveðnum tíma dags og biðu spenntar eftir að hurð yrði opnuð og móður- faðmur birtist. Fram að því mátti alls ekki trufla. Og ekki hvarflaði heldur að mér að trufla ömmu þegar hún sat við gamla skrif- borðið sitt inni á gangi og hamr- aði á ritvélina. Ég sit nú á sama stað hér í Sólheimum, sem varð heimili okkar Péturs og barna fyrir nokkrum árum, rifja þetta allt saman upp undir brestum í viðarklæddu loftinu. Sólin skín í garðinum, risavaxið grenitréð heldur reisn sinni og mér sýnist sírenan í skotinu öll vera að koma til. Ég kveð ömmu mína með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gaf á margbrotinni, langri og góðri ævi. Það er gleði- leg áskorun að reyna að haga lífi sínu eftir slíkri fyrirmynd. Hulda Stefánsdóttir. Ein rótgrónasta æskuminning okkar bræðra er um fjölskyldu- matarboð hjá ömmu Systu og afa Gunnari. Þetta voru frábærir tímar. Við vorum yfirleitt mættir snemma í Sólheimana til að hjálpa til við matargerðina. Mat- seðillinn var oftast sá sami, grill- aður kjúklingur og heimagerðar franskar kartöflur. Við bræður tókum til handanna í kartöflu- gerðinni, skrældum kartöflurnar og skárum í stauta. Svo tók afi Gunnar við og djúpsteikti í litlum potti þar til þær urðu gylltar á lit, aðeins brúnni á köntunum og full- komlega stökkar að utan en mjúkar að innan. Stór hluti af framleiðslunni hvarf jafnóðum ofan í okkur og oft var ekki mikið eftir þegar hinir gestirnir komu og hið eiginlega matarboð hófst. Jólin voru líka skemmtilegur tími, en þá vorum við í Sólheim- um með ömmu Systu og afa Gunnari á meðan hann lifði. Ein minningin um ömmu Systu sem kemur í hugann er um það þegar við bræður fengum ein jólin Stjörnustríðsþríleikinn á VHS í jólagjöf. Eftir að hún hafði skoð- að kassann að utan um stund, settist hún aftur í sætið og horfði upp í loftið, eins og hún væri að leita að einhverju í huganum. Svo sagði hún okkur frá því þegar hún var stödd á þingi evrópsks kvikmyndaeftirlitsfólks í Bret- landi og var boðið að fara í heim- sókn í kvikmyndaver þar sem hún sá manninum með „svörtu grímuna“ bregða fyrir. Andlitin duttu af okkur. Að geta sagt að amma okkar hafi hitt Svarthöfða hefði aukið orðspor okkar um- talsvert þegar við vorum yngri þar sem myndirnar voru fastur hluti í afmælum en þetta hafði minni áhrif þegar við vorum um tvítugt. Aðalatriðið er samt að amma Systa var virk á mörgum sviðum menningar í áratugi, lét mikið að sér kveða en talaði þó sjaldan hátt um það. Amma Systa hafði einstaklega góða nærveru. Hún sagði skemmtilega frá og það var alltaf mjög gaman að ræða við hana um ýmis málefni líðandi stundar. Hún hafði áhuga á flestu, stjórn- málum, menningu og listum og einnig tækni og vísindum. Henni þótti mikið koma til tækniþróun- arinnar í heiminum og minnumst við samræðna um ýmislegt því tengdu, svo sem um tölvur, int- ernetið og nanótækni. „Hvað er þetta nanó?“ spurði hún einu sinni. Henni þótti þetta allt sam- an alveg magnað. Við minnumst ömmu okkar sem mikillar kjarnakonu sem tókst á við ýmsar áskoranir í krefjandi störfum í gegnum árin, ásamt því að vera frábær amma. Gunnar Stefánsson og Eggert Stefánsson. Nú eru amma og afi sameinuð. Minningarnar um ömmu Systu í Sólheimum eru margar og góð- ar, hlaupandi um garðinn hennar í leikjum á sumrin og í stofunni um jól og áramót, í faðmi stórfjöl- skyldunnar. Amma Systa var mikil fjöl- skyldumanneskja og margar minningarnar eru af stórum boð- um fjölskyldunnar í Sólheimum 5 þar sem mikið var hlegið og haft gaman. Hún kunni aldeilis að dekra við okkur barnabörnin og fengum við alltaf konunglega meðferð þegar við komum til hennar. Bíla-brjóstsykur í Volvo- inum, nammi í eggjabikar yfir spólu og kókópöffs við eldhús- borðið. Ef við vorum ekki svöng kunni hún að „opna magann“, oft- ast með súkkulaði eða konfekti. Ólsen-ólsen er spil sem við spil- uðum mikið við ömmu í Sólheim- unum þar sem „einn til“ varð oft- ar en ekki að tugum spila. Hvíldu í friði, elsku amma, við lofum að fara varlega og passa puttana, en það voru varnaðar- orðin sem amma sagði alltaf við okkur þegar við vorum lítil. Gunnar Steinn Ásgeirsson og Ragnheiður Steinunn Ásgeirsdóttir. Komið er að því að kveðja ömmu. Eftir situr hafsjór af góð- um minningum. Fyrsta minningin sem ég á er um ömmu að gera vel við mig. Þar er ömmu vel lýst, hún kunni svo sannarlega að gera vel við aðra, sérstaklega okkur krakk- ana. Í Sólheimum var gott að vera og alltaf nóg að gera. Ein- faldir hlutir eins og dós af glingri og krukka full af böndum breytt- ist í spennandi fjársjóð og efnivið í óteljandi fléttur og armbönd. Á sumrin var gaman að hlaupa um garðinn og amma kenndi okkur frændsystkinunum leikinn fallin spýta. Í matjurtabeðinu var nóg af rabbarbara sem við dýfðum í sykur og við fylgdumst spennt með jarðarberjunum þroskast. Að loknum löngum degi fannst mér fátt notalegra en að sofna í ömmurúmi við lágan óminn af út- varpinu. Amma smitaði mig af ræktun- aráhuganum. Á vorin kom hún færandi hendi með tré eða blóm handa mér, sumarverkefni sem var sett niður í garðinum og ég annaðist af natni. Ferðalög með ömmu eru líka minnisstæð. Við fórum víða innanlands og erlend- is. Efst í huga kemur Jónsmessa í Danmörku, sumarfrí í Frakk- landi, fjölskylduferð til Ítalíu og góðar stundir í Ísólfsskála. Amma er besta fyrirmynd sem hægt er að óska sér. Hún var blíð og góð en jafnframt ákveðin og hafði sterkar skoðanir. Minning- in um ömmu lifir áfram í gegnum afkomendur hennar. „Farðu var- lega“ og „passaðu puttana“ heyr- ist reglulega á mínu heimili og alltaf virkar að „opna“ litla maga með því að gefa þeim svolítið got- terí fyrst. Takk fyrir samfylgdina, elsku amma. Eva Kristín Dal. Hulda kona mín kynnti mig fyrir ömmu sinni fljótlega eftir að við kynntumst. Við fórum í Sól- heima þar sem amma Systa bauð mig velkominn með þeim orðum að það væri gott að fá heimspek- ing í heimsókn. Mér svelgdist á kaffinu, enda óþarflega stutt kominn með námið á þeim tíma. Samtalið barst engu að síður að heimspeki og þarna og æ síðan kom í ljós áhugi hennar og þekk- ing á helstu straumum hug- myndasögunnar. Tilvistarstefna í framsetningu Kierkegaards og fleiri var henni hugleikin og það leiðarstef að maðurinn bæri ábyrgð á eigin lífi rímaði vel við hennar lífssýn. Náttúrusýn Páls Skúlasonar höfðaði einnig sterkt til hennar og í störfum sínum sem formaður Skógræktarfélags Ís- lands var hún óþreytandi í bar- áttu sinni fyrir landinu og gegn gróðureyðingu. Hún lifði viðburðaríka tíma á ofanverðri tuttugustu öld og var í aðstöðu til að móta og hafa áhrif á umhverfi okkar og samfélag um árabil í sínum störfum sem blaða- Hulda Valtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.