Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 136. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Tíu börn fjarlægð af heimili sínu 2. Þakíbúð á rúmar 400 milljónir 3. Pabbi Meghan hættur við að … 4. Bömmer að íbúðin sé komin á sölu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Jónsson & More á Múlanum í kvöld  Tríóið Jónsson & More kemur fram hjá Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21 og kynnir áhorf- endum nýja tónlist sem ætlunin er að hljóðrita í haust. Gestaleikari er Haukur Gröndal á saxófón og klarin- ett. Tríóð skipa Ólafur Jónsson á saxófón, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur.  Eftir að hafa leikið víða um lönd síðustu misserin kemur hljómsveitin Mammút fram á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Nýja plata sveitarinnar, Kinder Versions, var valin Rokkplata ársins í fyrra og leikur sveitin lög af henni og önnur eldri. Mammút treður upp í Bæjarbíói á morgun  Teitur Magnússon og Mads Mouritz Gjellerod leika saman og hvor í sínu lagi á tónleikum á Vínyl við Hverfis- götu í kvöld kl. 20. Við sama tækifæri verður frumsýnt nýtt mynd- band við lag Teits, Hverra manna? sem leik- stýrt er af The Ice- landic Love Corporation. Tónleikar og nýtt myndband á Vínyl Á fimmtudag Gengur í suðaustan 10-15 m/s með talsverðri rign- ingu, en hægari og úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 7 til 15 stig. Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 og skúrir, en þurrt að kalla austantil. Hiti 3 til 9 stig, en heldur hlýrra á morgun. VEÐUR Ekki skýrðist í gærkvöldi hvort það verður FH eða ÍBV sem hefur Íslandsbik- arinn í handknattleik karla í vörslu sinni næsta árið. Eftir tap í Vestmannaeyjum á laugardaginn bitu FH- ingar frá sér á heimavelli í gærkvöldi. Þeir unnu með þriggja marka mun, 28:25, og jöfnuðu þar með metin í rimmu liðanna. Þriðji leik- urinn er í Eyjum annað kvöld. »1 FH-ingar jöfnuðu metin gegn ÍBV Kári Árnason, einn af lykilmönnum ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár, er kominn aftur heim til Íslands eftir fjórtán ár sem at- vinnumaður í knattspyrnu erlendis. Hann er genginn til liðs við uppeldis- félag sitt Víking en byrjar þó ekki að spila með liðinu fyrr en eftir heimsmeist- arakeppnina í Rússlandi í sumar. »1 Kári aftur í Víking eftir fjórtán ár erlendis Breiðablik er áfram með fullt hús stiga í Pepsi-deild kvenna í knatt- spyrnu eftir 3:1 sigur í grannaslag gegn HK/Víkingi í gærkvöld og er jafnt Þór/KA á toppi deildarinnar. Valur er í þriðja sæti eftir 3:0 sigur í Grindavík og Stjarnan er í fjórða sæti eftir mjög nauman sigur á Selfossi, 1:0. FH fékk sín fyrstu stig með því að vinna KR, 2:1. »2-3 Breiðablik með fullt hús stiga á toppnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikil ásókn er í orlofsferð hús- mæðra í Suður-Þingeyjarsýslu í haust og komast færri að en vilja. „Hingað til hafa allir umsækjendur komist með í auglýstar ferðir hjá okkur en nú erum við í hálfgerðri klemmu og þurfum að forgangs- raða í ferðina,“ segir Inga Árna- dóttir sem er á þriðja og síðasta ári í orlofsnefndinni. Innan Kvenfélagasambands Ís- lands (KÍ) starfa 17 héraðssam- bönd og í þeim starfa yfir 150 kvenfélög. KÍ skiptir landinu í or- lofssvæði. Héraðssambönd KÍ kjósa orlofsnefndir fyrir orlofs- svæðin hver í sínu umdæmi og nefndirnar skipuleggja orlofin. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga er elsta kvenfélaga- samband landsins, stofnað 7. júní 1905 á Ljósavatni, og í því starfa 385 konur í 12 félögum, samkvæmt heimasíðu KÍ. Rök fyrir afnámi sterk Allar konur sem hafa haldið heimili án launagreiðslu hafa rétt til þess að fara í orlofsferðir hús- mæðra og fá til þess styrk úr hús- mæðraorlofssjóði. Húsmæðraorlof var fyrst ríkisstyrkt 1958 þegar sérstök fjárveiting var samþykkt vegna orlofs húsmæðra frá barn- mörgum heimilum. Lög um orlof húsmæðra voru síðan lögfest árið 1960 og ný heildarlög sett 1972. Frumvarp um afnám þeirra laga var fyrst lagt fram á Alþingi 2009 og reglulega síðan. Samkvæmt lögunum er sveitar- félögum nú skylt að greiða 110,91 kr. á hvern íbúa í orlofssjóð hús- mæðra. Í auglýsingu um fyrirhug- aða ferð húsmæðra í Suður- Þingeyjarsýslu segir að stefnt sé „að orlofsferð á slóðir hins fúla Martins læknis á Cornwall á Eng- landi dagana 4. til 8. október“ og þetta sé „ferð sem engin kona í Suður-Þingeyjarsýslu ætti að láta fram hjá sér fara“, en bindandi skráningu lauk 10. maí. Inga segir að fjöldinn takmarkist við rými í rútu og gistingu og því komist að- eins 46 konur í ferðina. 15 konur séu því á biðlista. „Við erum greini- lega mjög áhugasamar um doktor Martin,“ segir Inga, en gerð var sjónvarpsþáttaröð um manninn og var hún sýnd í íslenska ríkissjón- varpinu. Í fyrra var boðið upp á ferð í Borgarfjörð og gistingu í Reykholti en þá varð messufall. „Aðeins átta konur skráðu sig og því var ferðin felld niður, en árið þar á undan fór- um við til Berlínar og þá fórum við með um 15 konur,“ segir Inga. Yfirleitt eru eldri konur í meiri- hluta í þessum orlofsferðum. Inga segir að gjarnan séu þetta konur sem hafi haft minni tækifæri en gengur og gerist til þess að ferðast og það sé af hinu góða að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Oft treysti þær sér ekki til þess að ferðast ein- ar og þær gangi að ákveðnu öryggi sem vísu í þessum ferðum. Inga bendir á að tilgangur laga um orlof húsmæðra hafi verið að gera konum, sem annars áttu ekki heimangengt, kleift að komast í frí. Rökin fyrir afnámi þeirra séu hins- vegar sterk, því þau gangi þvert á jafnréttislög. „En þau eru enn í gildi og á meðan svo er höldum við áfram að bjóða upp á þessar ferðir.“ Áhugasamar um doktor Martin  Mikil ásókn í orlofsferð húsmæðra í S-Þingeyjarsýslu og 15 konur á biðlista Ljósmynd/Torfhildur G. Sigurðardóttir Frá orlofsferð í Berlín 2016 Frá vinstri: Bergþóra Eysteinsdóttir, Inga Árnadóttir, Guðný Þorbergsdóttir og Linda Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.