Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mundu að mannorðið er meira virði en efnahagslegur ávinningur. Hlustaðu eftir vísbendingum í líkamanum og farðu til læknis ef eitthvað er að. 20. apríl - 20. maí  Naut Eirðarleysi er ekki endilega merki um að þú þarfnist breytinga. Áttu einhverju ólokið sem er að trufla þig? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður að létta einhverjum verkefnum af þér, ef ekki á illa að fara. Þú verður fyrir barðinu á reiðum við- skiptavinum. Láttu það sem vind um eyru þjóta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það mun skila þér góðum árangri að vinna með nágrönnum í dag. Reyndu að sýna þolinmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér sé illa við að vera í sviðsljós- inu, koma þær stundir í þínu starfi að þú verður að ganga fram fyrir skjöldu. Fólk sem ýtir undir vellíðan þína er uppáhalds fé- lagsskapurinn þinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Lífið er fullt af möguleikum, bæði spennandi og ógnvekjandi. Fáðu útrás fyrir listamanninn í þér ef þú mögulega getur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Lífið er ævintýri, kúnstin er bara að kunna að lifa því með réttu hugarfari. Vertu þolinmóð/ur og leggðu álitamál til hliðar þar til niðurstaða liggur fyrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert kærleiksrík/ur og hefur svo mikið að gefa að jafnvel ókunnugir fá að njóta þess. Láttu af gagnrýnu hugarfari og að dæma aðra of fljótt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Afþreying hefur verið þér efst í huga á síðustu vikum. Þú átt skilið að gera þér glaðan dag. Félagslífið er fjörugt og það líkar þér vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú er full/ur af sköpunarþrá, og það besta er að hugmyndir þínar eru bráð- snjallar og auk þess hagnýtar. Varastu að líta á ástvini þína sem sjálfsagðan hlut. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ólík öfl togast á hið innra með þér og þú veist ekki í hvern fótinn þú átt að stíga. Reyndu að koma í veg fyrir að ung- viðið fari sér að voða í umferðinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Smávegis hugulsemi er það sem færir öðrum hamingju og um leið ertu í rauninni að gleðja sjálfa/n þig. Fólk sem kallar fram það besta í þér á skilið meira af tíma þínum. Enski boltinn er gullnáma. Þarþrútna buddur og veski tútna út. Efnahagssveiflur hafa þar engin áhrif. Allt er upp á við og hefur verið frá því enska úrvalsdeildin tók á sig núverandi mynd 1992. Sérstaða ensku deildarinnar er alger og mun- ar þar mest um sjónvarpsréttinn. Á leiktímabilinu 2016/17 fengu liðin 20 í deildinni 2,75 milljarða evra (337,5 milljarða króna) í tekjur, hálfum milljarði evra meira en leiktímabilið á undan. Chelsea, sem varð meistari í fyrra, fékk 173 milljónir evra í sjón- varpsréttargreiðslur. Fallliðið Sun- derland fékk einnig væna summu, alls 107 milljónir evra, um 30 millj- ónum evra meira en Bayern München fyrir sýningarréttinn á leikjum liðsins í þýsku deildinni. x x x Á mánudag kom út á þýsku ogensku bókin Football Leaks þar sem fjallað er um peninga og bak- tjaldamakk í fótboltanum. Bókin byggist á umfangsmiklum gagna- leka þar sem er að finna fróðlega leikmannasamninga. Verð og laun leikmanna hafa hækkað gríðarlega og er það ekki síst rakið til þess að næstum öll stóru ensku félögin eru í eigu milljarðamæringa. Eitt dæmi er hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk sem tilkynnt var 1. janúar að hefði gengið til liðs við Liverpool. Hann var keyptur fyrir 70 milljónir punda (9,7 milljarða króna). Fjórar milljónir punda (557 milljónir króna) bætast við nái hann að leika 150 leiki fyrir liðið á næstu fjórum árum og verði liðið að staðaldri meðal efstu fjögurra liðanna í deildinni. Van Dijk fær á viku (að frátöldum árangurs- tengdum greiðslum) 124.058 pund (17,3 milljónir króna). Það er meira en Egyptinn Mohamed Salah, liðs- félagi hans og markakóngur, fær í grunnlaun. Vikulaun Salah eru 123.030 pund (17,1 milljón króna). x x x Salah fær aukalega 2,5 milljónirpunda nái hann að skora eða leggja upp 35 mörk eða meira á leik- tímabili. Því náði hann í janúar. Varnarmaðurinn Van Dijk fær hins vegar 750.000 punda bónus nái liðið að halda hreinu í minnst 22 leikjum. vikverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7.7) Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum Vísnakeppni Safnahússins hefurverið fastur liður Sæluvikunnar á Sauðárkróki frá árinu 1976 og nýt- ur enn vinsælda. Úrslit keppninnar í ár voru kynnt á setningunni og voru veitt verðlaun annars vegar fyrir besta botninn og hins vegar fyrir bestu vísuna. Besta botninn að þessu sinni átti Ingólfur Ómar Ármannsson og bestu vísuna, eða öllu heldur vís- urnar átti Jón Gissurarson. Botn Ingólfs Ómars er á þessa leið: Vetur hopar, vorið nær völdum næstu daga. Viður brumar, völlur grær vermir sólin haga. Besta vísan, eða vísurnar mynd- uðu skemmtilega lýsingu á Þórði kakala. Girtur sverði gengi hann um stræti, gullinn hjálmur þar á höfði sæti. Kakali sér kynni ekki læti, karlinn myndi dansa ef hann gæti. Inn til landsins fögru fjallasala færi hann með okkur til að smala. Kátur myndi konur einnig fala, kyssa heimasætur fram til dala. Karlinn yrði eðal-Skagfirðingur, ætíð væri þar sem Heimir syngur Vart hann myndi hræðast glasa glingur, gjarna léki þá við hvern sinn fingur. Fyrir tveim vikum birti Einar K. Guðfinnsson á fésbókarsíðu sinni mynd, sem hann tók frá heimili sínu í Bolungarvík og þar sem myndefnið var Ísafjarðar- djúp. Þó sumarið sé komið, sáust ekki handa skil og ekki grillti í Djúpið. Myndinni fylgdi þessi texti: „Alltaf er jafn fallegt að horfa inn Djúpið. Sérstaklega svona að sumarlagi.“ Gunnar Rögnvaldsson á Löngu- mýri í Skagafirði sendi honum um hæl: Aftur birtir inn við Djúp, ykkar hverfur mæði. Þó sumarmorgun mjallarhjúp máttarvöldin klæði. Og svo er það Eurovision. „Höld- um höfði!“ segir Ármann Þor- grímsson á leir: Okkur vonin enn þá brást, ungir draumar þarna frusu en upplýsingar aldrei fást um hvað margir símar kusu. Oft þó fiskist illa á sjó áfram munum leita fanga Heiðrum Ara, höldum ró, hann mun seinna aftur ganga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur úr Skagafirði og Eurovision „ÓKEI – EN ÉG ÆTLA AÐ HALDA NAFNINU MÍNU, SKJÁNAFNINU MÍNU, VIÐURNEFNINU MÍNU OG NOTENDANAFNINU MÍNU.“ „HVAR HEFURÐU VERIÐ? ÞÚ VARST Í SÍÐASTA SÆTI!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann segir það sem þú veist nú þegar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR EIGNAST NÝJA VINI ÞÚ TÝNIR ALDREI NEITT UPP EFTIR ÞIG!! ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ HEPPNI EDDI SKILUR EKKI NÆRBUXURNAR SÍNAR EFTIR Á GÓLFINU! AUÐVITAÐ EKKI! ÞIÐ MYNDUÐ ALDREI BJÓÐA MÉR AFTUR Í HEIMSÓKN! ‘EG ELSKA ÞIG!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.