Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 2

Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið SÁÁ– til betra lífs Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Ég átti enga möguleika á að slökkva þetta,“ segir Einar Sigfús- son, bóndi að Skálateigi II í Norð- fjarðarsveit skammt frá Neskaup- stað. Eldur kviknaði í feiti í íbúðarhúsi bæjarins á ellefta tím- anum í gærmorgun. Engan sakaði í eldsvoðanum, en þrír voru í húsinu þegar eldurinn kom upp, þar af eitt barn. Tókst þeim að koma sér út úr húsinu af sjálfsdáðum, en það var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið er mjög illa farið eftir brunann, jafnvel ónýtt. „Það var engu hægt að bjarga. Mér er sagt að húsið sé mjög illa farið, þetta sé gjörsamlega altjón,“ segir Ein- ar. Að sögn Þorbergs Haukssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra á svæð- inu, gekk greiðlega að slökkva eld- inn. Einari er ekki kunnugt um það hvernig eldsupptök urðu nákvæm- lega, en telur að eldur hafi kviknað út frá feiti af hrossasteik. „Það skeður á augnabliki að það kvikni í feiti.“ Hann þakkar reykskynjurum fyrir að allir hafi komist út úr hús- inu, en hann lá í rúmi sínu þegar þeir fóru í gang og þurfti að forða sér út á sokkaleistunum. Hann segir enga hættu hafa ver- ið á ferð fyrir sig eða vinnukonu hans og barn hennar. Um tjónið á húsinu segir hann það bara eins og gengur í lífinu. „Það er ýmist upp eða niður.“ Aðalmálið segir hann að enginn hafi slasast. thorgerdur@mbl.is Altjón varð í eldsvoða  Eldur kviknaði í feiti á bæ í Norðfjarðarsveit í gær  Húsið alelda þegar slökkvilið mætti á staðinn  Barn var í húsinu Morgunblaðið/Eggert Eldsvoði Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Myndin er úr safni. Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir samstöðu- fundi með Palestínumönnum á Austurvelli í gær til að minnast þess að; „70 ár eru liðin frá upp- hafi hörmunganna þegar helmingur palestínsku þjóðarinnar var hrakinn í útlegð,“ eins og segir í tilkynningu um fundinn. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands- Palestínu, flutti ávarp ásamt Ögmundi Jónas- syni, Salmann Tamimi og Semu Erlu Serdar. Morgunblaðið/Hari Sýndu samstöðu með Palestínumönnum Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Jón Birgir Eiríksson „Við fögnum allri umræðu og okkur finnst frábært að fólk geti komist að þessu á auðveldan hátt. Það getur þá gripið til aðgerða ef það kýs svo, áður en skaðinn er skeður,“ segir Bjarney Bjarnadóttir, stjórnarmeðlimur Brakkasamtakanna sem leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á genun- um BRCA1 og BRCA2. Þúsundir Íslendinga hafa þegar nýtt sér nýja vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar, arfgerd.is, sem var opnuð á hádegi í gær. Á síðunni býðst Íslendingum að óska eftir upplýsing- um um hvort þeir beri 999del5-erfða- breytuna í BRCA2-geninu, sem eyk- ur verulega líkur á krabbameini. Erfðabreytan eykur sérstaklega hættu á krabbameini í brjóstum og eggjastokkum kvenna og krabba- meini í blöðruhálskirtli hjá körlum. 6.900 höfðu lokið skráningarferli á síð- unni klukkan 17.30 í gær. Aðspurð segir Bjarney að sér finn- ist þetta vera rétta leiðin. „Þeir sem vilja vita geta nálgast upplýsingarnar og þeir sem vilja ekki vita sleppa því. Vonandi verður þetta til þess að ein- hverjum mannslífum verður bjargað.“ Áhyggjur af lítilli umferð Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, lýsir hins vegar áhyggjum sínum af því að vefupplýs- ingar um síðuna nái ekki eyrum allra þeirra sem þörf hafa á. Í samtali við mbl.is segir Kári að hann hafi lýst þeim áhyggjum sínum fyrir starfshópi á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins sem hann sat í en sagði sig úr. „Ég sagði þeim að ég hefði áhyggjur af því að stökkbreytingin ylli krabbameini hjá tiltölulega ungu fólki. Ungt fólk hefur tilhneigingu til að ganga með þá grillu í hausnum að vondir hlutir hendi eingöngu aðra en ekki það sjálft. Það er tiltölulega lítill hluti þeirra, sem ættu að kanna arf- gerð sína, sem gerir það. Ég hef mestar áhyggjur af því að það verði of lítil umferð um þessa síðu okkar.“ Gætu skoðað BRCA1 líka Starfshópurinn sem um ræðir lagði til í skýrslu að sambærileg vefgátt yrði opnuð daginn áður en vefsíða Ís- lenskrar erfðagreiningar var opnuð í gær. „Ég sat í þessum vinnuhópi heil- brigðisráðherra og sagði mig síðar úr honum. Ég sagði þeim að ef hópurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að það mætti ekki nálgast arfberana, þá myndum við setja upp svona heima- síðu.“ Aðspurður segir Kári að ástæða þess að á vefsíðunni sé einblínt á BRCA2-genið en ekki BRCA1 sé sú að meira sé vitað um það og að það sé algengara á Íslandi. „BRCA2 er þessi íslenska stökkbreyting sem er í 0,8% af þjóðinni og er auðvelt að finna og fylgja. Ég reikna hinsvegar með því að við komum til með að kíkja á BRCA1 í öllum þeim sem leita til okk- ar líka. Það er ekki meiriháttar vandamál fyrir okkur.“ Kári segir að þótt það væri ekki nema ein kona sem dæi fyrir aldur fram vegna krabbameins væri það of mikil fórn. „Við vitum að það eru hundruð einstaklinga í íslensku sam- félagi sem eru í lífshættu vegna þess- arar stökkbreytingar. Við vitum að við getum fundið þetta fólk ef það er vilji fyrir hendi og það er hægt að tak- ast á við stærstan hluta af hættunni með fyrirbyggjandi aðgerðum. Ef við gerum það ekki er ekki til nein fjar- vistarsönnun.“ Þúsundir vilja vita af BRCA2  Vefgátt Íslenskrar erfðagreiningar opnuð í gær  Brakkasamtökin fagna vefsíðunni  Kári Stef- ánsson hefur áhyggjur af lítilli umferð  Segir ungt fólk halda að ekkert slæmt komi fyrir það sjálft Bjarney Bjarnadóttir Kári Stefánsson Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykja- víkur, lagði fram tillögu um að Reykjavíkurborg afturkallaði ákvörðun um að úthluta Félagi múslima á Ís- landi lóð undir mosku í Sogamýri á fundi borgarstjórnar í gær. Taldi hún forsendur fyrir lóðaút- hlutun brostnar vegna þess að framkvæmdir verða að hefjast inn- an þriggja ára annars ætti lóðaút- hlutun að vera afturkölluð en fimm ár eru síðan lóðinni var úthlutað. Endurvakning á gömlu loforði Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri lagði til að tillögunni yrði vís- að frá og sagði Sveinbjörgu hafa látið allt kjörtímabilið líða til þess að uppfylla þetta gamla kosninga- loforð sitt um að láta lóðarúthlut- unina ekki standa. Sagði Dagur Sveinbjörgu hafa lofað því að leggja þetta mál fram á fyrsta fundi eftir síðustu kosningar en hefði ekkert gert í málinu fyrr en nú 11 dögum fyrir kosningar. Óskað var eftir nafnakalli við frávísunar- tillögu Dags og fór svo að tillögu Sveinbjargar var vísað frá. Tillögu um aftur- köllun lóðar fyrir mosku vísað frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.