Morgunblaðið - 16.05.2018, Side 20

Morgunblaðið - 16.05.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Það var sorglegt og jafnframt einkar dap- urlegt að lesa í Morg- unblaðinu sl. laugar- dag viðtal við borgar- fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, Kjartan Magnússon. Þar segir hann frá samskiptum sínum við einn borg- arfulltrúa vinstri manna í núverandi meirihluta Reykja- víkurborgar. Sá er kona að nafni Elsa Yeoman. Þessi kona hefur ekki aðeins orðið sjálfri sér til ævarandi skammar, heldur veitt mörgum sjúkum djúp svöðusár. Upplýsir Kjartan að á fundi hafi téð Elsa Yeoman spurt hann end- urtekið hvort hann væri með alz- heimer-sjúkdóminn. Af heilasjúkdómum er alzheimer algengastur. Milljónir manna, jafnt á Íslandi sem annars staðar í heim- inum, þjást djúpt af þessum skelfi- lega sjúkdómi. Ennþá er því miður engin lækning fundin, en vísinda- menn um víða veröld vinna ötullega að viðvarandi lækningu. Það er því með ólíkindum að stjórnmálakona skuli spyrja póli- tískan andstæðing sinn hvort hann sé haldinn þessum skelfilega sjúk- dómi. Hversu djúpt getur fólk lagst í stjórnmálum til að sverta mann- orð pólitísks andstæð- ings þótt þá greini á um einstök veraldleg mál ?“ Einkenni alzheim- ers-sjúkdómsins eru mörg. Byrja oft sem minnisglöp, síðar m.a. málstol, ranghug- myndir, depurð og þunglyndi. Sjúklingur- inn lýkur svo lífsgöng- unni oft löngu fyrr, lif- andi horfinn sínum nánustu. En téð Elsa Yeoman á banda- mann, sjálfan borgarstjórann og lækninn Dag B. Eggertsson. Eða hvað skyldi Dagur hafa að segja um þetta í sömu frétt. Jú, orðrétt segir hann „Allir borgarfulltrúar ættu nú að þekkja húmor Elsu Yeoman, sem getur verið svartur og alls- konar“. Svartur húmor. Það var allt sem borgarstjóranum lá á hjarta í þessu máli! Geta tvö hjörtu vinstri borgar- fulltrúa slegið öllu taktfastar? Ertu með alzheimer? Eftir Magnús Erlendsson Magnús Erlendsson » Svartur húmor. Það var allt sem borgar- stjóranum lá á hjarta í þessu máli! Höfundur er nánasti ættingi alzheimersjúklings. Tæplega helmingur borgarbúa er gælu- dýraeigendur og stór hluti þeirra er hunda- eigendur sem greiða um það bil 35 milljónir í gjöld árlega en hljóta sáralitla ef einhverja þjónustu fyrir. Hunda- eigendur eru skiljan- lega ekki sáttir við að fá enga þjónustu fyrir gjöldin sem þeir greiða, þeir vilja annaðhvort fella niður hundagjöldin eða fá þjónustu á borð við hunda- gerði og svæði sem er vel við haldið og skemmtileg fyrir hunda. Við ætl- um að bæta úr þessu og fjölga hundagerðum á útivistarsvæðum sem fjölskyldur vilja sækja, ekki staðsetja þau eins og einhver olnbogabörn við um- ferðargötur eins og staðan er nú. Dýraþjónusta Reykjavíkur er okkar tillaga til að einfalda kerfið og fella öll mál- efni sem snúa að dýr- um, eftirliti og þjón- ustu undir hana. Við viljum stuðla að friðun villtra dýra og standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að opna dýraathvarf í samráði við þau samtök sem nú þeg- ar vinna öflugt starf í þágu dýra en skortir húsnæði og fjármagn. Það er tímabært að fólk fái að eiga gæludýr í félagslegu húsnæði og þjónustu- íbúðum og að veitingahúsaeigendur og þjónustuaðilar fái að bjóða gælu- dýr velkomin ef þau svo kjósa. Öll dýr, hvort sem þau eru villt eða ekki, eru undir áhrifavaldi mannsins í dag og það er á okkar ábyrgð að stuðla að velferð þeirra. Dýrin í borginni Eftir Valgerði Árnadóttur » Píratar eru eini flokkurinn í Reykja- vík sem er með sérstaka stefnu í dýravelferðar- málum og þjónustu við gæludýraeigendur. Valgerður Árnadóttir Höfundur er frambjóðandi Pírata í 5. sæti í Reykjavík. vala@piratar.is Það er komið árið 2018 og traust á Alþingi hefur ekki tekist að endurnýja, segir núver- andi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Hver skyldi nú vera að- alástæða þess? Gæti verið að hún sé sú að VG og Samfylkingin siguðu hrægömmunum á íslensk heimili eftir hrun? Hægt hefði verið að fara marg- ar aðrar leiðir eins og allir vita sem kunna að leggja saman tvo og tvo. Spænskir íbúðareigendur gátu t.d. fryst sín húsnæðislán án afborgana í allt að fimm ár frá 2009. Á Íslandi fengu hrægammarnir kröfurnar á nokkur prósent en rukkuðu svo ís- lensk heimili upp í topp af einstakri óbilgirni. Það er svo ótrúlegt að nor- ræna velferðarstjórnin hafi ekki stað- ið í lappirnar með heimilum landsins og neyðarlögunum og að höfuðpaur- inn sé nú forseti Alþingis. Væri ekki heiðarlegast af þeim Steingrími J. og Jóhönnu Sig. að viðurkenna van- hæfni sína gagnvart vogunarsjóð- unum og opna á öll skjöl í þessu óþverramáli? Þau voru kosin af borg- urum þessa lands en ekki hræ- gammasjóðunum. Ekki dettur mér það í hug í eina einustu mínútu að þau hafi eitthvað að fela. Þeirra flokkar hafa farið fremst í því að hafa allt uppi á borð- um. Ég las um daginn að Theodóra Þorsteins- dóttir, fyrrverandi al- þingismaður, sagði að við (þjóðin) þyrftum að fá nýja skýrslu frá rannsóknarnefnd Al- þingis um aðgerðir Steingríms og félaga eftir hrun. Hún tók sér- staklega fram að sér þætti það alveg magnað hvað hann gat verið kokhraustur í ræðu á Alþingi miðað við þá ábyrgð sem hann bar á hörmungum margra eftir hrun. Þá má nefna að á haustdögum 2016 kom fram í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í viðtali við Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmann og einn af aðalsamningamönnum norrænu velferðarstjórnarinnar, við hrægammasjóðina, að hann hefði vilj- að að ríkisvaldið hefði farið öðruvísi að gagnvart bæði SPRON og Dróma. Katrín! Hvað þarf að segja meira? Auðvitað verður að rannsaka þessi Spron- og Drómamál strax frá a-ö. Þessi skaðræðisfyrirtæki höfðu ekki einu sinni tilskilin leyfi til inn- heimtunnar. Þá má nefna það að Steingrímur var með þessa líka gráðugu og gírugu innheimtumenn á prósentum við inn- heimtu á lánum SRON og Dróma. Þess vegna segi ég við þig, frú for- sætisráðherra: Ef þú vilt endurnýja traust á Alþingi verður þú að byrja á því að skoða bæði SPRON- og Dró- maglæpinn frá a-ö. Fyrr verður ekk- ert traust í þessu annars góða landi. Rannsakið hvernig farið var með venjulegt fólk í landinu í skeyting- arleysi um hag heimilanna, algjör- lega að óþörfu eftir hrun. Ástæða þess að ég rita þessar línur núna er aðallega sú að ég þekki fólk sem er að flytja aftur heim til Íslands frá Noregi. Þetta er gott fólk sem Drómi flæmdi úr híbýlum sínum á ár- unum eftir hrun og nú eru þau byrjuð að leita réttlætis og vilja vita hvar þau standa í dag. Hvar eiga þau að byrja? Málið er komið í hring. Ef Katrínu Jakobsdóttur, forsætis- ráðherra, er alvara með að vilja auka traustið á Alþingi í þjóðfélaginu, á hún að byrja á málefnum SPRON og Dróma. Einnig þætti mér vænt um að fréttahaukarnir á RUV kynntu sér stöðu þessara mála. Ég trúi því að réttlætið sigri að lokum. Katrín, hvað þarf að segja meira? Eftir Halldór Úlfarsson » Auðvitað verður að rannsaka þessi Spron- og Drómamál strax. Halldór Úlfarsson Höfundur býr í Mosfellsbæ. doriulfars@gmail.com Jæja, er karma lífs- ins að elta uppi þann hóp þingmanna er lögðu hart að sér við að koma Hönnu Birnu úr ráðherrastóli með yfir- lýsingu um vantraust? Já, Katrín, Svandís Svavars, Píratar og öll þið hin sem tókuð þátt í þeirri árás, að ykkar sögn vegna leka úr ráðuneytinu. Hvernig ætlið þið nú að höndla míglekann frá velferðarnefnd og Halldóru Mogensen til Stundar- innar, ef rétt reynist, og ef Píratar veita Stundinni upplýsingar frá þinginu. Auðvitað gerið þið ekkert, en ég sem skattgreiðandi mótmæli og neita að borga Pírataflokknum laun, það fólk er ekki þingtækt. Að- hald hvað? Frá þessu fólki koma að- eins árásir og þvæla. Ekkert til góða fyrir land og þjóð, því að þau virðast ekki vita, til hvers þau eru á þingi. Já, það eru tröll á þingi. Ég set hér setningu sem Albert Einstein á að hafa sagt: „Með vaxandi tækni kemur heil kynslóð hálfvita.“ Hans orð. Alþingi er orðið ógeðfellt. Að öðru. Því er verið að gera ör- þjóðina Íslendinga að peningavél fyrir óráðsíuna úti í heimi? Það er ekki bara verið að gefa landið okkar heldur eru allar klær úti með að ná í peninga, fyrir utan það sem við þjóðin, rík- ið, lætur af hendi rakna. Er það ekki sið- blinda, að UNICEF birti grein og höfði til elstu kynslóðarinnar að gefa nú af erfðafé – það er að fara í erfðaskrár fólks – og ekki vantar hjálpsemi Guðrúnar Ögmundsdóttur hvern- ig þetta fari nú fram, bara tala við lögfræðing UNICEF, hann sjái um málin! Einmitt það, hm, rauðsokk- urnar hafa alltaf verið svo hjálp- samar. Herjið nú endilega á við- kvæma elstu kynslóðina. Hafið skömm þið sem standið að þessu. Það má líka huga að Rauða kross- inum. Alltaf munu verða stríð og hörmungar, og hvað ætlið þið stjórn- völd og þeir sem endalaust betla eft- ir peningum að gera þegar pen- ingana þrýtur? En það mun gerast. Að enn öðru. Það eru hræringar á Balkan, púðurtunnunni þeirri. Og hér hleypið þið einmitt inn fólki sem hefur verið fjandmenn í gegnum ald- irnar og haldið þið að lögreglan ráði við þau mál þegar upp úr sýður? Í Bosníu-Hersegóvínu, um 150 km norðaustur af Sarajevo, eru ISIS- liðar með æfingabúðir og bíða bara eftir réttu augnabliki. Albanar vilja berja á Serbum, það var ekki nóg að þeir fengju Kosovo. Og Pútín ætlar að vera til staðar, þegar og ef skellur saman. Rússar og Grikkir munu ætíð styðja Serba og Pútín vill líka koma í veg fyrir að Nato hreiðri um sig á Balkan. Svo að þannig mun allt- af verða ófriður og ég spyr mig: Eig- um við Íslendingar endalaust að reyta af okkur til þeirra sem kunna sig ekki? Í lokin. Látið erfðamál elstu kyn- slóðarinnar í friði, þið viljið hvort eð er lítið af okkur vita. Er hvergi skjól fyrir þessu endalausa peningaáreiti? Við erum kynslóð sem unnum hörðum höndum að okkar, öfugt við margan nútímamanninn, sem stend- ur bara á pöllum blaðrandi endalaust og lítið kemur út úr því. Og auðvitað þarf sálfræðinga inn á Háskóla Ís- lands, eftir að þið hafið blaðrað í hringi og gert þetta einfalda líf okk- ar erfitt og ruglingslegt. Ýmislegt um samfélagsmál Eftir Stefaníu Jónasdóttur » Látið erfðamál elstu kynslóðarinnar í friði, þið viljið hvort eð er lítið af okkur vita. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 GMC Sierra SLT 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Litur: Silver, svartur að innan. Einnig til Stone Blue, Dark Slate og Red Quartz VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 GMC Denali 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftur- sæti, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 9.990.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Q6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Litur: Stone blue, svartur að innan. Einnig til Dark Slate, Silver og Red Quartz VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 GMC Denali - 35” breyttur 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftursæti, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. 35” breyttur með brettakanta, 35” dekk og krómfelgur. Öll standsetning innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 10.690.000 m.vsk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.