Morgunblaðið - 16.05.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.05.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. „Undanfarnar vikur hefur fjölmiðill- inn Stundin fjallað á vef og prenti á óvæginn og ómálefnalegan hátt um tiltekið umgengnismál með þátttöku annars málsaðila þess.“ Svona hefst tilkynning sem birt var á syslumenn- .is í gær, undirrituð af sýslumannin- um á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfi Halldórssyni. Stundin hefur undanfarið fjallað ítrekað um mál barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu. Líklegt er að hér sé vísað til máls þar sem forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér í máli barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um föður sem ásakaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur börnum sínum. Í umfjöllun í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um réttarframkvæmd sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í umgengnis- og dagsektarmálum. Þar er sýslumaður sakaður um að horfa kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi og börn sögð þvinguð til umgengni við ofbeldismenn. Í tilkynningu sýslumannsins segir að hann geti ekki fjallað opinberlega um tiltekin mál, en að 585 umgengnis- og dagsektarmál hafi verið til með- ferðar hjá embættinu árið 2017. „Ein- ungis þurfti að úrskurða í 56 ágrein- ingsmálum og þar af voru aðeins 15 úrskurðir kærðir til dómsmálaráðu- neytisins.“ Þá segir að málsmeðferð og úr- skurðir séu afrakstur samvinnu starfsmanna, og að sýslumaður sé hreykinn af sínu starfsfólki og beri til þess fullt traust. „Það er umhugsunarvert að fjöl- miðill skuli fjalla á jafn ógætilegan hátt um persónuleg málefni einstak- linga og Stundin gerir í þessu máli, m.a. með tilliti til persónuverndarlög- gjafarinnar og 3. greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands.“ Umfjöllun Stundar- innar ómálefnaleg  Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu sendi frá sér tilkynningu í gær Morgunblaðið/Hanna Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir Bandaríkin sjá Ís- land sem trúverðugt og áreiðanlegt bandalagsríki en hann átti fund með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hann segir það sérstaklega mikilvægt að vest- ræn ríki sem deila sömu gildum standi saman. „Í ljósi breyttra að- stæðna í heiminum þá teljum við af- skaplega mikilvægt að þau vestrænu ríki sem byggð eru á þessum sömu gildum um mannréttindi og lýðræði, standi og vinni saman á þessum tím- um. Það hefur alltaf verið mikilvægt en sérstaklega mikilvægt núna. Því það þarf að berjast fyrir þessum gildum sem við teljum sjálfsögð,“ segir Guðlaugur. Hann segir að fundurinn með Mattis hafi verið góð- ur og upplýsandi en ráðherrarnir tveir ræddu samskipti þjóðanna, Atlantshafsbandalagið og stöðuna í heimsmálum. Lýsti yfir áhyggjum um Gaza Guðlaugur kom áhyggjum Íslands á framfæri varðandi stöðu mála á Gaza-svæðinu en átök hafa staðið þar yfir síðan Bandaríkin færðu sendiráð sitt til Jerúsalem. „Þetta er mál sem ég tók upp á fundinum og við fórum yfir þá stöðu. Við höfum haft áhyggjur af þessum málum m.a. vegna þess að Bandaríkin ákváðu að viðurkenna Jerúsalem sem höfuð- borg Ísraels,“ segir Guðlaugur. Mál- efni Mið-Austurlanda voru einnig rædd og þá sérstaklega málefni Sýr- lands. Spurður hvort málefni Hauks Hilmarssonar sem er talinn hafa fallið í Sýrlandi hafi komið upp segir Guðlaugur það ekki hafi verið rætt sérstaklega. „Við höfum verið í sam- bandi við Bandaríkin um það mál en það var ekki rætt sérstaklega.“ Viðvera hersins ekki rædd Í fyrra var greint frá því í fjöl- miðlum að Bandaríkin hygðust koma með her sinn tímabundið aftur til Íslands, til þess að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður- Atlantshafi, spurður segir Guð- laugur slíkt ekki hafa verið rætt. Aukin áhersla Atlantshafs- bandalagsins á Norður-Atlantshaf kom hins vegar upp í tengslum við lofthelgisgæslu og kafbátaleit. Þá ræddu ráðherrarnir einnig hern- aðaræfinguna Trident Juncture sem mun fara fram á Íslandi og í Noregi í haust. Spurður hvort Bandaríkin vilji auka hlutverk Íslands í varnar- málum vegna landfræðilegrar stöðu sinnar segir Guðlaugur engan hafa farið fram á slíkt. „Það þekkja allir sérstöðu Íslands innan Atlantshafs- bandalagsins sem herlausrar þjóðar en borgaralegt framlag okkar til bandalagsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum allt frá innlimun Krímskagans. Frá þeim tíma hafa aðildarríkin lagt meiri áherslu á svið varnarmála, m.a. í Norður- Atlantshafi. Framlag okkar hefur verið mjög vel metið beggja vegna Atlantshafsins.“ Samstarf Íslands og Alaska Guðlaugur fundaði einnig með Dan Sullivan og Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmönnum Alaska í Bandaríkjunum, um frekara sam- starf milli Alaska og Íslands. „Það er góður grundvöllur fyrir samstarfi milli Íslands og Alaska og það eru góðar tengingar þar á milli enda eig- um við mjög mikið sameiginlegt með Alaska-ríki. Við ræddum þar málefni norðurslóða, fríverslun og fjárfest- ingar milli Íslands og Alaska.“ Guðlaugur mun síðan funda með Ed Royce, formanni utanríkismála- nefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, ásamt því að hitta Laura Tuck, aðstoðarbankastjóra alþjóða- bankans og undirrita samning fyrir Íslands hönd. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Bandalagsþjóðir Guðlaugur Þór og Mattis við hátíðlega athöfn fyrir utan varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Telja Ísland vera áreið- anlegt bandalagsríki  Mikilvægt að vestræn ríki standi saman, segir ráðherra Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Finnar eru höfðingjar heim að sækja og í þessari heimsókn finnum við hjónin svo vel þann hlýhug og velvild sem þeir bera til okkar Ís- lendinga,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið frá Helsinki. Opinber heimsókn Guðna, Elizu Reid, konu hans, og fylgdarliðs hófst í gærmorgun með formlegri mót- tökuathöfn við forsetahöllina í Hels- inki. Í kjölfarið áttu forseti Íslands og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, fund. Þá bauð Jan Vapaavuori, borg- arstjóri Helsinki, forsetahjónunum til hádegisverðar, markverðir staðir voru heimsóttir og síðdegis átti for- seti Íslands fund með finnska for- sætisráðherranum, Juha Sipilä. Dagskrá í gær lauk með hátíðar- kvöldverði sem finnsku forsetahjón- in buðu til. Í dag, miðvikudag, verður fundað um líf- og heilbrigðistæknifyrirtæki og viðskiptatækifæri þar að lútandi. Þá verður efnt til samræðna um málefni norðurslóða. Þá munu Eliza Reid og Jenni Haukio, for- setafrú Finnlands, heimsækja mat- reiðsluskóla þar sem Íslandsstofa hefur skipulagt hádegisverð og samræðufund um ferðamál, menn- ingu og mat. Einnig verður sjónum beint að læsi og lestri. Á lokadegi heimsóknarinnar á morgun liggur leið forsetahjóna og fylgdarliðs til Turku-borgar. Þar hefst dagskráin í vísindagörðum, samstarfsvettvangi háskóla, borgar og fyrirtækja, en síðan er haldið í Turku-háskóla þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir, kenn- ari við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og finnskir samstarfsmenn hennar gera grein fyrir baráttu gegn einelti í skólum. Í ræðu sem Guðni Th. Jóhannsson flutti í kvöldverðaboði finnska for- setans í gær gerði hann að umtals- efni þau bönd sem tengdu Ísland og Finnland saman og þjóðirnar sem löndin byggja. Í fyrra hefðu Finnar minnst hundrað ára sjálfstæðis- afmælis og í ár héldu Íslendingar upp á það að öld er liðin frá því að Ís- land varð frjálst og fullvalda ríki. Í báðum löndum hefði tekist að skapa velferðarsamfélag með samspili ein- staklingsfrelsis og samhjálpar. Flest hefði verið í framfaraátt. „Og svo er það landið sjálft, vatnið og skógarn- ir, sem eru uppspretta og efniviður traustrar hagsældar og munu gera það áfram sé rétt á málum haldið. En allra mikilvægastur er mannauð- urinn, sú mikla virðing sem þið sýnið þekkingu og menntun, vísindum og nýsköpun,“ sagði forseti Íslands. Finnum vel velvild Finna til Íslendinga  Hátíð í Helsinki í Finnlandsheim- sókn forsetans Ljósmynd/Karl Vilhjámsson Börn Íslenski fáninn sást víða eins og hæfir í þjóðhöfðingjaheimsóknum. AFP Fundur Guðni Th. Jóhannesson og Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.