Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 12
AFP Ilmurinn Einn mikilvægasti parturinn af vínsmökkun er að lykta af víninu. er fjarri því að vera uppskrúfuð eins og kannski mætti ætla af manneskju, sem lifir og hrærist í heimi vínsins. Þvert á móti kennir hún lesendum m.a. að velja rétt vín og tilheyrandi glös, þekkja vín, lesa upplýsingar á flöskumiða, geyma vín, láta ekki glepjast af fagurgala markaðsaflanna og kollvarpar ýms- um mýtum um vín og vínsiði. Hér eru nokkrar af tíu þjóðsögum, sem hún nefnir og gefur lítið fyrir.  „Því dýrara, þeim mun betra“ Bestu kaupin eru í víni sem kostar milli 8 og 20 pund flaskan [um 1.100 til 2.800 ísl.kr. Hafa ber í huga að verðlagning er öðruvísi hér á landi en á Bretlandi]. Ef vín er ódýrara en það er líklegt að gæðin séu mjög lítil þar sem kostnaðurinn liggur aðallega í umbúðum og skött- um. Ef vín er dýrara á kaupandinn á hættu að vera að borga fyrir upp- blásið egó, markaðssetningu og tikt- úrur á markaðnum.  „Því þyngri sem flaskan er, þeim mun betra vín“ Sumir vínframleiðendur, sér- staklega í spænskumælandi löndum, einhverra hluta vegna, hafa notað þykkt gler sem tæki til markaðs- setningar en það er afar óumhverf- isvænt og flestir bestu vínframleið- endur eru skynsamari en svo.  „Vín frá gamla heiminum er alltaf betra en vín úr nýja heiminum“ Það er alls staðar til bæði gott og vont vín.  „Mjög gott vín má þekkja á því að botninn á flöskunni er íhvolfur“ Slíkar dældir eru oft aðeins út af markaðssetningu.  „Bleikt vín og sætt vín er fyrir konur“ Kommon. „Hálffullt glas eða hálftómt?“ Þá segir Robinson engin rök fyrir því að hvítvín sé borið fram í minni glösum en rautt, aðalatriðið sé að þau séu þrengri um brúnina en um belginn til að hægt sé að sveifla víninu í hringi án þess að upp úr skvettist. „Þannig kemst sem mest af víninu í snertingu við súrefni og öll anganin safnast fyrir í glasinu ofan við yfirborðið. Til að hafa gott pláss fyrir vínilminn er Vínsérfræðingar á sólarhring – skál Hafið þið, lesendur góð- ir, tekið „fullkomið skref“ inn í heim vínsins? Forði okkur nú allar góðar vættir hugsa nú trúlega einhverjir og gera því strax skóna að verið sé að spyrja á rósa- máli hvort þeir eigi við áfengis- vandamál að stríða. Svo er ei. Á kápu Litlu vínbókar- innar – Sérfræðingur á 24 tímum segir að „hið fullkomna skref“ inn í þennan heim sé einfald- lega bókin sjálf. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Árúmlega 100 blaðsíðumí Litlu vínbókinni – Sér-fræðingur á 24 tímum eruvínfræðunum gerð skil á aðgengilegan máta og ekki glímt við alvarlegri áfengisvandamál en þau að velja rétt vín með matnum og þvíumlíkt. Allt saman á afar fræðilegum og gagnlegum nótum. Höfundur bókarinnar, sem Drápa hefur gefið út í þýðingu Ingunnar Snædal, er Jancis Rob- inson, einn virtasti víngagnrýnandi og vín- skríbent heims að mati tímaritsins Decanter og sú fyrsta utan víniðnaðarins til að hljóta nafnbótina Master of Wine eða Meistari vínsins. Markmið hennar er að deila sérþekkingu sinni svo lesendur geti orðið vínsér- fræðingar á 24 tímum og fengið sem mesta ánægju út úr þessum dularfulla og dásamlega drykk eins og hún segir. Það verður að segjast eins og er að henni tekst býsna vel upp og 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is M.BENZML 350 BLUETEC 4MATIC nýskr. 09/2013, ekinn 66 Þ.km, dísel (259hö), sjálfskiptur. Glæsilegt eintak! Verð 7.390.000 kr. Raðnúmer 287767 KIA SPORTAGE LUXURY nýskr. 03/2017, ekinn 59 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, 19“ felgur o.fl. Tilboðsverð 4.190.000 kr. Raðnúmer 230787 ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI MINI ONE COUNTRYMAN nýskr. 07/2014, ekinn 54 Þ.km, bensín, 6 gíra. Geggjaður bíll! Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 257394 KIA SPORTAGE EX nýskr. 03/2017, ekinn 60 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Mjög snyrtilegt og flott eintak! Tilboðsverð 3.950.000 kr. Raðnúmer 230790 KIA SPORTAGE LUXURY nýskr. 11/2016, ekinn 40 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, aukafelgur, krókur o.fl.Verð 4.290.000 kr. Raðnúmer 257865 Bílafjármögnun Landsbankans Ungu áhugafólki um handverk gefst í sumar tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi í Norrænum hand- verksbúðum, sem haldnar verða dag- ana 8. - 12. ágúst í Akershus, nálægt Osló í Noregi. Búðirnar eru á vegum The Norwegian Folk and Crafts sam- takanna. Fimm íslenskum ungmenn- um á aldrinum, 16 - 22 ára, býðst að taka þátt í sumarbúðunum, en með í för verður íslenskur hópstjóri/farar- stjóri. Haldnar verða vinnustofur þar sem þátttakendur geta valið um handverk af ýmsu tagi; smíðar, saumaskap, prjón og sitt hvað fleira. Skráning þátttöku er á heimasíðu Heimilisiðnaðarfélags Íslands, www.heimilisidnadur.is, en þar eru einnig nánari upplýsingar um vinnu- stofurnar og önnur hagnýt atriði. Skráningarfrestur er til sunnudags- ins 27. maí. Norrænar handverksbúðir fyrir ungt fólk Vinnustofur Þátttakendur geta með- al annars lært að prjóna lopapeysu. Skapandi starf í sumarbúðum Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Vortónleikar Raddbandafélags Reykja- víkur verða haldnir í Laugarneskirkju kl. 20 í kvöld, miðvikudaginn 16. maí. Söngvar um ástir, konur og vín verða í hávegum hafðir auk þess sem félag- arnir bregða sér í draumaheim rakara- stofunnar og taka nokkur „barber- shop“ lög. Einsöngvarinn og tenórinn Elmar Gilbertsson, mætir til leiks, en hann söng með Raddbandafélagi Reykjavík- ur um árabil. Kórinn er nýkominn frá Ítalíu þar sem meðal annars var sung- ið af miklum eldmóði á sardínísku. Raddbandafélag Reykjavíkur Syngja um ást- ir, konur og vín Morgunblaðið/Styrmir Kári Einsöngvari Elmar Gilbertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.