Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  114. tölublað  106. árgangur  SÖGUR VILBORGAR UM AUÐI KVIK- MYNDAÐAR STYGGUR BRÚNANDAR- STEGGUR LEYFI MÉR AÐ VERA SMÁ EIN- RÆÐISHERRA HELDUR SIG VIÐ HÖFÐABÓL 4 INDRIÐI TÓNLISTARMAÐUR 31ALÞJÓÐLEG SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐ 30 AFP Mótmæli Manndrápum Ísraela við landa- mærin að Gaza-svæðinu mótmælt í París.  Stjórnvöld í Bretlandi, Þýska- landi og fleiri ríkjum hvöttu í gær til óháðrar rannsóknar á mann- drápum Ísraelshers við landamærin að Gaza-svæðinu eftir að 60 Palest- ínumenn biðu bana í mótmælum þar í fyrradag, þeirra á meðal átta börn. Flestir þeirra sem létu lífið urðu fyrir skotum frá leyniskyttum Ísraelshers. Alls hafa 116 Palestínumenn beð- ið bana við landamærin frá 30. mars þegar mótmælin hófust. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sakaði leiðtoga íslömsku samtakanna Hamas, sem stjórna Gaza-svæðinu, um að hafa stefnt lífi óbreyttra borgara í hættu í pólitískum tilgangi. „Þeir hafa ýtt óbreyttum borgurum – konum, börnum – í eldlínuna með það að markmiði að valda manntjóni,“ sagði hann. »17 Hvatt til óháðrar rannsóknar á manndrápunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Horfur eru á enn frekari hækkunum leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið hefur enda ekki fylgt kaupverði fasteigna að undanförnu. Þetta segir Ari Skúlason, sérfræð- ingur hjá Landsbankanum. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir sam- band milli leiguverðs og kaupverðs fasteigna. Spáð sé 6-9% hækkun á nafnvirði fasteigna í ár. Hann tekur undir með Ara að líklega muni leigu- verðið fara að nálgast kaupverðið. Hækki tímabundið hraðar „Við sáum íbúðaverð hækka tals- vert hraðar en leiguverð í fyrra. Því þarf ekki að koma á óvart að leigu- verð hækki nú tímabundið hraðar en íbúðaverð,“ segir Ólafur Heiðar. Samhliða þessari þróun segir Ólafur Heiðar tölur sjóðsins benda til að íbúðum sem leigðar eru ferðamönn- um sé hætt að fjölga. Þrátt fyrir það hækkar leigan. Ólafur Torfason, stjórnarformað- ur Íslandshótela, segir hótelíbúðum að fækka vegna þyngri reksturs. Spá enn hærri húsaleigu  Sérfræðingar benda á samspil kaupverðs og leiguverðs  Vísbendingar um að hótelíbúðum sé hætt að fjölga í bili MLeiguverðið … »11 Vísitala leiguverðs á höfuð- borgarsvæðinu frá janúar 2011 180 160 140 120 100 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Janúar 2011 = 100 Heimild: Þjóðskrá Íslands Mars 2018 184,9 Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílhræ Hjá Vöku hafa menn í nógu að snúast við að hirða óskilabíla. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það hefur færst mjög í vöxt að fólk skilji bíla sína eftir hér og þar, bæði á númerum og án. Portið okkar er í raun kjaftfullt af þessum bílum,“ segir Valdimar Haraldsson, deildarstjóri rekstrardeildar Vöku, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að bílarnir sem um ræðir séu allt frá því að vera verðlitlar og illa farnar bíldruslur upp í „fokdýra“ bíla. Hefur Vaka fjarlægt þessa bíla af bílastæðum í borginni eða víðavangi og flutt í geymsluport fyrirtækisins í Reykjavík. Þar eru bílarnir geymdir á meðan reynt er að hafa uppi á eig- endunum. Takist það ekki bíður bílanna uppboð eða förgun. „Við erum til að mynda með Range Rover, Porsche og stóra Benza. Í raun allt milli himins og jarðar – frá rusli í fokdýra bíla,“ seg- ir Valdimar og bendir á að í geymsluporti Vöku megi nú finna vel yfir 50 ökutæki sem enginn vill kannast við að eiga. „Oft tekst ekki að ná í eigendur, þeir eru ekki með skráða síma eða bréf frá okkur eru endursend,“ segir Valdimar. Kostnaður safnast upp Bílar sem teknir eru númers- lausir, svokallaðir hreinsunarbílar, í borginni eru geymdir í Vöku í tvo mánuði áður en þeir eru boðnir upp eða þeim fargað. Fram að þeim tíma safna bílarnir m.a. upp geymslu- gjaldi hvern sólarhring, þ.e. 1.931 kr. fyrir fólksbíl og 2.302 kr. fyrir jeppa, auk þess sem greiða þarf flutnings- gjald, lágmark 12.900 kr., og inn- skriftar- og afgreiðslugjald, 3.907 kr. Getur áfallinn kostnaður því numið vel yfir 100 þúsund kr. áður en bílar eru seldir á uppboði eða þeim fargað. Ökutæki skilin eftir um alla borg  Geymsluport Vöku „kjaftfullt“ af bílum sem enginn kærir sig um að eiga Íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fengu góðar móttökur í Helsinki í gær á fyrsta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Finnlands. Þau hittu m.a. Sauli Niinistö, for- seta Finnlands, og Jenni Haukio, konu hans, og á förnum vegi spjölluðu þau við börn sem veifuðu íslenskum fánum. Heimsóknin heldur áfram í dag og á morgun og verður sjónum þá beint að vísindum og efldum viðskiptum milli landa. »6 Börnin fögnuðu og veifuðu íslenska fánanum Ljósm/Karl Vilhjálmsson Íslensku forsetahjónin í opinberri heimsókn í Finnlandi  Bjór sem mun kallast húh! er nú bruggaður í Rússlandi í til- efni af þátttöku Íslands á HM í knattspyrnu. Um samstarfsverk- efni er að ræða milli Borgar brugghúss og rússneska brugg- hússins Bottle Share sem þykir með þeim eftirtektarverðari þar í landi. HM-bjórinn verður til sölu í Moskvu og trúlega víðar. »14 Húh!-bjór bruggaður fyrir HM í Rússlandi Húh! Víkinga- klappið fræga.  Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra ræddi meðal annars um stöðuna á Gaza-svæðinu á fundi sínum með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í gær. „Þetta er bara mál sem ég tók upp á fundinum og við fórum yfir þá stöðu. Við höfum haft áhyggjur af þessum málum, m.a. vegna þess að Bandaríkin ákváðu að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels,“ segir Guð- laugur. Ræddu ráðherrarnir einn- ig málefni norðurslóða og Atlants- hafsbandalagið. Guðlaugur fund- aði svo með báðum öldunga- deildarþingmönnum Alaska-ríkis um möguleikann á fríverslun og milli Alaska og Íslands. »6 Guðlaugur ræddi stöðuna á Gaza

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.