Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 26
P álína Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 16.5. 1968 en ólst upp inni í Sundum í Reykjavík. Auk þess var hún í sveit á sumrin, á Grund í Eyjafirði, hjá föðurfólki sínu, og fór einnig til Siglufjarðar, til móð- urfólks síns. Pálína var allan sinn grunnskóla- aldur í Langholtsskóla 1974-84, stundaði síðan nám við Mennta- skólann við Sund og lauk þaðan stúd- entsprófi 1988. Þá æfði hún ballett við Ballettskóla Þjóðleikhússins frá níu ára aldri og tók þátt í mörgum upp- færslum á vegum leikhússins og í söngleikjum hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Pálína stundaði nám í heimspeki og bókmenntum við HÍ, hélt síðan til Lyon í Frakklandi í listdansnám, lauk Post graduate í nútímadansi og kó- reógrafíu 1991, við Conservatoire National Superieure de Musique et de la Dance í Lyon, útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1995, lauk Diplóma í leiklistarkennslu frá Listaháskóla Íslands 2009 og meistaragráðu í leikstjórn frá Col- umbia-háskólanum í NY 2017. Pálína var leikari frá 1995 og hefur verið leiklistarkennari og leikstjóri frá 2009. Auk þess kom Pálína að Pálína Jónsdóttir leikstjóri – 50 ára Skálað í vinahópi á góðri stund Talið frá vinstri: Ólöf Ólafsdóttir, Ugla Hauksdóttir, dóttir afmælisbarnsins, Aimee Mullins, afmælisbarnið sjálft, Eiríkur Guðmundsson og loks Ruppert Friend. Hugfangin af starfi sínu Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsikona á besta aldri Pálína Jónsdóttir, leikstjóri og leiklistarfræðingur. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Bjarni Viðar Þor-steinsson, mat-reiðslumaður á Sjávargrillinu, á 30 ára af- mæli í dag. Hann hefur unnið þar frá 2011 með einni pásu. „Ég fór í vinnu með þægilegri vinnutíma árið 2014 þegar börnin voru mjög lítil og þurftu meiri athygli. Ég fór að vinna hjá heildsölufyrirtækinu Garra en það flytur inn mat og ég hélt mér því í matartengdu. Það gerði fullt fyrir mig að vinna þar og maður áttaði sig á hlutum sem maður gerði ekki áður, en planið var alltaf að snúa til baka.“ Sjávargrillið er á horni Skólavörðustígs og Óðins- götu. „Við leggjum áherslu á sjávartengdan mat. Við erum líka með ís- lenskt kjötmeti en það er í minni kantinum.“ Bjarna finnst mjög skemmtilegt að vinna með fisk, en er sjálfur alæta á mat. „Mér finnst rosa gott að fá mér grillað svín, það er algjört sælgæti. Við erum ekki með það hjá okkur á Sjávargrillinu en við erum með svínasíðu. Það kemst svo lítið að annað en vinnan,“ segir Bjarni spurður um áhugamál. „Ég hef gaman af ferðalögum og við fjölskyldan förum mikið út í sveit þar sem móðursystir konunnar minnar býr, á Spóa- stöðum í Biskupstungum, og þar erum við að leika okkur að rækta matvæli, gúrkur, kál og kartöflur meðal annars. Það er líka gaman fyrir börnin að fylgjast með þessu vaxa og eins að kynnast dýrunum þar.“ Kona Bjarna er Dagný Vermundsdóttir, nemi í trésmíði, og börn þeirra Þórdís Lilja, f. 2010, Matthildur Rós, f. 2013, og Sara Sóley, f. 2014. „Við hjónakornin ákváðum að skella okkur út að borða tvö ein í tilefni dagsins. Við ætlum í Matarkjallarann í Aðalstrætinu. Þar er geggjaður matur og ennþá betri kokteilar. Það verður að skoða um- hverfið í kringum sig.“ Grillað svín er algjört sælgæti Bjarni Viðar Þorsteinsson er þrítugur í dag Matreiðslumaðurinn Bjarni Viðar Þorsteinsson vinnur á Sjávargrillinu. Akureyri Lísa Lind Vignisdóttir fæddist 23. júní 2017 kl. 20.50 á Akureyri. Hún var 4.208 g að þyngd og 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Vignir Már Vignisson og María Björg Ásmundsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.