Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vesturverk sem áformar virkjun Hvalár í Árneshreppi á Ströndum er í meirihlutaeigu Íslendinga og eru lífeyrissjóðir þar stórir aðilar. Þetta segir Ásgeir Margeirsson, for- stjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, í til- efni þeirra orða Sigurðar Gísla Pálmasonar að virkjanafyrirtæki í eigu erlendra auð- manna svífist einskis til að ná sínu fram. „HS Orka er að tæplega helm- ingi í eigu íslenskra lífeyrissjóða. HS Orka á 70% í Vesturverki. Vegna eignarhluta lífeyrissjóðanna eiga flestallir Íslendingar sem nú eru starfandi á vinnumarkaði eða hafa nýlega verið það hagsmuna að gæta í verkefninu. Erlenda eign- arhaldið er hjá fyrirtækinu Inn- ergex sem er skráð á hlutabréfa- markaði í Kanada. Eignarhald þess er mjög dreift, meðal annars eiga lífeyrissjóðir hluti í því,“ segir Ás- geir. Sigurður Gísli gagnrýndi í viðtali við Morgunblaðið í gær að fyrir- tækið hefði boðið Árneshreppi ým- iss konar fyrirgreiðslu með því skil- yrði að fallist yrði á virkjun, meðal annars verkefni sem kæmu fram- kvæmdinni ekkert við. Ásgeir segir að fyrirtækið fari í einu og öllu að leikreglum samfélagsins, afli leyfa, fari í gegnum kynningarferli með verkefni sín, alla leið og alls staðar. Hann hafnar því að verið sé að bera fé á sveitarstjórnina. „Flest fyrirtæki og öll góð fyrirtæki taka þátt í samfélaginu þar sem þau starfa. Þau styrkja íþróttastarf, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, menningarlíf, góðgerðarstarfsemi og umhverfismál. Þetta gera HS Orka og Vesturverk. Ekkert íþróttastarf yngri kynslóða er í Ár- neshreppi. Í samtölum sveitar- stjórnar og Vesturverks var rætt um hvernig fyrirtækið gæti stutt samfélagið. Hugmyndir að öllum þeim verkefnum sem nefnd hafa verið hafa komið frá heimamönn- um. Sum þeirra tengjast beint væntanlegum framkvæmdum, svo sem lagning þrífasa rafmagns og ljósleiðara og endurbætur á hafn- arsvæði. Önnur má skilgreina sem samfélagsverkefni,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Blandar sér ekki í deilumál Umræðan um Hvalárvirkjun gaus upp á ný þegar það spurðist út að hópur fólks hefði flutt lög- heimili sitt í Árneshrepp í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninga en ný hreppsnefnd getur haft áhrif á byggingu virkjunarinnar. Breyting- ar á skipulagi hafa verið afgreiddar frá hreppsnefnd en Skipulagsstofn- un hefur ekki staðfest þær. Ásgeir segir að fyrirtækið blandi sér ekki í slík mál. „Ég og samstarfsfólk mitt þekkjum ekki til þeirra sem komið hefur fram að eigi hlut að máli, nema í mesta lagi einhver nöfn af afspurn í fjölmiðlum. Og við þekkj- um heldur enga stuðningsmenn okkar verkefnis sem flutt hafa lög- heimili í hreppinn,“ segir Ásgeir. Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga  Forstjóri HS Orku segir að Vesturverk starfi eftir reglum samfélagsins  Hafnar því að fyrirtækið sé að bera fé á hreppsnefndina  Hugmyndir að samfélagsverkefnum hafi komið frá heimafólki Morgunblaðið/Golli Hvalárvirkjun Mörg vötn eru á áhrifasvæði virkjunarinnar. Ásgeir Margeirsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er ótrúleg spenna hér í Moskvu út af þessu móti. Ef einhver heyrir að maður sé íslenskur þá hrópar fólk „Ísland, Ísland!“ Án gríns, fólki finnst mjög skemmtilegt að Ísland spili á þessu móti og það mun eflaust fagna því að fá íslenskan bjór,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari hjá Borg brugghúsi. Þegar Morgunblaðið náði tali af Árna í Moskvu í gærdag var hann að ljúka við að brugga sérstakan HM- bjór sem fer í sölu í Rússlandi í sum- ar. Um samstarfsverkefni er að ræða milli Borgar brugghúss og rússneska brugghússins Bottle Share sem þykir með þeim eftirtekt- arverðari þar í landi. Bjórinn er bruggaður í tilefni af þátttöku Ís- lands á HM í knattspyrnu og mun kallast húh! HM-bjórinn verður til sölu í Moskvu og trúlega víðar. Stefnt er að því að hann verði í það minnsta til sölu í öðrum borgum sem Ísland leikur í. Bragðbætir með baldursbrá „Þessir rússnesku bruggarar hringdu daginn eftir að Ísland komst á HM og óskuðu eftir samstarfi. Þetta hefur reynst mjög skemmti- legt verkefni,“ segir Árni sem segir að ekkert annað nafn en húh! hafi komið til greina. „Við sáum okkur leik á borði að geta framleitt þennan bjór óáreittir frá íslenskum einkaleyfisskrán- ingum,“ segir hann í léttum dúr. Húh!-bjórinn verður svokallaður Farmhouse IPA-bjór, þurrhumlaður og með sveitageri. „Ég mætti svo með íslenska baldursbrá hingað út til að bragðbæta hann. Bragðinu af henni svipar til kamillutes en er tölu- vert íslenskara.“ Skálað með forseta í Finnlandi Moskva er ekki eini viðkomu- staður Árna í þessari ferð því í dag verður hann í Helsinki. Þar mun hann kynna bjór Borgar á sér- stökum viðburði en í vikunni kemur á markað samstarfsbjór Borgar og Pinamo Hiisi sem kallast Liskodisko. Árna er sömuleiðis boðið að verða viðstaddur móttöku sem haldin er í tilefni af opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og Elízu Reid forsetafrúar til Finn- lands. „Ég mæti þangað ef mér tekst að leigja mér smóking. Ég er bara í blómaskyrtu og gulum stuttbuxum og las ekki boðskortið fyrr en eftir að ég kom út,“ segir bruggarinn. Húh! Árni Theodór Long , t.v., ásamt Marat Settarov og Alexey Sazonov. Íslenskur húh!-bjór á HM í sumar  Bruggaður í Moskvu og seldur í kringum leiki Íslands  Bragðbættur með ís- lenskri baldursbrá  Undanþeginn umdeildri einkaleyfisskráningu á húh!-inu Kvikmyndafyrirtækið Pegasus ehf. hefur fengið fimm leyfi með um- sögnum Umhverfisstofnunar (UST) vegna kvikmyndatöku á Suðurlandi á tímabilinu 7.-23. maí 2018, sem finna má á www.ust.is. Um er að ræða leyfi til kvik- myndatöku og/eða aksturs utan vega við Skógafoss, friðlýstu náttúruvætti, í Dyrhólaey, friðlýstu friðlandi, í Dyrhólafjöru sem er ekki á náttúruminjaskrá, við Hjörleifs- höfða sem er ekki friðlýstur og í Reynisfjöru sem er ekki friðlýst en er á náttúruminjaskrá, skv. umsögn- um í leyfunum. Gjöld og ströng skilyrði eru fyrir leyfisveitingunum. Bent er á að um undantekningu sé að ræða, en varp- tími fugla stendur nú yfir og sé öðr- um óheimilt að leika þetta eftir án leyfis stofnunarinnar. ernayr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fegurð Reynisfjara og Dyrhólaey eru vinsælir myndatökustaðir. Fimm leyfi frá UST  Kvikmyndataka og akstur utan vega Nýjasta viðbótin í samstarfs- bruggi íslenskra brugghúsa og erlendra kollega þeirra kemur á markað í vikunni. Er um samstarf Borgar og hins finnska brugghúss Pinamo Hiisi að ræða. Kallast bjórinn Liskodisko og er ferskjubættur nýbylgju IPA-bjór. Nafn bjórs- ins vísar til finnsks hugtaks um þynnku, einhvers konar ofsatremma. Bjórinn var bruggaður á Íslandi og verður seldur í Vínbúð- unum. Skop- myndateikn- arinn Halldór Baldurs- son á heiðurinn af mið- anum á flöskunni. Finnskur ofsatremmi NÝR SAMSTARFSBJÓR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.