Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 31

Morgunblaðið - 16.05.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ný plata tónlistarmannsins Indriða, ding ding, kemur út á föstudaginn kemur. Fyrsta sólóplata hans, Mak- ríll, kom út fyrir tveimur árum og hlaut verðskuldað lof. Indriði hefur komið víða við í tónlistarlífinu á und- anförnum árum, meðal annars með hávaðarokksveitinni Muck auk þess sem hann er menntaður myndlistar- maður frá Listaháskóla Íslands. Þá hefur hann tekið þátt í hinum ýmsu gjörningum, til að mynda gjörningi Ragnars Kjartanssonar í Hafnar- húsinu í fyrra. Tónlist Indriða er áhugaverð; þægileg áheyrnar og frumleg í senn, og í henni bæði blíða og bit, ekki síst þegar hraðinn er keyrður upp. Vann hann lengi að þessari nýju plötu, ding ding? „Ég byrjaði að semja sum af þessum lögum um það leyti þegar Makríll kom út en haustið 2016 fann ég að það var kominn tími til að gera nýja plötu. Ég fór í gegnum þau lög sem ég átti og fann til grind sem ég samdi rest- ina út frá. Þannig fannst mér frekar auðvelt að finna út hvað vantaði og hver stefnan ætti að vera,“ segir hann. Og það er mismunandi hvort lög fæðast fyrst eða textar. „Sum lögin og textarnir komu strax til mín, saman, það eru þau sem eru mestu dægurlögin, hefð- bundnust. Svo eru önnur eins og það sem ég samdi fyrra erindið við svona þremur árum áður en seinna erindið varð til.“ Á fyrri sólóplötunni lék Indriði mikið til á öll hljóðfæri sjálfur, auk þess að syngja og taka hana upp sjálfur. „Alfreð Finnbogason tók þessa nýju plötu upp „læf“ og við Albert og Tumi Árnason spiluðum og sungum þá grunnana inn. Svo bættust fleiri hljóðfæraleikarar við, eins og Ingibjörg Elsa Turchi á bassa og Magnús Trygvason Elias- sen og Gylfi Sigurðsson spiluðu í nokkrum lögum hvor á trommur. Hekla Magnúsdóttir spilar á þeram- ín.“ Indriði segir skemmtilegra að leika frá upphafi með öðrum hljóð- færaleikurum heldur en að vera að spila á allt sjálfur. „Og næst langar mig að semja plötu frá grunni með hljómsveit. Það er alltaf gaman, þó ég leyfi mér líka að vera smá ein- ræðisherra … Þar er mikilvægast finnst mér að ráða því alveg með hverjum ég spila, með fólki sem ég hef trú á og gef lausan tauminn, þótt hugmyndirnar séu yfirleitt mínar.“ Þegar Indriði er spurður að því hvort myndlistarmenntunin nýtist honum í tónlistinni þá hugsar hann sig um og segist svo vona að svo sé. En hann sé þó ekki viss um hvernig. „Ég er inni á milli verkefna að mála og teikna en myndlistin og tónlistin tengist ekki beint og það er erfitt að vinna í hvoru tveggja á sama tíma.“ En svo hefur Indriði talsvert unnið með öðrum listamönnum, eins og í gjörningi Ragnars Kjartanssonar í fyrra þar sem hann lék á kassagítar dögum saman með fleiri gítarleik- urum. „Ég fíla það mjög vel og hef oft tekið þátt í slíkum verkefnum, til dæmis með Styrmi Guðmundssyni gjörningalistamanni. Og ég hef ver- ið fenginn í að gera tónlist við alls- kyns myndlistar- og gjörningaverk- efni. Það er gaman. Ég held ég sé hentugur starfsmaður í slíku.“ Indriði verður með útgáfutónleika 6. júní á Húrra og hefur hann sett saman band fyrir þá, með sumum þeim sem leika á plötunni. „Svo er ég að flytja aftur til Berl- ínar og ég vinn líka með hljómsveit þar – ég er kominn með band í báð- um löndum,“ segir hann og hlær. „Það er búið að bóka tónleika í Berl- ín og svo er útgefandi plötunar, Fig- ureeigt, að setja saman tónleika- ferðalag um nokkur Evrópulönd sem stendur til að fara í október og mögulega endar með tónleikum hér á Airwaves.“ Morgunblaðið/Hari Tónlistarmaðurinn Indriði heldur útgáfutónleika á Húrra 6. júní og flytur síðan til Berlínar þar sem frekari spilamennska með hljómsveit hans bíður. „Leyfi mér að vera smá einræðisherra“  Ný plata Indriða, ding ding, kemur út á föstudag Í kvöld klukkan 20 heldur kvennakórinn Vox feminae tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju í Reykjavík. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs. Miðar eru seldir á tix.is, hjá kórkonum og við inngang og kosta 2.500 kr. Það var árið 1993 sem Margrét J. Pálmadóttir stofnaði Vox feminae, en frá upphafi hefur trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og söng- lögum einkennt lagaval kórsins og dagskrána á öllum tónleikum hans. Kórinn hefur einnig lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Að undanförnu hefur 25 ára afmæli kórsins verið minnst með ýmsu móti og sú dagskrá heldur áfram allt þetta ár. Þann 21. júlí í sumar heldur kórinn tón- leika á Húsavík undir heitinu Hásláttur og í haust er margt spennandi á döfinni. Vox feminae í Háteigskirkju í kvöld Söngur Vox Femine æfa í Háteigskirkju og þar verða tónleikarnir í kvöld. Þegar flogið er yfir Græn-land virðist ríkja ró og frið-ur á ísi klæddu landinu enþegar skyggnst er undir yfirborðið kemur stundum annað í ljós. Sú er raunin við lestur spennu- sögunnar Flúruðu konunnar, þar sem spillingin nær hæstu hæð- um og engum má treysta. Samfélagið í Nuuk er mið- punktur frásagn- arinnar. Lík- fundur á Græn- landsjökli 2014 verður til þess að óupplýst morð frá 1973 fá nýtt líf. Eftir því sem danski blaðamaðurinn Matthew Cave gref- ur dýpra þeim mun meira þrengist hættuhringurinn að honum, því sannleikurinn kemur ekki öllum vel og allra síst má falla kusk á hvít- flibbann. Sagan, eins óhugguleg og hún er, er virkilega vel skrifuð og raunveru- leg. Valdabaráttan og klifrið upp metorðastigann á sér engin takmörk og barnaníðið ristir í gegnum merg og bein. Þegar vel er að gáð er víða stutt í villimanninn, þegar kynferðis- legt ofbeldi er annarsvegar, og oft ekki skýr mörk á milli villidýra og þeirra sem þó teljast til mannkyns. Það skýtur þess vegna skökku við þegar Tupaarnaq Siegstad er lýst sem villidýri, þó hún hafi verið í haldi í dönsku fangelsi í mörg ár. Helstu persónurnar eru eftir- minnilegar. Matthew Cave vill kom- ast að sannleikanum, hvað sem það kostar, og Tupaarnaq Siegstad minnir einna helst á Lisbeth Saland- er í Milleniumþríleik Stiegs Lars- sons. Það getur tekið á að leita rétt- ar síns og þar sem óvissa ríkir um fjölskyldubönd verður allt einhvern veginn vonlaust og óyfirstíganlegt. Nema hjá töffurum. Nýlega hafa verið gefnar út í ís- lenskri þýðingu tvær bækur sem varpa ljósi á mannlíf á Grænlandi, annarsvegar skáldævisagan Kalak eftir Kim Leine og hins vegar spennusagan Flúraða konan eftir Mads Peder Nordbo. Þær eiga það sameiginlegt að vera upplýsandi, hvor á sinn hátt, um næstu nágranna Íslands og þá skuggalegu veröld, sem margir virðast enn búa þar við. Höfundurinn Mads Peder Nordbo varpar ljósi á mannlíf á Grænlandi. Engum treyst í spennu og spillingu Spennusaga Flúraða konan bbbbn Eftir Mads Peder Nordbo. Ingunn Snædal þýddi. Veröld 2018. Kilja. 357 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 20:00 4. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Aðfaranótt (Kassinn) Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.