Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ FinancialTimes hef-ur veru- legan áhuga á ítölskum stjórn- málum núna. Og það er skiljanlegt. Flokkakerfið í þessu þriðja öflugasta sam- bandsríki riðlaðist gjör- samlega í kosningum í mars sl. Þá var ekki sérstaklega kosið um afstöðuna til Evrópusam- bandsins. En gagnrýni á það var þó fyrirferðarmikil og flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi spöruðu síst gagnrýn- ina í þess garð og á evruna, og hversu grátt hún hefði leikið efnahag Ítalíu. Nú er það ljóst að t.d. fyrrnefnt blað, F.T., telur augljóst að ítalskir stjórnmálamenn eigi að líta í eigin barm hvað það varðar og ekki stilla evrunni upp sem blóraböggli. Það er þó vafalaust að kosn- ingaúrslitin á Ítalíu gátu vart orðið verri en þau urðu sé horft út frá hagsmunum valds- manna ESB. Sama gildir um forystumenn Þýskalands og Frakklands. Macron forseti hefur reynt að ná forystu- hlutverki innan ESB eftir að staða þýska kanslarans veikt- ist verulega. En hugmyndir hans um samþjöppun fjár- málalegs valds í Brussel á kostnað fullveldis einstakra ríkja munu falla í grýtta jörð í Róm nái sigurvegararnir sam- an um ríkisstjórn, sem veru- legar líkur eru á. En þar með er ekki sagt að Ítalía leggi af stað út úr ESB verði stofnað til slíkrar stjórnar. Það vakti athygli í kosningunum að Silvio Berlusconi, sem var ekki í miklu uppáhaldi í Brussel í forsætis- ráðherratíð sinni, var nú sá leiðtogi stjórnarand- stöðunnar sem talaði af mestri varúð um ESB og vildi ekki lofa neinu um það að rjúfa sambandið. Hann vildi ekki heldur ganga eins langt og þeir félagar hans í flokka- bandalaginu gerðu sem töluðu fyrir því að ný ríkisstjórn stæði fyrir bindandi þjóðar- atkvæði um veruna í ESB, í anda þjóðaratkvæðis um „brexit“. Hann sagðist hins vegar opinn fyrir því að ræða að Ítalía myndi taka upp líru á ný, samhliða brúkun á evru. Ólíklegt er að kommissarar í Brussel og leiðtogar áhrifa- mestu ríkja ESB myndu sam- þykkja slíka tilraun, enda vantar nokkuð upp á að út- skýrt hafi verið með fullnægj- andi hætti hvernig það dæmi gangi upp. Þeir flokkar og flokkabandalag sem reyna nú stjórnarmyndun í kjölfar góðs sigurs standa frammi fyrir yfirlýsingum forseta Ítalíu um það, að nái þeir ekki saman eigi hann engan annan kost en að boða til nýrra kosninga. Sú breyting hefur nú á orðið að Berlusconi mundi í slíkum kosningum geta boðið fram krafta sína í ríkisstjórn því að dómstóll ákvað í síðustu viku að létta af honum banni við að gegna slíkum embættum. Myndi sigurvegari síðustu kosninga ekki stjórn núna verða nýjar boðaðar, segir forseti Ítalíu} Ögurstund í Róm Rúm 40 ár eruliðin síðan Samtök áhuga- fólks um áfengis- vandann, SÁÁ, voru stofnuð eftir fjölmennan fund í Háskólabíói á haust- dögum 1977. Samtökin hafa allar götur síðan rekið öflugt forvarna- og meðferðarstarf gagnvart hverskyns vímu- efnamisnotkun, þó að mis- notkun áfengis sé þar helsta viðfangsefnið. Á þessum fjórum áratugum hafa samtökin náð að byggja upp starfsemi sína jafnt og þétt, meðal annars sérhann- aðar fasteignir. Nýjasta við- bótin þar er meðferðarheim- ilið Vík á Kjalarnesi, sem tekið var í notkun á fertugs- afmæli samtakanna í október síðastliðnum. Allar fasteignir samtakanna hafa verið fjár- magnaðar með sjálfsaflafé án aðkomu hins opinbera. Starf- semi samtakanna er því frábært dæmi um það sem einstaklingar geta áorkað þegar þeir taka höndum saman. Ríkið hefur hins vegar komið að rekstrarkostnaði samtakanna í gegnum þjón- ustusamninga við Sjúkra- tryggingar Íslands. Sá kostn- aður er þó ekkert miðað við þann kostnað sem það hefði haft í för með sér, ef starf- semi SÁÁ hefði ekki notið við, að ekki sé minnst á það álag sem samtökin hafa náð að létta af opinbera heil- brigðiskerfinu með starfsemi sinni. Þau samfélagslegu verð- mæti sem felast í starfi sam- takanna eru því umtalsverð og full ástæða fyrir almenn- ing að halda áfram að styðja við hið góða starf sem SÁÁ hafa unnið undanfarin 40 ár. Starfsemi SÁÁ er afar mikils virði}Stöðug uppbygging í 40 ár Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjálslega, af einlægni, djörfung og alvöru. S vo orti Sigurður Nordal og bendir á með skýrum hætti hvernig listin og lífið eru samofin og hversu mikil- væg menningin er okkur mann- fólkinu. Menningarstarfsemi er í senn aðdráttarafl, sameiningarafl og farvegur fyrir sköpun sem nærir og auðgar þá fjöl- mörgu sem skapa og þá sem njóta. Aðgengi að menningu óháð búsetu er lykil- atriði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er hlutverk stjórnvalda skilgreint á þann veg að þeirra sé að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista og menningararfs. Á því sviði hafa nýverið verið stigin mikilvæg skref því á dögunum var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði og í byrjun þessarar viku endurnýjaði Akureyrarbær menningarsamning sinn við mennta- og menningarmálaráðuneyti. Á döfinni er einn- ig að ganga frá samkomulagi um menningarhús á Fljóts- dalshéraði. Þessar leiðir stjórnvalda til þess að styðja við menn- ingarstarf í landinu hafa sannað sig í gegnum árin. Stefnu um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggð- inni má rekja til ársins 1999 og fyrsti menningarsamn- ingurinn milli ríkis og sveitarfélaga var gerð- ur árið 1996. Segja má að ákvarðanir á þessum sviðum beri síðan ávöxt á hverjum degi því aðstaða og fagleg umgjörð um menn- ingarstarf er nauðsynleg þegar tryggja á að- gengi almennings að menningarstarfsemi. Á ferðum mínum um landið undanfarið hef ég orðið enn sannfærðari um mikilvægi þess að byggja upp og treysta þessa innviði. Það styður ekki aðeins við skapandi greinar held- ur skapar það einnig ný sóknarfæri í ferða- þjónustu. Samhliða auknum straumi ferða- manna til Íslands hefur orðið vitundar- vakning um þau tækifæri sem felast í að gera menningu og þekkingu okkar aðgengilegri. Það að tengja ferðamennsku við sögu, menn- ingu og þekkingu á frjóan hátt mun ekki að- eins gleðja erlenda gesti, heldur einnig gera börnunum okkar kleift að kynnast landinu sínu á nýjan og fræðandi hátt. Sem mennta- og menningarmálaráðherra lít ég björt- um augum til framtíðar vitandi af þeim mikla krafti sem býr í menningarlífi landsins. Við ætlum að halda áfram að skapa hagfelld skilyrði fyrir þá fjölbreyttu og skap- andi flóru. Og nú þegar líður að ferðasumri hvet ég landsmenn einnig til þess að sækja heim, njóta og hugsa af djörfung til að upplifa menningu vítt og breitt um landið sitt. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill „Af djörfung og alvöru“ Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Greining á stöðu kvenna inn-an samgöngukerfisins hérá landi leiðir í ljós að þarer fyrir hendi umtals- verður kynbundinn munur, hvort sem litið er á notkun þess eða yfir- stjórn. Þetta kemur fram í áfanga- skýrslu um málið sem Lilja G. Karlsdóttir hjá Viaplan og Ásta Þor- leifsdóttir hjá samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu unnu fyrir Vegagerðina. Á síðustu árum hafa verið unnin nokkur rannsóknarverkefni um samgöngur sem hafa gefið sterkar vísbendingar um að kynbundinn munur sé á notkun samgöngu- kerfisins. Þær rannsóknir hafa hins vegar ekki haft að markmiði að skoða kynjamuninn sérstaklega. Í rannsókn Lilju og Ástu eru gögnin athuguð með tilliti til þess hvort kynjamunur sé til staðar. Enn- fremur var bifreiðaeign lands- manna, sem vísbending um aðgengi og hreyfanleika skoðuð með tilliti til kynjahlutfalla. Niðurstaðan var af- gerandi munur á milli kynjanna. Ráðandi í stjórnkerfinu Innan stjórnkerfis samgöngumála reynast karlar vera ráðandi afl. Af 19 samgönguráðherrum frá 1959 hafa 17 verið karlar. Þeir hafa gegnt embættinu í 55 ár en konur 4 ár. All- ir vegamálastjórar hafa verið karlar og það gildir einnig um aðra í yfir- stjórn Vegagerðarinnar. Aðeins karlar hafi verið siglingamálastjórar og flugmálastjórar. Sama er að segja um yfirstjórn Samgöngustofu og Isavia. Undantekning er að kona var forstjóri Umferðarstofu í fjögur ár. Í ráðum og nefndum sem hafa með samgöngur að gera eru karlar 65% fulltrúa en konur 35%. Sam- gönguráð, sem hefur ákvörðunar- vald um samgönguáætlun, hefur nær ávallt verið skipað körlum ein- göngu. Síðustu tveir formenn hafa þó verið konur. Karlar eru einnig í miklum meirihluta meðal starfs- manna samgöngustofnana. Athuguð voru áhrif jarðganga- framkvæmda á fólksfjölda og kynja- hlutfall. Fram kemur að á fram- kvæmdatíma fjölgar körlum í viðkomandi byggðarlögum. Jarð- göngin stöðva fólksflótta og fjölga íbúum til skamms tíma, en þeim fækkar aftur ef ekki kemur til fjöl- breytt atvinnuuppbygging. Fá- skrúðsfjarðargöng og uppbygging álversins á Reyðarfirði eru nefnd sem dæmi um framkvæmdir þar sem samgöngubætur og atvinnu- uppbygging hélst í hendur, og fjölg- aði íbúum þar verulega. Samtímis skekktust kynjahlutföllin verulega, bæði á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði miðað við það sem var fyrir fram- kvæmdir og því ljóst að uppbygg- ingin gagnaðist körlum miklu frekar en konum. Með tilkomu Héðins- fjarðarganga má sjá sömu þróun kynjahlutfalls á Ólafsfirði en á Siglufirði hefur tekist betur til og virðist sem þar skipti mestu upp- bygging fjölbreyttra starfa sem tengjast vaxandi ferðaþjónustu. Konur slasast sem farþegar Karlar eru líklegri til að ferðast lengri vegalendir til og frá vinnu en konur þar sem athafnasvæði þeirra er stærra. Konur vinna nær heimili en karlar og virðast þannig almennt ferðast styttri vegalengdir. Konum finnst einnig erfiðir vegir á borð við fjallvegi og heiðar mun meira frá- hrindandi en körlum, kann þar val á farartækjum að hafa áhrif en mun fleiri karlar eru skráðir eigendur þyngri og stærri farartækja. Við skoðun á slysatölum kemur í ljós að konur sem slasast í umferð- arslysum eru oftar farþegar í bif- reiðum en karlar eru fremur öku- menn bifreiða. Ferðavenjukannanir á landsbyggðinni sýna að 80% öku- manna á þjóðvegum eru karlar en 20% konur. Borgað undir karlana Konur nota innanlandsflug í fjöl- breyttari tilgangi en karlar. Fleiri konur ferðast með flugi en færri karlar fljúga oft og því eru samtals fleiri karlkynsfarþegar yfir árið en karlar borga sjaldnar sjálfir fyrir flugmiðana; fyrirtæki borga flug- miða karla í um 20% tilvika en ein- göngu í um 5% tilvika fyrir konur. Konur eru skráðar fyrir 37% fólksbíla en karlar 63%. 29.000 ein- stæðar konur eru ekki skráðar fyrir neinni bifreið. Ekki er vitað hvernig þær ferðast almennt. Skýrsluhöf- undar velta fyrir sér hvort þær noti frekar ferðamáta eins og almenn- ingssamgöngur, hjól og að ganga. Meðal spurninga sem hafa vaknað við úrvinnslu verkefnisins er af hverju karlmenn virðast vera stór- notendur vegakerfisins úti á landi en ekki konur. Af hverju starfa miklu færri konur í samgöngu- geiranum? Er það út af því að konur hafa ekki áhuga á samgöngumálum eða er það þjóðfélagið sem hefur áhrif þar á? Kynbundinn munur er í samgöngukerfinu Morgunblaðið/Hari Samgöngur Í nýrri skýrslu frá Vegagerðinni er sýnt fram á verulegan kyn- bundinn mun, jafnt í notkun sem yfirstjórn samgöngukerfisins hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.