Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 2
Hvaðan kom hugmyndin að halda konunlegt boð á brúðkaupsdegi Harrys? Við erum þrjár sem köllum okkur „The Royal Sisters“; ég, Harpa Rut Hilmarsdóttir systir mín og Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir og höldum við boðið saman. Við höfum einlægan áhuga á kon- ungbornu fólki og ákváðum að taka þetta mjög alvar- lega þegar Kata og Vilhjálmur giftu sig. Þá héldum við konunglega veislu og horfðum á brúðkaupið í beinni. Við buðum nokkrum vinkonum og buðum bara þeim sem höfðu áhuga á kóngafólki. En auðvitað er þetta gert með húm- orinn að vopni. Við erum búnar að bíða spenntar eftir að Harry gengi út. Enda „desperat“ og orðinn þetta gamall og ekki genginn út. Það kom því ekkert annað til greina en að halda upp á brúðkaup ársins. Hvaðan kemur kóngafólksáhuginn? Hann hófst í æsku en Elínborg amma mín keypti alltaf Hjem- met og Familie Journal en þar voru alltaf fréttir af dönsku kon- ungsfjölskyldunni. Ég heillaðist af þessu. Ég saug í mig blátt blóð í barnæsku. Ég trúði ekki að það væru til alvöru prinsessur og al- vöru prinsar. Mér fannst það rosalegt. Svo var hin amma mín Jens- ína mjög lík Elísabetu Bretadrottningu þannig að við systur erum ábyggilega skyldar henni. Hvernig verður veislan? Við ætlumst að sjálfsögðu til að konur mæti eins og þær væru að fara í brúðkaupið sjálft. Í boðskortinu var óskað eftir viðeigandi klæðnaði með tilheyrandi höttum. Ef konur eiga ekki hatta er hægt að föndra; nota spöng og festa í hana fjaðrir til dæmis. Hvað verður boðið upp á? Að sjálfsögðu verðum við með gúrkusamlokur, tekex með marmelaði, te og freyðivín. Það verður auðvitað skálað fyrir brúðhjónunum. Og svo verðum við með „lemon og lavender“ brúðkaupstertu svipaða og Meghan valdi fyrir brúðkaupið. Ég er að safna konunglegu stelli sem var sérstaklega hannað fyrir Elísabetu Bretadrottningu og það verður dregið fram. Öllu verður tjaldað til fyrir prinsinn og nýju prinsess- una. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir LINDA HILMARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Saug í mig blátt blóð Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það er ótrúlegt að þarna sé fundin fjölskylda með meiri vandamál íeftirdragi en breska konungsfjölskyldan sjálf“ sagði álitsgjafi á SkyNews í vikunni í daglegum kvöldþætti stöðvarinnar þar sem farið er yfir fréttamál dagsins. Vísaði hann til fjölskyldu Meghan Markel, leik- konunnar bandarísku sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Eins og frægt er orðið hafa fjölskyldumeðlimir Markel ekki látið lítið fyrir sér fara í aðdraganda brúðkaupsins. Systkini hennar hafa haft sig þar helst í frammi með svívirðingar en faðir hennar datt óvænt í sviðs- ljósið þegar hann varð uppvís að því að þiggja fé fyrir að leyfa ljós- myndurum að mynda sig við að máta föt fyrir brúðkaupið. Í kjöl- farið fékk hann hjartaáfall, sem er rakið til andlegs áfalls og mun ekki mæta. Ég get ekki annað en verið ósammála álitsgjafa Sky sjónvarps- stöðvarinnar. Ef einhver fjölskylda hefði átt að vera til staðar, leysa vandamálin, sýna virkni og að þau kunna að taka á erfiðum málum er það sú breska í höllinni. Samstillt kon- ungsfjölskylda hefði fyrir löngu átt að vera búin að grípa í taumana og til dæmis leiðbeina föður Markle, hlédrægum manni sem kann lítt á fjölmiðla, og vildi losna við papparassana með því að bjóða þeim myndatöku svo hann gæti svo fengið að vera í friði. Hvar hefur höllin verið meðan systkini Meghan Markle hamast í henni og af hverju sat Thomas Markle ekki bara í góðu yfirlæti á spjalli við Vil- hjálm verðandi tengdason og Elísabetu drottningu í 2-3 vikur fyrir brúð- kaupið í stað þess að hanga í Mexíkó fram á síðustu stundu. Hann hefði þá getað fengið að vera í friði fyrir því áreiti sem vitað var að myndi fylgja þessum síðustu vikum fyrir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan virðist hafa myndað góð tengsl við Katrínu hertoga- ynju en aðrar tengdadætur hennar hafa þurft að ganga grýttan veg. Markle virðist ætla að bætast á þann lista en hún er ekki einu sinni enn formlega komin í fjölskylduna. Bara gangan að altarinu er stórgrýtt. Það er vonandi að ástin dugi sem vopn á ruglið því parið virðist að minnsta kosti eiga nóg af henni. Vanræktar tengda- dætur hallarinnar Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Samstillt konungs-fjölskylda hefði fyrirlöngu átt að vera búin aðgrípa í taumana Helga Óskarsdóttir Nei, mér finnst það ekki. SPURNING DAGSINS Eigum við að taka þátt í Eurovisi- on í Jerú- salem? Hrafnkell Þorvaldsson Nei, ekki eins og ástandið er í dag. Mér finnst það ekki eiga við. Ellen Þórsdóttir Nei. Mér finnst ekki rétt að halda glimmerpartý í skugga þjóð- armorða. Ingólfur Björgvin Jónsson Nei. Við eigum að sýna samhug með fólkinu sem kvelst þarna og kjósa að gera það ekki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Linda Hilmarsdóttir, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafn- arfirði, býður tuttugu vinkonum í „royalistaboð“ í tilefni af brúðkaupi Harrys og Meghan. „Brúðkaupsgestir“ verða uppáklæddir og horft verður á brúðkaupið í beinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.