Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 4
Íslensku landsliðshetjurnar
víkinga-klappa eftir sigurinn
stórkostlega á Englandi á Evr-
ópumótinu í Nice 2016. Fyr-
irliðinn Aron Einar fremstur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tár, bros og íslenskt kraftaverk
Íslendingum er afar gjarnt aðræða hina og þessa landkynn-inguna, nú þegar ferðamenn
flykkjast hingað norður eftir sem
aldrei fyrr. Eyjafjallajökull sá til
þess að landið var á allra vörum um
tíma, Björk hafði áður lengi verið
verið í lykilhlutverki en síðustu
misseri er landslið karla í fótbolta
líklega það sem heimsbyggðin heyr-
ir helst af. Og ekki að ósekju; árang-
ur liðsins var ævintýralegur á Evr-
ópumótinu í Frakklandi fyrir
tveimur árum og í næsta mánuði
tekur það þátt í lokakeppni heims-
meistaramóts í fyrsta skipti. Ísland
er langfámennasta þjóðin sem það
afrekar.
Þorgrímur Þráinsson, fyrrverandi
landsliðsmaður, hefur starfað með
liðinu síðasta áratug sem altmulig-
mand, þekkir því betur til en aðrir á
bak við tjöldin. Er auk þess þekktur
rithöfundur, sem fyrir margt löngu
skrifaði einmitt þá vinsælu barnabók
Tár, bros og takkaskór þar sem
íþróttin vinsæla kom mjög við sögu.
Því var nafn Þorgríms það fyrsta
sem Páli Valssyni, útgáfustjóra
Bjarts, kom í hug þegar norskur út-
gefandi vatt sér að honum á bóka-
messunni í Frankfurt og spurði hvað
væri eiginlega með landslið Íslands í
fótbolta. Hvernig það næði jafn góð-
um árangri og raun bæri vitni. Hann
vildi endilega gefa þá sögu út á bók!
Sælgæti og kaffi …
„Ég fékk leyfi frá leikmönnum,
þjálfurum og Guðna Bergssyni, for-
manni KSÍ, og ákvað svo að slá til,“
segir Þorgrímur nú, en bókin, Ís-
lenska kraftaverkið – Á bak við
tjöldin, kom út á dögunum, samtímis
í Noregi og hér heima.
„Ég var beðinn að taka verkefnið
að mér í október í fyrra. Við vorum
nýbúnir að vinna Tyrkland 3:0 í und-
ankeppni HM og ég hugsaði með
mér að enginn þekkti betur til en ég.
Ef bókin ætti að verða góð væri því
örugglega best að ég tæki þetta að
mér!“
Þorgrímur varpar ljósi á það sem
gerist á bak við tjöldin hjá landslið-
inu. Þar leynast ýmsir gullmolar.
„Þorgrímur, við í landsliðinu borð-
um ekki sælgæti,“ sagði Svíinn Lars
Lagerbäck á fundi fyrir vináttuleik
við Frakka ytra í maí 2012. Þor-
grímur mætti á fundinn með marg-
lita gúmmíkarla, henti öskjunni á
borðið og bauð strákunum.
Þetta var fyrsta ferð Þorgríms
með Lars. „Ég skammaðist mín nið-
ur í tær …“ segir hann í bókinni.
Á sama fund mættu nokkrir leik-
menn með kaffi. „Er það mikilvægt
fyrir ykkur að drekka kaffi á fund-
um?“ spurði Lars. „Ég er því mót-
fallinn en þið ráðið hvað þið gerið.“
Þorgrímur skrifar: „Leikmenn
stóðu upp og lögðu bollana frá sér.
Upp frá þessu hefur enginn mætt á
fundi með drykki.“
Lars var óþreytandi að benda á
ýmis lítil atriði sem máli skipta að
sögn Þorgríms.
Svíinn sagði gjarnan: Það þarf
ekki kraftaverk til að gera drauma
að veruleika. Það krefst mikillar
vinnu.
Reyni að byggja brú
„Ég reyni að útskýra fyrir fólki
kemistríuna í hópnum, töfrana í
kringum þetta lið; ég reyni að
byggja brú milli liðsins og áhorf-
enda,“ segir Þorgrímur.
Bókin er persónuleg frásögn hans.
„Ég kíki inn í búningsklefann, í
læknaherbergið, svo ég nefni dæmi.
Ég vildi hafa þetta á persónulegum
nótum og fer reyndar töluvert aftur í
tímann; segi til dæmis frá því þegar
ég hitti fyrst hetjuna mína, Ásgeir
Sigurvinsson, heima á Ólafsvík.
Seinna átti ég svo eftir að spila með
honum í landsliðinu.“
Hann segir bókina ekki eingöngu
fyrir fótboltaáhugafólk, ekki síður
þá sem hafa áhuga á andlega þætt-
inum eða hinum margvíslegu mann-
legu þáttum sem skipta máli.
Norskur bókaútgefandi vatt sér að íslenskum starfsbróður á bókamessu í útlandinu og spurði: Hvað er eiginlega með þetta
landslið ykkar? Hver er skýringin á velgengninni? Ég vil koma sögunni á bók! Nú hefur Þorgrímur Þráinsson svarað kallinu.
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018
„Ég gekk drullusvekktur upp
stigann á Radina-leikvanginum í
Tampere með fangið fullt af
úlpum, upphitunartreyjum,
vatnsbrúsum og fótboltaskóm,
sem einhverjir höfðu gleymt við
varamannabekkinn. Eða skilið
eftir í svekkelsi, kannski með
hugann við það að leggja skóna
á hilluna eftir vonbrigðin,“ segir
Þorgrímur í upphafi bókarinnar.
Þetta var í fyrrahaust og tap-
ið sem blaut tuska í andlitið.
Búningsklefi Íslands var á 2.
hæð og stiginn brattur. Efst í
honum beið Aron Einar Gunn-
arsson „og hafði staðið þar dá-
góða stund, ber að ofan, eftir að
hafa skipst á treyju við finnskan
leikmann. Af hverju stóð hann
þarna einbeittur, allt að því
grimmur og lét engan bilbug á
sér finna? Það kom í ljós þegar
ég hafði lokið við að þramma
upp síðustu þrepin, þungstígur.
Aron faðmaði mig þéttings-
fast og sagði ákveðinn: „Við er-
um í þessu saman. Við töpum
saman og við vinnum saman!“
Hann gekk síðan rösklega inn
í búningsklefann, eins og hann
væri algjörlega með næstu
skref á hreinu. Hann hafði
faðmað leikmennina, þjálfarana
og starfsmennina, stappað stál-
inu í alla með sinni sterku þöglu
nærveru og hlýju faðmlagi af því
það var leikur eftir þrjá daga á
Íslandi, gegn Úkraínu,“ segir
Þorgrímur og bætir við: „Það
er ástæða fyrir því að Aron er
fyrirliði. Hann er leiðtogi innan
vallar sem utan, algjörlega til
fyrirmyndar, vex við hverja raun
og gefst ekki upp fyrr en í fulla
hnefana.“
„Erum í þessu saman“
’
Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki
sælgæti … Er það mikilvægt fyrir ykkur að
drekka kaffi á fundum? Ég er mótfallinn því en
þið ráðið hvað þið gerið.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari í knattspyrnu
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Menn nenntu ekki allt fótgangandi í æfingaferðinni í Katar í nóvember 2017!
Birkir Bjarnason, Haukur Björnsson læknir og Rúnar Pálmason sjúkraþjálfari.
Afslöppuð stemning í aðdraganda leiksins mikilvæga í Tyrklandi í október
2017. Ríkharður Daðason og Ragnar Sigurðsson að tafli – huga að næsta leik.