Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018
Sigur hinnar ísraelsku NettuBarzilai í Eurovision hefurvakið misjöfn viðbrögð. Ekki
aðeins vegna ólíks smekks fólks á
tónlist heldur vegna ófriðar sem
ríkir nú á Gazasvæðinu og tengist
flutningi sendiráðs Bandaríkjanna
frá Tel Aviv til Jerúsalem. En það
er ekki aðeins það að Ísrael skuli
hafa sigrað á sama tíma og ísra-
elskum byssukúlum rignir yfir Pal-
estínumenn á Gaza sem veldur titr-
ingi, heldur þótti Netta sjálf blanda
pólitík í keppnina með því að lýsa
því yfir að keppnin að ári yrði hald-
in í Jerúsalem, en bæði Ísraelar og
Palestínumenn gera tilkall til borg-
arinnar og ríki Evrópu hafa mörg
mótmælt þeirri ákvörðun Donalds
Trumps að viðurkenna Jerúsalem
sem höfuðborg Ísraels.
Deilur blandast gleði
Mikið hefur verið gert úr því að
Eurovision eigi að vera ópólitísk
keppni. Þar eigi ólík sjónarmið,
ólíkar þjóðir og fólk af ýmsum
trúarbrögðum að geta mæst, notið
tónlistar (og vindvéla) og skemmt
sér á jafningjagrundvelli, án þess
að pólitík og alþjóðlegum deilum sé
blandað of mikið inn í gleðina.
Keppnin hefur þó alls ekki alltaf
verið frjáls frá stjórnvöldum ein-
staka landa. Skemmst er að minn-
ast þess þegar fulltrúi Rússlands,
Julia Samoilova, fékk ekki að koma
til Kænugarðs árið 2017 þar sem
yfirvöld í Úkraínu leyfðu henni
ekki að koma inn í landið. Ástæðan
var sögð sú að hún hefði verið með
ólöglegum hætti inni á Krímskaga.
Eftir að Netta Barzilai tók við
verðlaunagrip úr hendi Salvadors
Sobrals, sigurvegara keppninnar í
fyrra, sagði hún hátt og snjallt
„Next year in Jerusalem“ eða „Að
ári í Jerúsalem“. Þessi orð hafa
vakið mikla gleði hjá forsætisráð-
herra Ísraels, Benjamin Netan-
yahu, og hann var snöggur að end-
uróma þau á samfélagsmiðlum.
Yfirlýsingin um að keppnin verði
haldin í Jerúsalem kemur ofan í
yfirstandandi deilur um hver eigi
tilkall til borgarinnar. Flutningi
sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel
Aviv til Jerúsalem hefur undanfarið
verið harðlega mómælt á Gaza-
svæðinu og víðar, m.a. í Bandaríkj-
unum. Ríki Evrópu hafa einnig lýst
yfir óánægju með framgöngu
Bandaríkjanna og sendu t.a.m. afar
fá ríki fulltrúa í opnun nýja sendi-
ráðsins.
Hér á landi hafa rúmlega 23 þús-
und manns skrifað undir áskorun
til RÚV um að Ísland taki ekki
þátt í keppninni í Jerúsalem að ári
til að mótmæla aðgerðum Ísraela á
Gaza. Á Írlandi hefur einnig verið
fjallað um möguleikann á að landið
dragi sig úr keppni eftir að borgar-
stjórinn í Dublin og fleiri stjórn-
málamenn hafa sagst vilja að Ír-
land sniðgangi keppnina að ári.
Athygli vekur þó að á vef Eurovisi-
on-keppninnar sjálfrar er ekki búið
að gefa út hvar keppnin verður
haldin, aðeins segir að hún verði í
Ísrael 2019 og „líklegt“ sé að hún
verði í Jerúsalem, en Tel Aviv
einnig nefnd sem kostur.
Netta Barzilai hefur sjálf sagt að
lag sitt fjalli um það að vera öðru-
vísi, um það að mótmæla hlutgerv-
ingu kvenna og um það að verða
undir. „Þetta er valdeflandi lag fyr-
ir alla þá sem hafa glímt við að við-
urkenna sjálfa sig, glímt við stjórn-
völd eða hafa upplifað það að
einhver gerir lítið úr rétti þeirra til
að vera til.“
Vill efla þá
sem verða
undir
Netta Barzilai kom, sá og sigraði í Eurovision í
Lissabon. Hún segir lag sitt eiga að vera valdefl-
andi fyrir alla sem verða undir, en yfirlýsing
hennar um að keppnin verði í Jerúsalem að ári
þykir ekki til þess fallin að stuðla að friði.
AFP
Netta Barzilai hefur sagt að lag sitt, TOY, fjalli m.a. um valdeflingu kvenna, en lagasmíðarnar falla nú í skuggann af yfirlýs-
ingu hennar þegar hún tók við sigurverðlaunum í Eurovision 2018 um að keppnin yrði haldin í Jerúsalem.
Ísraelar vilja fá Jerúsalem viðurkennda sem sína höfuðborg og hafa beitt her-
valdi gegn Palestínumönnum, drepið tugi og sært þúsundir sem mótmæltu eft-
ir að Bandaríkjamenn færðu sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem, en Palest-
ínumenn gera einnig tilkall til borgarinnar. Myndin er tekin í mótmælagöngu til
stuðnings Palestínu í Chicago í Bandaríkjunum í vikunni.
Faðmlag Salvadors Sobrals og Nettu
Barzilai var heldur vandræðalegt
enda hafði Sobral lýst miklu frati á lag
hennar fyrir keppnina. Sú ísraelska
tók þó glöð við verðlaunagripnum.
’
Ég er svo glöð. Takk fyrir að velja óhefðbundið. Takk
fyrir að viðurkenna að við erum ólík. Takk fyrir að fagna
fjölbreytileikanum. Ég elska landið mitt. Á næsta ári í Jerú-
salem!
Netta Barzilai, sigurvegari Eurovision 2018
ERLENT
EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR
eyrun@mbl.is
BANDARÍKIN
MICHIGAN Michigan State-háskóli, þar
sem kynferðisbrotamaðurinn Larry Nassar
starfaði, hefur samþykkt að greiða 500 millj-
ónir dollara í bætur til 332 fórnarlamba hans.
Um er að ræða svokallaða „allsherjarsátt“ að
sögn Michigan-háskóla. Þar eru
teknar með í reikninginn kröf-
ur gegn fólki sem starfaði
fyrir háskólann og tengdist
hneykslismálinu. Nassar er
fyrrverandi læknir banda-
ríska landsliðsins í
fi mleikum.
BANDARÍKIN
WASHINGTON Melania Trump,
forsetafrú Bandaríkjanna, fór í
nýrnaaðgerð í vikunni. Aðgerðin
er sögð hafa gengið vandræðalaust
fyrir sig og mun hún ná sér að
fullu eftir nokkurra daga hvíld.
AFRÍKA
AUSTUR-KONGÓ Alls hafa 23 látist úr ebólu í Austur-Kongó á
undanförnum vikum og minnst 43 hafa sýkst af veirunni. Heilbrigð-
isráðuneyti landsins hefur nú staðfest að fyrstu tilfellin í borginni
Mbandaka hafi komið upp í byrjun maí. Borgin er miðstöð viðskipta
og þaðan liggja vegir til höfuðborgarinnar Kinshasa.
BRETLAND
LONDON Meghan Markle
gengur að eiga Harry Breta-
prins um helgina, en hún gisti á
lúxushótelinu Cli-veden House í
Buckingham-skíri ásamt móður
sinni, Doria Ragland, nóttina
fyrir brúðkaupið. Móðir hennar
hittir drottninguna í fyrsta sinn í
brúðkaupinu.
HAVAÍ
Eldfjallið Kilauea á Havaí kastar frá
sér grjóti á stærð við heimilistæki
og yfi rvöld segja að þetta gæti
versnað. Eldgos hófst í Kilauea fyrir
um tveim vikum og hafa hrauntung-
ur gossins valdið verulegu tjóni.
Heimili hafa eyðilagst og margir þurft að fl ýja rýmingarsvæði.