Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 14
Þ að er ljóst að líf leikarans, leikstjór- ans og handritahöfundarins Ólafs Egils Egilssonar er stútfullt af æv- intýrum. Hann er með mörg járn í eldinum bæði í starfi og í einkalíf- inu; nýgiftur æskuástinni, nýkominn á fimm- tugsaldurinn og nýbúinn að festa kaup á æsku- heimilinu. Vinnan skiptist á milli RÚV, þar sem hann er handritsráðgjafi, og æfinga í Borgar- leikhúsinu. En mörg önnur verkefni fylla dag- inn hans. Hann er nýlentur eftir frumsýningu í Cannes þar sem mynd hans og Benedikts Erl- ingssonar, Kona fer í stríð, fékk afar góða dóma og vann SACD-verðlaun fyrir besta handrit á Critic’s week, hliðarhátíð Cannes-kvikmynda- hátíðarinnar. Íslenskir áhorfendur fá að berja hana augum í næstu viku. Leikari á hlaupum Blaðamaður nær í skottið á Ólafi á milli æfinga í leikhúsinu og framkvæmda sem standa yfir á nýja heimilinu. Húsið keyptu þau hjón af for- eldrum hans, Agli Ólafssyni og Tinnu Gunn- laugsdóttur, sem lögðust í skútusiglingar eftir farsæl ævistörf. Ólafur segir endurbætur að einhverju marki þarfar, en einnig vilja þau setja sitt mark á gamla æskuheimilið. Þar eru iðn- aðarmenn að störfum og ryk í lofti og ljóst að ekki verður flutt inn á næstunni. Á meðan býr fjölskyldan hjá vinum og vandamönnum. „Ég er svolítið tættur, er á hlaupum. Við vor- um að flytja, það eru hugmyndadagar á RÚV og svo erum við í framkvæmdum á Grettisgötunni. Í Borgarleikhúsinu er ég að æfa einleik með Vali Frey Einarssyni stórleikara sem heitir Allt sem er frábært. Þetta er gleðieinleikur um þunglyndi. Þetta er bráðfyndið verk og ljúfsárt um leið, skrifað af Duncan Macmillan, sama sem skrifaði Fólk, staðir, hlutir. Frábær höf- undur með afar næmt auga fyrir mennskunni. Þetta er líka dálítið sérstakt verk vegna þess að áhorfendur taka beinan þátt í sýningunni, stíga bókstaflega á svið og taka að sér hin ýmsu hlut- verk,“ segir Ólafur en frumsýnt verður í haust. Mín eigin málpípa En í dag er hann spenntur fyrir Íslands- frumsýningunni á Kona fer í stríð. „Við Benni skrifuðum saman handritið, en það eru akkúrat fjögur ár síðan Benni hafði samband við mig með hugmynd að hápólitísk- um umhverfis-aksjón-þriller. Sem gæti kannski bjargað heiminum smá. Það var algjörlega frá- bært að ná að vera viðstaddur frumsýninguna í Cannes og upplifa viðtökur áhorfenda og gagn- rýnenda en dómarnir hafa eiginlega verið fram- ar öllum vonum og ekki spillti fyrir að vinna SACD-verðlaunin sem veitt eru fyrir handrit. Þau eru veitt af félagssamtökum franskra hand- ritshöfunda og þykja mikill heiður. En sagan er sem sagt hugmynd Benedikts og fékk hann mig með sér í lið að þróa og skrifa út,“ segir Ólafur sem fékk líka að leika lítið hlutverk í myndinni. „Ég birtist aðeins. Ég leik þyrluflugmann sem viðrar á kjarnyrtan hátt skoðanir sínar á lausagöngu sauðfjár á Íslandi. Skoðanir sem ég hef eiginlega fengið í arf frá ömmu minni, Her- dísi Þorvaldsdóttur, sem var mikil baráttukona fyrir gróðurvernd,“ segir Ólafur sem deilir téð- um skoðunum afdráttarlaust með persónunni, enda skrifaði hann línurnar sínar sjálfur. „Ég nýt þeirrar yfirburðastöðu þarna að vera bæði höfundur og leikari. Ég gat verið mín eigin málpípa. Amma háði langa og hatramma bar- áttu gegn lausagöngu sauðfjár. Eitt það albesta verkefni sem ég hef komið að er þegar við gerð- um saman, ásamt frænku minni Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, heimildarmynd um þetta efni, en amma var þá komin vel á níræðisaldur. Þá vildi hún gera mynd um þetta baráttumál sitt, lokaatlögu að lausagöngunni. Ég hafði enga sér- staka skoðun á þessu fyrirfram en við gerð myndarinnar sannfærðist ég alveg. Þetta er smám saman að breytast, enda langtum skyn- samlegra að setja kindur inn í girðingar en ekki gróður. Í dag er það þó þannig á alltof mörgum svæðum að þeir sem vilja rækta landið upp, hvort sem það eru sumarbústaðarlönd eða skógrækt, þurfa að víggirða sig af, vegna þess að skepnur hafa allan rétt en gróðurinn engan. Þetta á jafnvel við um svæði sem landgræðslan hefur lýst algjörlega ónýt til beitar. Þetta snýst ekki um að útrýma fjallalömbum eða göngum og réttum, landið getur vel borið allt það fé sem á því lifir, þetta snýst um ábyrga beitar- stjórnun, og líka um það að landið fái tóm til að gróa sára sinna,“ segir Ólafur og segir ömmu sína hafa haft græna fingur. Hann sjálfur segist vera með ljósgræna. „Ég á land uppi á Kjalarnesi og er í smá skógrækt en mætti vel vera duglegri.“ Ég heyrði því fleygt að þú værir að auglýsa hey til sölu. „Já, ég hef þurft að heyja,“ segir Ólafur og segir það ekki mikla búbót enda offramboð á heyi. Aðspurður segir hann heyið enn falt. „Ef einhver er að leita að heyi má hann gjarnan hafa samband við mig,“ segir hann og brosir. Leikstjórinn sem hvíslar Við vendum kvæði okkar í kross og hættum að tala um hey og kindur og snúum okkur að ævi- starfinu; leiklistinni. Ólafur hefur verið með puttana í nánast öllu sem viðkemur leiklist; leik- ið, skrifað, leikstýrt, hannað búninga og sviðs- myndir, unnið við atvinnuleikhúsin þrjú, í sjálf- stæðum leikhópum sem og í sjónvarpi og kvikmyndum. Ólafur samdi m.a. handritið að söngleiknum Elly ásamt Gísla Erni Garðarssyni sem var sýndur fyrir fullu húsi í vetur og mun halda áfram í haust. Ertu svona fjölhæfur? Að bjarga heiminum smá Ólafur Egill Egilsson hefur elt leiklistargyðjuna alla ævi. Hann segir leiklistina vera hugsjónastarf en hann hefur nú fundið ástríðu fyrir leikstjórn. Hann fæst einnig við handritaskrif en mynd hans og Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er komin á hvíta tjaldið. Ólafur smitaðist af hugsjónum ömmu sinnar Herdísar Þorvaldsdóttur sem vildi banna lausagöngu sauðfjár til verndar gróðri. Bæði í lífinu og listinni vill hann leggja sitt af mörkum til þess að breyta heiminum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ólafur Egill hefur komið nálægt öllum sviðum leikhússins. Leikstjórn á hug hans allan sem stendur en hann nýtur þess að örva leikara til að fá það besta fram í þeim. Morgunblaðið/Ásdís ’ Svo stigum við Esther ástokk og buðum fólk velkomiðen þegar ég fékk orðið bar ég uppbónorðið. Svipurinn á Esther var algjörlega óborganlegur og alveg þess virði að hafa platað hana í nokkra mánuði. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.