Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Side 20
HÖNNUN Það er fátt sumarlegra en ilmandi þvottur. Nokkrir dropar af lavenderolíu í hólf mýkingarefnisins í þvottavélina færa manni sumarið þótt ekki sé hægt að hengja þvottinn út í rigningunni. Tími ilmolíunnar 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Jón Helgi Hólmgeirs- son (1988) er vöruhönn- uður, tónlistarmaður og með mastersgráðu í samspils- hönnun frá háskólanum í Malmö. Hönnun Jóns Helga er afar fjölbreytt, en hann hefur unnið fyrir þekkt fyrirtæki eins og IKEA, Genki Instruments, Bility og fleiri. Verk hans hafa vakið athygli víða um heim og hlotið við- urkenningar eins og Red Dot verðlaunin. Með hans nýjustu verkum er stílhrein og mínímalísk hillulína sem sýnd verð- ur í Kaupmannahöfn. Hillurnar hannaði hann fyrir hönn- unarfyrirtækið Folk Reykjavík og kallast Urban Nomad. Verk af öllum gerðum Hillurnar Urban Normad eru hugs- aðar til að passa í hvernig vistar- verur sem er. Bjarni Sigurðsson (1965) keramiker lærði í listaakademíunni í Árósum og skapaði sér fljótt nafn ytra og hér heima fyrir verk sín. Vestanhafs selur ein virtasta hönnunar- og lífs- stílsverslun Bandaríkjanna, ABC Carpet & Home, vörur Bjarna og þá eru vörur hans til sölu hjá þekktum söfnum víða um heim, eins og Louisiana- safninu í Danmörku. Bjarni er þekktur fyrir ein- staka lífræna áferð á keramik sinni, blóma- vösum og borðbúnaði, djúpa og sérstaka litatóna en Bjarni notar ösku úr Eyja- fjallajökli í alla sína glerjun. Vasa Bjarna má sjá í þekkt- ustu tímaritum heims. Lífræna áferðin Marý Ólafs- dóttir (1978) vöruhönn- uður rekur fyrirtækið Marý en hún útskrif- aðist úr Listaháskóla Ís- lands 2007 og býr og starfar í Svíþjóð. Vörur hennar þekkja Íslend- ingar vel, svo sem hnífaparastandinn Kúl- una og Dyggðateppið en vörur hennar eru seldar um allan heim. Marý sækir gjarnan innblástur í gamlar ís- lenskar hefðir og gjarn- an má nýta muni henn- ar á nokkra vegu, eins og kertastjakann Join sem má nota sem smá- hirslu þegar hann er ekki í notkun undir kerti. Sækir í íslenskar hefðir Kertastjakann má svo leggja niður og saman og nota sem hólf undir skartgripi þegar hann er ekki í notkun. Erla Sólveig Óskarsdóttir (1957) iðnhönn- uður lærði í Danmarks Design Skole og rek- ur í dag hönnunarstúdíóið Kimi. Erla Sól- veig hefur alla tíð starfað sjálfstætt en einnig verið í samvinnu við framleiðslufyrirtæki vestanhafs og í Bandaríkjunum. Stílhrein og formfögur húsgögn hennar hafa verið sýnd á húsgagnasýningum um allan heim og hlotið fjölda viðurkenningu, einkum stólar hennar Jaki, Dreki og Bessi sem allir hafa hlotið fjöldann af þekktum hönnunarverðlaunum en Erla Sólveig hef- ur meðal annars hlotið Red Dot-verðlaunin fyrir Dreka. Stílhrein og formfögur Tria eða Tres kallast þessi borð Erlu Sólveigar sem sýnd verða í Kaupmannahöfn. Halldór Hjálmarsson (1927-2010) var húsgagna- og innanhússarkitekt. Hann lærði í Kaupmannahöfn á 6. áratugnum og meðal lærimeistara hans voru Paul Kjærholm og Hans J. Wegner. Halldór er þekktur fyrir innréttingar sínar og húsgögn, meðal annars kaffihúsið Mokka og stóllinn hans Skatan er elsti íslenski stóllinn sem enn er fram- leiddur en Skötuna hannaði Halldór árið 1959. Hann er jafnframt fyrsti fjöldaframleiddi stóllinn á Íslandi úr formbeygðum krossvið en eins og nafn stólsins gefur til kynna vísar form hans til fisktegundarinnar. Framleiðsla á Skötunni hófst aftur árið 2007. Elsti stóllinn Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Ísafjörður Skeiði 1 ÞRIGGJA DAGA HVÍTASUNNUVEISLA LÝ KU R Á UG AR DA G Lo ka ð h vít as un nu da g o g a nn an í h vít as un nu www.husgagnahollin.is VE FVERSLUN A LLTAF OP IN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.