Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Blaðsíða 26
Meghan Markle og Harry Breta- prins gifta sig laugardaginn 19. maí. Spennandi verður að sjá brúðarkjólinn! Vilhjálmur Bretaprins og hertogayngjan af Cambridge, Kate Middleton, giftu sig í Westminster Abbey árið 2011. Mikil eftirvænting ríkti að sjá brúðarkjólinn en hann hannaði Sarah Bur- ton fyrir Alexander McQueen. Ævintýrin gerast enn ogloks hefur prinsinnfundið sína prinsessu. Laugardaginn 19. maí gengur Harry prins, yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu Spencer, upp að altarinu þar sem hann innsiglar ást sína á bandarísku leikkon- unni Meghan Markle. Brúðarkjóll Markle hef- ur verið vandlega falinn og ekkert er gefið upp í þeim efnum. Jafnvel Harry prins hefur ekki fengið að berja hann augum. Miklar getgátur hafa verið um hver hafi fengið að hanna þennan heimsfræga brúðarkjól en helst er veðjað á að það hafi komið í hlut teymisins Ralph og Russo. Hið sanna kemur ekki í ljós fyrr en í at- höfninni sjálfri. Ljóst er að því fylgir bæði heiður og frægð að vera treyst fyrir slíkri hönnun. Í gegnum árin hafa prinsessur skartað brúðarkjólum eftir frægustu hönnuði heims. Tískan breytist með tímanum og konunglegir brúðarkjólar eru þar engin undantekning. Gaman er að sjá brúðarkjóla prinsessa og drottninga í gegn- um tíðina. Fátt er meira rætt í Bretlandi og víðar en brúðkaup Harrys Breta- prins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle. Gríðarleg spenna ríkir yfir brúðarkjólnum sem enginn veit enn hvernig lítur út. Konung- legir brúðarkjólar í gegnum tíðina hafa alltaf vakið mikla athygli. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Díana prinsessa giftist Karli Bretaprinsi árið 1981 við konunglega athöfn sem enn er umtöluð, sérstaklega í ljósi brúðkaups sonar þeirra. Díana klæddist brúðarkjól hönnuðum af David og Elizabeth Emanuel en honum fylgdi eitt lengsta slör sem sögur fara af. Elísabet prinsessa, síðar drottning Englands, og Filippus prins voru gefin saman árið 1947 í Westminster Abbey í London. Kjóllinn var hannaður af Norman Hartnell. Grace Kelly og Rainier prins af Mónakó voru gefin saman árið 1956. Kelly klæddist kjól frá MGM-hönnuðinum Helen Rose, en hún hafði hannað á hana föt fyrir kvikmynd- irnar High Society og The Swan. Hvernig verður kjóllinn? TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Elísabet Englandsdrottning er þekkt fyrir litríka hatta. Veðbankar segja helmingslíkur á að hún muni skarta bláum hatti í brúðkaupinu. Líkurnar á að hún verði með bleikan hatt eru einn á móti þremur. Hattur drottningarinnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.