Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.05.2018, Qupperneq 34
LESBÓK Sýning á verkum ljósmyndarans Daniels Reuter verður opnuð í safn-aðarheimili Neskirkju eftir messu á sunnudag, kl. 12.30. Sýninguna kallar hann The Maps of Things og fjallar hún um grunneðli listformsins. Verk Daniels Reuter í Neskirkju 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.5. 2018 Það urðu fagnaðarfundir þegarSæunn Þorsteinsdóttir selló-leikari og Daníel Bjarnason, tónskáld og stjórnandi, rákust hvort á annað í Hörpu í vikunni. Þau eru gamlir vinir og samstarfsfélagar; Sæ- unn frumflutti á sínum tíma rómað verk Daníels, Bow to String, og hefur leikið það margoft síðan. Það mun vera það verka Daníels sem hvað oft- ast heyrist. „Það hefur einhvernveginn öðlast eigið líf – og er eins og verk eftir Bach hvað það varðar að það er hægt að nálgast það á svo margvíslegan hátt,“ segir Sæunn sem hafði gaman af að sjá upptöku sína á því – þar sem hún leikur ein á annan tug sellóradda – komna í afþreyingarkerfi flugvél- arinnar þegar hún kom til landsins þá um morguninn. Sæunn er komin til Íslands að halda ásamt píanóleikaranum Alex- andra Joan tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag klukkan 17, í tón- leikaröðinni Sígildir sunnudagar. Þrátt fyrir að Sæunn hafi verið búsett í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni frá sjö ára aldri er óhætt að kalla hana eina skærustu perluna á festi íslenskra tónlistarmanna og fer- ill hennar er glæstur. Hún hóf tónlist- arnám við Suzuki-skólann hér heima og hélt náminu áfram í Bandaríkj- unum; hún er með bachelor-gráðu frá Cleveland Institute of Music, meist- aragráðu frá The Juilliard School í New York og doktorsgráðu frá SUNY Stony Brook. Sæunn hefur leikið í mörgum þekktustu tónlistar- húsum jarðar, með virtum sinfóníu- og kammerhljómsveitum, hún hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga í ýmsum tónlistarkeppnum og sent frá sér hljómdiska. Á dögunum hljóðrit- aði hún ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands Quake eftir Pál Ragnar Pálsson og þá hefur hún einnig lokið upp- tökum á diski sem væntanlegur er á næsta ári, með einleiksverkum fyrir selló eftir íslensk tónskáld. Og það mætti telja margt upp af ferilskrá hennar, eins og hljómsveitina De- coda, sem starfrækt er í samstarfi við Carnegie Hall, en Sæunn er annar listrænna stjórnenda hennar, og þá er hún gestalistamaður við háskóla Washington-ríkis í Seattle og flýgur reglulega þangað vestur frá New York, þar sem hún er búsett, að kenna og leika. Verður eitt með verkunum Þær Sæunn og Alexandra Joan hafa leikið kammertónlist saman í yfir ára- tug en þær kynntust þegar báðar voru við nám í Juilliard. Það er áhugavert að heyra Sæunni skýra hvernig verkin sem þær flytja á tón- leikunum tengjast og hina miklu breidd sem er í þeim; þetta eru verk eftir Anton Webern, Schubert, Brahms og Richard Strauss. „Það hefur verið mjög gaman að hitta Alexöndru reglulega og taka aftur upp þráðinn í samspili,“ segir Sæunn en þær hafa leikið þessa efnis- skrá nokkrum sinnum áður og halda mikið upp á hana. „Þráðurinn hefst með tveimur stykkjum sem Webern skrifaði árið 1899. Hann var sellisti og ekki nema 16 ára þegar hann skrifaði þessi hárómantísku verk. Ég fór að hugsa um hvað 16 ára sellóleikari í Vín myndi vilja læra á þessum tíma og komst að því að hann var að út- setja lög eftir Schubert – þess vegna er Arpeggione-sónatan eftir hann á efnisskránni. Svo var Brahms ný- dáinn, lést 1897, og ég fann til sex lög eftir hann umskrifuð fyrir selló og pí- anó. Svo skrifar Webern árið 1914 þrjú verk sem við leikum líka og á þessum 15 árum hefur orðið rosaleg breyting; verkin hans fara frá bull- andi rómantík yfir í 12-tóna tónlist. Þetta er gríðarlega áhugaverð þróun. Á þessum árum fór Webern á sýn- ingu á Salome eftir Strauss og því kemur inn sónata eftir Strauss ung- an, fyrir selló og píanó,“ segir Sæunn. Og hún viðurkennir fúslega að þegar hún velur sér verk að flytja, þá geti hugmyndir, aðstæður og umhverfi tónskáldanna skipt máli. „Ég tengi líka við hvort tónskáldin séu að reyna að tjá eitthvað sem mér finnst spennandi. Það segir sjálfsagt eitthvað um það hvað ég vel að spila, nú með Alexöndru. Ég fæ nú ekki alltaf að velja verkin. Og þegar ég fer á svið að spila þá verð ég eitt með verkinu, hvað sem það er.“ Ekki mikill tími aflögu Á undanförnum árum hefur Sæunn flutt afar fjölbreytileg verk frá ýms- um tímaskeiðum. „En ég er komin býsna mikið inn í nútímatónlistina,“ segir hún. „Mér finnst gaman að vinna með tónskáldum og vera með í nýrri sköpun – þótt mér finnist líka gaman að pæla í gömlu góðu klassíkinni… En þetta árið er ég mik- ið í nútímatónlist, búin að hljóðrita Quake með Sinfóníunni og spila verk- ið í Hamborg, Los Angeles og hér. Það er frábært verk. Ég var að hlusta á upptökuna í stúdíói í Virginíu og hreinlega hágrét. Það er svo fallegt. Ég er svo heppin að fá að spila þetta, og næst með sinfóníunni í Seattle … Svo var ég líka að taka upp einleiks- disk með verkum sem voru skrifuð fyrir mig – eftir Halldór Smárason, Pál Ragnar Pálsson, Þuríði Jóns- dóttur, að viðbættu Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson. Allt verk sem ég hef verið að sanka að mér. Það er svo hentugt að geta spilað þau ein á sellóið. En svo er ég líka að spila ró- kókótilbrigðin og önnur eldri verk með hinum og þessum. Ég spila mikið af sígildri kammertónlist úti í New York og víðar.“ Sæunn deilir tíma sínum þessi misserin milli New York-borgar og Seattle, þar sem hún er gestalista- maður við háskóla. „Þar er ég með tíu nemendur, doktorsnema, í bachelor og master. Það er í raun fullt starf að sinna því,“ segir hún og hlær. Enda er kennslan mjög krefjandi en hún er þó einnig önnum kafin við eigin flutn- ing. „Ég vildi ekki trúa því að mér myndi finnast gaman að kenna – það er mjög gaman! Mér finnst gaman að velta fyrir mér hvernig ég geti haft áhrif og breytt til dæmis nálgun nem- enda, fá þá til að finna lausnir. Það er krefjandi og líka gott fyrir mína spila- mennsku.“ Og á hún nægilega orku til að sinna þessu öllu, kennslu, tón- leikahaldi, að læra ný verk og upp- tökum? „Það getur verið lýjandi,“ svarar hún. „Það er ekki mikill tími aflögu. En hverju vildi ég sleppa? Ég vil ekki hætta neinu af þessu.“ Opnar vonandi augu og eyru Sæunn hefur unnið mikið með ís- lenskum samtímatónskáldum, er hún alltaf með annan fótinn í íslenskri menningu þótt hún búi úti? „Já. Mér finnst ég alltaf vera ís- lensk þótt ég hafi búið úti að mestu síðan ég var sjö ára. En þótt pabbi og mamma búi líka úti er stórfjölskyldan hér og tengingin hingað er sterk. Og þar sem fjölskyldan talar alltaf ís- lensku finnst mér ég vera opnari á henni heldur en á ensku sem er fag- málið sem ég nota. Og mér finnst mikilvægt að koma heim að spila – það er önnur nánd. Úti í Ameríku er ég með skrýtið nafn og er oft að spila eitthvað sem fólk er ekki að hlusta á dagsdaglega, og er sett í annað hólf en hér heima. En það er mjög mikill áhugi úti á Ís- landi og íslenskri tónlist.“ Í Bandaríkjunum er talsvert rætt um að rof hafi orðið hvað varðar skilning á klassískri tónlist, og mögu- lega grundvöll til að njóta hennar, og er oft vísað til þess að tónlistar- menntun var ýtt út úr grunnskólum á tíunda áratugnum. Kannast Sæunn við það, og að stéttaskipting sé í hlustendahópnum? „Já og nei. Hópurinn sem ég er listrænn stjórnandi hjá, Decoda, sér- hæfir sig í því að spila fyrir hvern sem er, hvar sem er. Það er ekki hægt að ætlast til þess að hinn venjulegi mað- ur á götunni kunni að hlusta. Við spil- um oft í skólum, á göngugötum, spít- ölum, fangelsum.“ Og flestar tónleikaraðir og stofnanir sem bóka hópinn til að spila hafa einhvern menntunarsjóð sem þau fá greitt úr. „Við sem myndum hópinn kynntumst öll í tveggja ára „fellowship“- prógrammi í Carnegie Hall og Juilli- ard, sem er í raun snerist um að þjálfa okkur sem sendiherra klass- ískrar tónlistar. Og við, sem erum þrjátíu í allt en spilum í minni hópum, höfum nú verið að í fimm ár. Það er ekki gefið mál að við útskrifumst úr Juilliard og fólk streymi að til að hlusta á okkur. Þannig er veruleikinn ekki. Starfsumhverfi tónlistarmanna hefur breyst mikið á stuttum tíma og við bregðumst við því.“ En hvers vegna á fólk að hlusta á klassíska tónlist? „Það er ástæða fyrir því að hún er klassísk, er það ekki?“ svarar Sæunn með spurningu. „Hún á erindi í dag jafnt sem fyrir tvö hundruð árum. Í henni er eitthvað mikilvægt sem lýsir innra lífi og tilfinningum sem dregur fólk að og gefur því eitthvað.“ Hvað? Betra líf, vellíðan? „Mér finnst það ekki vera vítamín. Jú, tónlist getur bætt líf ef sér- staklega er leitað í hana til þess, við slökun eða slíkt, en ég vil frekar spila tónlist sem spyr stórra spurninga og ýtir við fólki á einhvern hátt sem fólk býst ekki við. Tilfinningalega og vits- munalega. Það hefur verið sagt að skemmtun staðfesti eitthvað sem við vissum en listin ögri. Listin sé ekki bara til að láta manni líða vel – og vonandi opnar hún augun og eyrun og fær mann til að sjá veröldina og annað fólk á nýjan hátt. Það finnst mér spennandi!“ „Ég er komin býsna mikið inn í nú- tímatónlistina. Mér finnst gaman að vinna með tónskáldum og vera með í nýrri sköpun,“ segir Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari. Morgunblaðið/Einar Falur Sendiherra klassískrar tónlistar Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari vill helst spila tónlist sem spyr stórra spurninga og ýtir við fólki. Hún er önnum kafin við tónleikahald víða um lönd, er gestalistamaður við háskóla í Seattle og leikur á tónleikum í Hörpu síðdegis á sunnudag. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Það er ekki hægt aðætlast til þess að hinnvenjulegi maður á götunnikunni að hlusta. Við spilum oft í skólum, á göngugöt- um, spítölum, fangelsum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.