Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Ertu söngfugl? Kvennakór auglýsir eftir áhugasömum kórkonum. Fyrsta verkefni kórsins í haust er þátttaka í jólatónleikum, til styrktar Landspítala Háskólasjúkrahúsi, sem fyrirhugaðir eru í byrjun desember. Eftir áramót er stefnt á léttara efni ásamt djasshljómsveit. Æfingar verða í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldum undir stjórn Lilju Eggertsdóttur og gert er ráð fyrir að æfingar taki u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Raddprufur verða miðvikudaginn 29. ágúst. Áhugasamar hafi samband í gegnum netfangið: korconcordia@gmail.com korconcordia Jón Gnarr ljær fjallinu Oki rödd í nýrri heimildarmynd Dominic Boyer og Cymene Howe, prófessora í mannfræði við Rice-háskóla í Houston. Myndin sem frumsýnd var í Bíói Paradís í gær fjallar um örlög Oks sem taldist jökull fram til ársins 2014. Þá er myndin öðrum þræði um breytt viðhorf Íslendinga til jökla. Bubbi Morthens ætlar að taka höndum saman við meðlimi hljómsveitar- innar Dimmu og halda nokkra magnaða rokk- tónleika á litlum stöðum í kring um landið. Þóra Helgadóttir ræddi í fyrirlestri á fimmtudag um kynjamis- rétti í íslenskum fótboltaheimi. Hún nefndi landsliðsþjálfara á fyrri árum sem ekki hafi þekkt leikmennina með nafni, verið drukkinn í landsliðs- ferð og reynt að fá konurnar inn á herbergi til sín. Þrjú í fréttum Ok, Dimma og misrétti Tölur vikunnar 12.08.2018 - 17.08.2018 50 þúsund króna sekt var lögð á veiði- þjófa sem gripnir voru í Kjarrá í Borgarfirði í fyrrasumar. 12 milljarðar króna eru efri mörk upphæðar sem flugfélagið WOW air hyggst afla sér með útboði á skuldabréfum. 42,2 kílómetrar er full lengd maraþons en Reykjavíkur- maraþon fer fram í dag. 799 milljóna króna virði af eignum þriggja með- lima hljómsveitarinnar Sigur Rósar hefur verið kyrrsett vegna óuppgerðra skattamála. 11,3 milljónir króna fóru í sálfræði- reikninga vegna eineltis hjá Reykja- víkurborg á síðustu fimm árum. SaMGönGur Strætó hvetur öku- menn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn ingar nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagna- ferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugar- dagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykja- víkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukk- an eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnæt- ur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjón- ustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokun- in yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hring- brautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu. Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Frítt verður í Strætó á Menn- ingarnótt og er fólk hvatt til að nýta sér það. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN íþróTTir Svava Björg Lárusdóttir, fimmtán ára sunddrottning úr Ármanni og langyngst af 92 þátt- takendum, kom, sá og sigraði í Við- eyjarsundi Sjósunds- og sjóbaðs- félags Reykjavíkur í gær. „Þegar ég var komin yfir kom mér þetta eiginlega ekki á óvart því ég var langfyrst,“ segir Svava um það hvort árangurinn hafi komið henni í opna skjöldu. Svava, sem synti Viðeyjarsund fyrst þrettán ára, vill leggja fyrir sig bæði sjósund og hefðbundið sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykja- víkur, segir Svövu vera gríðarlegt efni. „Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermar- sund,“ segir Herdís. Svava stefnir nú að því komast í víðavangssund í Noregi í septem- ber. „Með því að ná þessum árangri vonast Svava til þess að einhver hjálpi henni með styrk til að komast þangað,“ segir Herdís. Um aðstæðurnar í gær segir Her- dís að nokkur alda hafi verið og sjórinn um tveimur gráðum kaldari en sundfólk eigi að venjast á þessum tíma árs. Sundið frá Skarfabakka yfir í Viðey er um 900 metrar. „Það var mikill straumur og alda en fólk var mjög duglegt,“ segir Herdís og tekur fram að Viðeyjarsund sé ekki keppni. „Fólk er bara á eigin forsendum. Það getur allt komið upp og við erum með fullt af bátum,“ útskýrir formaðurinn. Bæði Landhelgisgæsl- an og Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafi lagt til liðsstyrk. Sömuleiðis hafi Jón lögga, Jón Kristinn Þórsson lögreglumaður, sem synt hefur yfir Ermarsund, verið sundfólkinu til halds og trausts. gar@frettabladid.is Stakk alla af í Viðeyjarsundinu Fimmtán ára sundkappi úr Ármanni sló öllum við í Viðeyjarsundinu í gær og var langfyrst, synti fram og til baka á 35 mínútum. Svava Björg Lárusdóttir vonast nú eftir styrk til að komast í víðavangssund í Noregi. Hún er alveg ótrúleg og var langt á undan öllum öðrum – jafnvel fólki sem er búið að synda Ermar- sund. Herdís Þorvaldsdóttir, formaður Sjó- sunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur Lagt var í Viðeyjarsundið frá Skarfabakka síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svava Björg Lárusdóttir fagnaði að vonum vel og innilega frábærum árangri sínum í hinu árlega Viðeyjarsundi. MyNd/BERgþóRA guÐMuNdSdóTTIR 1 8 . á G ú S T 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 A -0 D 9 0 2 0 9 A -0 C 5 4 2 0 9 A -0 B 1 8 2 0 9 A -0 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.