Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 37
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
óskar eftir sérfræðingi á skrifstofu
fjármála og rekstrar og
lögfræðingi á skrifstofu landgæða
Sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar
Lögfræðingur á skrifstofu landgæða
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir starf sérfræðings á
skrifstofu fjármála og rekstrar. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni skrifstofunnar eru; fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga,
rekstur ráðuneytisins og áætlanagerð, árangursstjórnun, upplýsingatækni og
skjalastjórnun, gæða- og umhverfisstjórnun, húsnæðis- og öryggismál og
samningar og eftirfylgni þeirra.
Helstu verkefni:
• Umsjón með framkvæmdverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr.
20/2016 um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og
menningarsögulegum minjum, m.a. að yfirfara verk- og kostnaðaráætlanir,
samningagerð, eftirfylgni á framkvæmdatíma og uppgjör í lok verkefna
• Önnur verkefni skrifstofunnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur
• Þekking og reynsla af fjármálum og samningagerð
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
• Góð Excel kunnátta. Þekking á SQL gagnagrunnum er kostur
• Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
• Þekking og reynsla af gæðastjórnun er kostur
Færni og aðrir eiginleikar:
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Lausnamiðuð hugsun og geta til að vinna undir álagi
• Hæfileiki til að taka þátt í og leiða teymisvinnu
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku og vald á einu Norðurlanda-
tungumáli er kostur
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir starf lögfræðings á
skrifstofu landgæða. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni skrifstofunnar eru á sviði náttúruverndar og lífríkis,
veiðistjórnunar, áætlunar um vernd og nýtingu orkusvæða, hverskonar
landnýtingar s.s. skógræktar, landgræðslu og vörslu lands, jarðrænna auðlinda
og reksturs þjóðgarða og friðlýstra svæða.
Helstu verkefni:
• Afgreiðsla stjórnsýsluerinda, úrskurða og álitsgerða
• Gerð lagafrumvarpa og reglugerða
• Þátttaka í stefnumótun
• Önnur lögfræðileg viðfangsefni skrifstofunnar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
Færni og aðrir eiginleikar:
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Lausnamiðuð hugsun og geta til að vinna undir álagi
• Færni í mótun stefnu, lausna og hugmynda
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku og vald á einu Norðurlanda-
tungumáli er kostur
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um
störfin. Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir sínar til umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík eða rafrænt á
postur@uar.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknum þurfa að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Stefán
Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar
(stefan.gudmundsson@uar.is) og Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri
skrifstofu landgæða (jon.g.petursson@uar.is).
1
8
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
9
A
-6
B
6
0
2
0
9
A
-6
A
2
4
2
0
9
A
-6
8
E
8
2
0
9
A
-6
7
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
1
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K