Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðvestan strekkingur og dálítil rigning fram eftir degi á Norðaustur- og Austurlandi, en léttir til seinni partinn. Hægari vindur í öðrum landshlutum, þurrt og sólríkt veður. sjá síðu 38 Tólfti bikarmeistaratitill Blika Kenya Safari og strönd | 3. – 15. nóvember Verð frá: 569.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi Verð án Vildarpunkta: 579.900 kr. Fararstjórar eru Elín Þorgeirsdóttir og Borgar Þorsteinsson. sjávarútvegur Lilja Rafney Magn­ úsdóttir, formaður atvinnuvega­ nefndar og þingmaður VG, segir eðlilegt að nýta hvali hér við land og veiða þá ef stofnarnir eru sjálf­ bærir og nýtanlegir. Viðhorf hennar stangast á við samþykkt flokksins á flokksþingi á Selfossi í október 2015 þar sem flokkurinn lagðist gegn hvalveiðum. „Mér finnst eðlilegt að þetta sé endurmetið með reglulegum hætti. Ég hef verið inni á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að viðhalda sínum rétti til sjálfbærra veiða á þeim hvalategundum og þeim stofnum sem taldir eru sjálfbærir og nýtan­ legir,“ segir Lilja Rafney. „Það er alltaf full þörf á endurmati á því ef ábendingar koma fram. Þá er sjálfsagt að það sé gert af stjórn­ völdum.“ Þetta stangast á við samþykktir VG frá árinu 2015. „Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiði­ aðferðum til að viðhalda áhuga­ máli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni,“ segir í sam­ þykktinni. Veiðar Hvals hf. á langreyðum hófust aftur í síðasta mánuði eftir tveggja ára hlé og hafa mætt mikilli andstöðu. Einnig komust veiðarnar í heimspressuna þegar dregið var á land afkvæmi steypireyðar og lang­ reyðar. Félagið Jarðarvinir hefur kært þá veiði og er kæran til með­ ferðar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Lilja Rafney telur hins vegar eðli­ legt að ríkið skoði þessar veiðar ef einhver óskar þess. „Það geta komið ábendingar frá ferðaþjónustunni til dæmis og mér finnst sjálfsagt ef það kemur ósk um slíkt að stjórnvöld taki stöðuna og skoði það,“ segir Lilja og telur orðspor Íslands ekki hafa skaðast af þessum veiðum. „Ég hef ekki forsendur til að meta það og hef ekki séð rökstuðning sem segir að það skaði okkar orðspor heilt yfir.“ sveinn@frettabladid.is Þingmaður VG segir eðlilegt að veiða hval Formaður atvinnuveganefndar Alþingis, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir eðli- legt að nýta sjálfbæra stofna við landið. Flokkur Lilju hefur hins vegar lagst gegn hvalveiðum. Hún segir orðspor Íslands ekki hafa beðið hnekki af veiðunum. Hvalveiðar hér við land hófust að nýju árið 2006. Fyrsta langreyðurin á þess- ari öld kom til hafnar í Hvalfirðinum í júní árið 2013. Fréttablaðið/vilHelm lilja rafney magnúsdóttir. Dómsmál Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Ólafur Þór Hauksson héraðssak­ sóknari segir að ákæran, dagsett 28. júní, hafi ekki verið birt Júlíusi Vífli. Júlíus Vífill segir á Facebook að sér finnist eins og hann hafi „staðið í veðurbáli“ síðustu tvö árin. Hér­ aðssaksóknari hafi kannað ásakan­ ir sem lagðar voru fram í Kastljóss­ þætti um Panama­skjölin í apríl 2016 með þeirri niðurstöðu að ekki sé fótur fyrir þeim. Hann hafi hins vegar birt honum ákæru sem snúi að skattamálum. Júlíus segir að það séu honum mikil vonbrigði. „Ég tel engar lagalegar forsendur vera fyrir ákærunni og mun auð­ vitað takast á við hana fyrir dóm­ stólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi.“ – smj Ákærður fyrir peningaþvætti íþróttir Þórður Georg Lárus­ son, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hafnar ásök­ unum sem Þóra Helgadóttir, fyrr­ verandi landsliðskona, bar á hann á ráðstefnu um „Kyn og íþróttir“ á fimmtudag. „Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast. Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins upp á herbergi með mér. Þessum ásök­ unum vísa ég alfarið á bug,“ segir Þórður í yfirlýsingu. Hafnar ásökun landsliðskonu Þórður kveðst aldrei hafa blandað saman áfengi og vinnu. „Og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli,“ segir Þórður. Sér sé mis­ boðið að vegið sé að persónu sinni og æru með slíkum aðdróttunum. „Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug,“ segir í yfirlýsingu Þórðar sem kveðst ekki munu tjá sig frekar um málið. – gar Því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi. Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu Breiðablik vann bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki 2018 eftir sigur á Stjörnunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Fögnuðu Blikakonur 2-1 sigri að hætti hússins með mjólk í hönd enda var bikarinn endurskírður Mjólkurbikarinn í vor. Leikurinn var bráðfjörugur. Sjá síðu 16. Fréttablaðið/ernir 1 8 . á g ú s t 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 9 -F 9 D 0 2 0 9 9 -F 8 9 4 2 0 9 9 -F 7 5 8 2 0 9 9 -F 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.