Fréttablaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 30
Matgæðingurinn Ragnar Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Mat-
hallarinnar á Hlemmi og for-
sprakki S.U.M.A.R (Samtök um
matseld annarra ríkja) á Facebook,
hefur lengi haft áhuga á matargerð.
Hann segir fyrsta matarafrekið sitt
hafa unnist um ellefu ára aldurinn
þegar hann eldaði eggjaköku sem
féll vel í kramið hjá foreldrum
hans. „En ástríðan kviknaði fyrir
alvöru þegar ég fluttist til Par-
ísar eitt sumarið með þáverandi
fransk-víetnamskri kærustu minni.
Þrátt fyrir að ég hafi vissulega lært
mikið um víetnamska og franska
matseld þá féll ég kylliflatur fyrir
marokkóskum veitingastöðum
borgarinnar.“
Hann segir þá matargerð henta
sér vel þar sem hann hafi voða
lítinn áhuga á eldhúsgræjum. „Ég
fíla mig best eins og seiðkarl að
henda alls konar hráefni í kássu og
horfa á eitthvað undravert gerast
yfir nokkra klukkutíma. Því tek ég
gott tagine, paella eða ratatouille
fram yfir sous-vide-aða nautasteik
hvenær sem er.“
Íran og Japan heilla
Þessa dagana er Ragnar mikið
að elda úr ýmsu grænmeti því
honum finnst felast meiri áskorun
í því. „Hvað matargerðarhefð
varðar þá hef ég verið frekar
fókusaður á Íran. Ef ég vil pásu
frá saffrani og eggaldini þá finnst
mér gott að elda eitthvað japanskt
og minna mig á hvað hægt er að
gera með þremur innihaldsefnum
og japanskri þráhyggju fyrir
nákvæmni.“
Þó er uppáhalds nautnamatur-
inn hans ítalskt-amerískt spagettí
og kjötbollur í rauðri sósu með
fullt af parmesanosti. „Þetta er á
engan hátt heilsusamlegt og mér
líður eftir á eins og ég hafi gleypt
lifandi höfrung en ég fæ vatn í
munninn bara við að hugsa um
réttinn.“
Hér gefur hann tvær girnilegar
uppskriftir þar sem tilvalið er
að nota nýtt íslenskt grænmeti
sem er að detta í verslanir þessa
dagana, t.d. kartöflur, blómkál og
rófur.
Aloo Gobi
(Kartöflur og blómkál)
Fyrir 3-4
Aloo Gobi er vegan karríréttur sem
á uppruna sinn í Punjab í norður-
hluta Indlands. „Í dag má þó finna
þennan rétt á hverju götuhorni í
Indlandi og Pakistan. Aðalstjörn-
urnar eru tvær plöntur sem vaxa
vel á Íslandi og þessi bragðmikla
kássa yljar vel nú þegar haustið
er að færa sig upp á skaftið. Þessi
uppskrift er að mestu byggð á
uppskrift úr Karríbiblíunni hennar
Madhur Jaffrey. Kryddin ættu að
fást í betri matvöruverslunum og
sérverslunum á borð við Istanbul
Market í Ármúla 44 í Reykjavík.“
4-5 msk. jurtaolía
400 g íslenskar kartöflur, skornar í
munnbita
1 blómkálshaus, skorinn í litla
blómvendi
1 meðalstór gulur laukur, niður-
skorinn
4 hvítlauksgeirar, marðir
1 msk. smátt saxað ferskt engifer
1 tsk. heil cumin-fræ
1 dós heilir niðursoðnir tómatar
2 tsk. kóríanderduft
1 tsk. gott chili-duft
½ tsk. túrmerik
2 grænir ferskir chili skornir eftir
endilöngu (má nota rauða)
Salt eftir smekk
1 tsk. garam masala
Safi úr ½ límónu
3 msk. saxað ferskt kóríander
Fílar sig best sem seiðkarl
Ragnar Egilsson féll kylliflatur fyrir marokkóskri matargerð þegar hann bjó í París eitt sumarið.
Um þessar mundir eldar hann mest úr grænmeti enda segir hann meiri áskorun felast í því.
Ragnar Egilsson matgæðingur og
fagurkeri er forsprakki hópsins
S.U.M.A.R. (Samtök um matseld ann-
arra ríkja) á Facebook. MYND/EYÞÓR
Aloo Gobi er vegan karríréttur sem á uppruna sinn í norðurhluta Indlands.
Hitið olíuna yfir meðalháum hita
í stórri pönnu. Steikið kartöflu-
bitana þar til þeir hafa tekið lit
(um 4 mín.). Fjarlægið kartöflur af
pönnu, hristið af olíuna og látið á
disk með eldhúsrúllupappír. Gerið
það sama með blómkálsvendina
og leggið til hliðar.
Bætið við örlítilli olíu ef þess
er þörf og hellið niðurskorna
lauknum á pönnuna og eldið í um
3 mín. Næst fer hvítlaukurinn,
Mísóbrúnaðar rófur eru ofureinfaldur réttur sem er tilvalið að prófa.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
engiferið og cum-infræin í pönn-
una og hitað í u.þ.b. 2 mínútur.
Svo tómatarnir, kóríanderduftið,
chili-duftið og túrmerik og eldast í
u.þ.b. 5 mínútur.
Bætið kartöflunum og blómkálinu
aftur á pönnuna ásamt fersku chili,
salti og desilítra af vatni. Náið upp
suðu og lækkið hita. Leyfið þessu
að malla í um 15 mín. og hrærið
reglulega. Það gæti þurft að bæta
við örlitlu af vatni ef þetta er of
þykkt.
Takið kássuna af hellunni og bætið
við garam masala, límónusafa og
ferskum kóríander. Bragðast vel
með naan-brauði og basmati-hrís-
grjónum.
Mísóbrúnaðar rófur
Fyrir 2 sem léttur réttur eða sem
meðlæti fyrir 4-5
Þessari uppskrift segist Ragnar
hafa stolið samviskulaust af vef-
síðu Bon Appétit. „Ég mæli mikið
með þeim og þá sérstaklega
YouTube-rásinni þar sem eldhús-
stjórinn, sveimhuginn og sjarma-
tröllið Brad Leone galdrar fram
alls konar vitleysu. Þessi ofurein-
falda uppskrift byggir á næpum
en mér finnst rétturinn ekki síðri
með ferskum gulrófum. Ég vil hafa
rófurnar í minni kantinum því
þær stóru eru oft trénaðar. Mísó-
mauk má finna í asískum sérvöru-
verslunum.“
500 g litlar rófur, skornar í 2,5 cm
þykka báta
2 msk. ljósgult mísó
2 msk. ósaltað smjör
1 tsk. sykur
Örlítið af salti og pipar
2 msk. sítrónusafi
Látið allt hráefnið nema sítrónu-
safann saman á pönnu og hellið
rétt nógu miklu vatni yfir til að
þekja rófurnar. Náið upp suðu
og eldið yfir meðalháum hita þar
til vökvinn hefur gufað upp (um
15-20 mín.). Haldið áfram að elda
rófurnar eftir að vökvinn hefur
gufað upp og snúið þeim af og
til þar til þær hafa brúnast vel á
pönnunni (um 5 mín). Bætið við
sítrónusafa og msk. af vatni og
hrærið varlega til að þekja rófurnar
í mísógljáanum. Bætið við salti og
pipar ef þarf.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is
HEILSURÆKT
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
u heilsurækt kemur út 24. ágúst nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . áG ú S t 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
8
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
A
-1
2
8
0
2
0
9
A
-1
1
4
4
2
0
9
A
-1
0
0
8
2
0
9
A
-0
E
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
0
4
s
_
1
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K