Fréttablaðið - 20.09.2018, Page 4

Fréttablaðið - 20.09.2018, Page 4
Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarand- stöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vist- kerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjár- hagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núver- andi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbygg- ingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auð- lindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur rétt- ara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orku- vinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöld- um frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöf- unarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbygg- ingar hjúkrunarrýma. Þetta gagn- rýnir Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveifl- unnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á vara- sjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjár- magns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hug- mynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að. adalheidur@frettabladid.is Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir að ráðstafa eigi fjármunum fyrir þjóðar- sjóð í önnur verkefni en styður stofnun sjóðsins. Fréttablaðið/ErNir Markmið lagasetningar um þjóðarsjóð l Að byggja upp áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðar- hag. l Að milda efnahagssamdrátt í kjölfar áfalls á þjóðarbúið. l Að fjármunum sjóðsins verði einvörðungu varið til fjárfestinga erlend- is, sem er til þess fallið að dreifa fjárhagsáhættu þjóðarbúsins. l Að hafa með tíð og tíma jákvæð áhrif á mat á lánshæfi ríkissjóðs. l Að tryggja sjálfstæði sjóðsins og armslengd frá stjórnsýslu og pólitísk- um málefnum líðandi stundar. l Að aðkoma Alþingis að úthlutunum úr sjóðnum til ríkissjóðs verði tryggð. l Að fylgja eftir áformum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðarsjóðs og um að hluta af umræddum fjármunum verði varið tímabundið til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum og til að efla nýsköpunarstarf atvinnuveganna. Áform um þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta fátíðum efnahagslegum áföllum eru í kynningu á vef Stjórnarráðsins. Skiptar skoðanir meðal þingmanna stjórnarand- stöðunnar. Frekar eigi að greiða niður skuldir, láta heimilin njóta sterkrar stöðu orkufyrirtækja og sjávarútvegsfyrirtæki eigi líka að leggja sitt af mörkum. KJARAMÁl Miðstjórn ASÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem fjárlagafrum- varp næsta árs er sagt rýrt innlegg í komandi kjaraviðræður. Frum- varpið gefi ekki tilefni til bjartsýni þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Miðstjórnin bendir á að ASÍ hafi undanfarin ár gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þyngja skattbyrði þeirra lægst launuðu á meðan tekjuhærri einstaklingar hafi notið skatta- lækkana. Þá er það gagnrýnt að húsnæðis- og vaxtabætur séu áfram skertar þrátt fyrir alvarlega stöðu á húsnæðismarkaði. – sar Rýrt innlegg í kjaraviðræður aSÍ segir frumvarpið rýrt innlegg. Fréttablaðið/SiGtrYGGUr ari Alþingi Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd fékk umboðsmann Alþingis og fulltrúa velferðarráðuneytisins á fund sinn í gær til að ræða skerðing- ar á lífeyrisgreiðslum öryrkja vegna fyrri búsetu erlendis. Samkvæmt nýlegu áliti umboðs- manns hefur verklag Trygginga- stofnunar við útreikning á bóta- rétti ekki verið í samræmi við lög og reglur. „Ég hef áhyggjur af því, eins og umboðsmaður hefur verið að benda á í sínum ársskýrslum, að það sé til- hneiging í kerfinu að láta á hlutina reyna. Borgararnir þurfi þannig að leita réttar síns með tilheyrandi kostnaði,“ segir Helga Vala Helga- dóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar. – sar Bótaskerðingar ræddar í nefnd DÓMSMÁl Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunar- fræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brota- lama í meðferð sakamálsins. Hér- aðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæslu- deild úr öndunarvél og setti tal ventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýkn- aði Ástu af ákærunni þar sem rann- sókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lög- maður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamála- rannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt. – jóe Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur 2 0 . S e p t e M b e R 2 0 1 8 F i M M t U D A g U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A b l A ð i ð 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -3 8 A C 2 0 D F -3 7 7 0 2 0 D F -3 6 3 4 2 0 D F -3 4 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.