Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 18
2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r18 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð Tilveran Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR 19.9.2018 Í brimi og brotsjó Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við við- skiptahætti Guðmundar Kristjáns- sonar útgerðarmanns, sem oft er kenndur við Brim. Reynist frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á sam- keppnislögum. Ábendingar eftir- litsins taka meðal annars til þess að Guðmundur skuli eiga Brim og stýra HB Granda á sama tíma. 13.9.2018 – 20.9.2018 Orka ónáttúrunnar Fleira er rotið í Orkuveitu Reykja- víkur (OR) en útveggirnir, svo mikið er víst. Í liðinni viku voru tveir stjórnendur hjá OR og dóttur- fyrirtækinu Orku náttúrunnar (ON) sakaðir um að áreita samstarfs- konur sínar kynferðislega. Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, var látinn fjúka í síðustu viku og í kjölfarið var Þórður Ásmundsson, forstöðumaður hjá ON sem taka átti við af Bjarna Má, sendur í leyfi eftir að stjórn OR komst að því að hann væri grunaður um kynferðis- brot. Annað dæmi um ósæmandi og niðrandi hegðun stjórnanda rataði í fréttir á mánudaginn þegar fjallað var um áminningu Ingvars Stefánssonar, fjármálastjóra OR, fyrir að hafa áreitt tvær samstarfs- konur sínar kynferðislega á árshátíð fyrirtækisins árið 2015. Staðan er nú þannig að Bjarni Bjarnason, forstjóri og stjórnar- maður í fjórum af fimm dótturfyrir- tækjum OR, hefur stigið til hliðar á meðan úttekt verður gerð á sam- skiptum starfsmanna fyrirtækjanna og vinnustaðamenningu. Starfsfólk OR situr eftir í óvissu um muninn á formlegri og óform- legri kvörtun vegna háttsemi Bjarna Más en Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR, sagði á fundi með starfsmönnum í vikunni að engin formleg kvörtun hefði borist. Allt þetta átti sér stað innan veggja opinbers fyrirtækis sem hefur sett sér metnaðarfulla jafn- réttisstefnu. Eins og Bjarni forstjóri orðaði það eitt sinn: „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það.“ 18.9.2018 Svandís og sérgreinalæknarnir Hugmyndafræðileg gjá milli Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna opnaðist upp á gátt í vikunni vegna deilna um einkarekstur í heil- brigðisgeiranum. Þrír þingmenn hafa áhyggjur af vegferð Svandísar gegn slíkum rekstri en á meðan hafa þingmenn VG lagt fram frum- varp sem gerir heilbrigðisráðherra aðeins heimilt að semja við fyrir- tæki í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. „Okkar kjósendur mega ekki halda að af því við þegjum, þá séum við sam- mála ráðherranum. Við verðum að láta vita að við erum ekki sammála honum,“ sagði Brynjar Níelsson. Á öðrum vettvangi urðu vendingar í heilbrigðismálum þegar héraðsdómur felldi úr gildi ákvörð- un Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að hafna umsókn sérgreinalæknis um aðild að rammasamningi. Stein- grímur Ari Arason, forstjóri SÍ, var kampakátur með niðurstöðuna. „Ég er ánægður með dóminn og tel hann byggja á mikilvægi þess að staðið sé við gerða samninga,“ segir Steingrímur Ari sem vill ekki áfrýja málinu. Sjö sambærileg mál til við- bótar bíða dóms. 17.9.2018 Yfirlýst óhóf á Þingvöllum Það þurfti 87 milljónir til að halda hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Tuttugu og tvær milljónir þurfti til að lýsa upp fundinn, sem stóð frá kl. 14 til 16 og fór fram undir berum himni á miðju sumri. Af þessum heildar- kostnaði við þingfundinn fóru 9 milljónir króna í ráðgjöf og hönnun. Þessar rúmlega níu milljónir eru 20 prósent af þeim kostnaði sem upphaflega var stefnt að, eða 45 milljónum króna. Í útskýringum Alþingis segir að kostnaður hafi farið nokkuð (lesist: 100 prósent) fram úr áætlun. Var það vegna þess að atburðinn átti að sýna í beinni útsendingu, en um leið væri hann söguleg heimild sem muni varðveitast til framtíðar. Þeir sem misstu af fundinum geta horft á upptöku af honum á vef RÚV til 16. október 2018. Vikan Hneykslismál innan Orkuveitu Reykjavíkur voru áberandi í fréttum vikunnar en meint bruðl Alþingis í tengslum við hátíðarfund þingsins á Þingvöllum í júlí vakti um leið reiði og furðu almenn- ings. Á Alþingi deila þingmenn ríkis- stjórnarinnar um einkarekst- ur í heilbrigðis- geiranum. Fólkið á götunni Ert þú fylgjandi uppbyggingu borgar- línu í höfuðborginni? Ólafur Ásgeirsson Mig langar að vera það en ég á oft erfitt með að setja mig inn í framkvæmdir sem kosta upp- hæðir sem ég skil ekki. Kristín I. Pálsdóttir, Ég er fylgjandi bættum al- menningssam- göngum og þó að ég sé ekki búin að kynna mér borgarlínuna ofan í kjölinn sýnist mér hún einmitt vera framtíðarplan um bættar almenn- ingssamgöngur. Ég held að það hljóti að vera öllum til hagsbóta. Ólafur Kristjánsson Stutta svarið er já. Það er af hinu góða að efla almennings- samgöngur. Þarf ekki að hafa í för með sér skerðingu á öðrum valkostum. Borgin er dreifð og almennings- samgöngur ekki raunhæfur val- kostur fyrir marga í dag. Lilja Katrín Gunnarsdóttir Ég er hlynnt öllum þeim umhverfisvænu samgöngu- möguleikum sem gera mér kleift að minnka notkun einka- bílsins. Ef borgarlínan gerir það, sem ég held og vona að hún geri, þá styð ég hana af öllu hjarta. Hvað finnst þér um atburðina í Orkuveitu Reykjavíkur undanfarna daga? Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir Það að vottað „jafnréttisfyrirtæki“ gerist sekt um að líta fram hjá alvarlegum ásökunum um kynbundið ofbeldi og refsa þolendum segir þó kannski minnst um fyrir- tækið sjálft en meira um ástandið yfir heildina, eins og margar konur þekkja af eigin raun. Það er of auð- velt að feika jafnrétti með hagstæðu kynjahlutfalli en menningin situr á hakanum og stórkarlisminn lifir góðu lífi. Svo væri það náttúrulega drepfyndið – ef ekki væri fyrir hrollvekjandi alvarleikann – að karl eftir karl þurfi að snúa frá störfum í þessu ævintýralega raðhneyksli. Kristín Ólafsdóttir Mér finnst þetta öðru fremur varpa ljósi á mikilvægi þess að ræða og fjalla um svona mál. Þetta sýnir líka að það er ekki nóg að innleiða bara háleit jafnréttismark- mið og verkferla og tilkynna um það á fundum, heldur þarf aktívt að fylgja þeim eftir. Kolbrún S. Hjartardóttir Ég tel að ekki séu öll kurl komin til grafar í því máli og spyr hvort einhvers konar költ typpakalla hafi aðsetur í OR? Það er til háborinnar skammar að þvílíkur fjöldi stjórn- enda hagi sér svona. Sveinn Rúnar Einarsson Orkuveitan hefur talað sem hæst um það hversu vel þeir eru að standa sig í þessari jafnlauna- vottun. Svo kemur bara í ljós að þeir eru að standa sig jafn vel í því að káfa á konum. Virki- lega vandræðalegt allt saman. Ég á oft erfitt með að setja mig inn í framkvæmdir sem kosta upphæðir sem ég skil ekki. Ólafur Ásgeirsson Þetta er til háborinnar skammar að þvílíkur fjöldi stjórnenda hagi sér svona. Kolbrún Hjartardóttir Þrír þingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa áhyggjur af vegferð heilbrigðisráðherra. 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -2 E C C 2 0 D F -2 D 9 0 2 0 D F -2 C 5 4 2 0 D F -2 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.